Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 2
58 SKINFAXI. ekki snúið sér til hægri eða vinstri, ekki slökt hungur eða þorsta, ekki fengið föt eða húsaskjól, án þess að borga ránvexti af jörðinni, sem er undir húsunum og göt- unum. Hver l)ær á ®vona er nn ástatt í Reykja- að vera vík, og svona mun fara í sjálfseig'u. öðrum kauptúnum, þar til augu manna opnast og þeir stemma á að ósi, með því að gera landið undir bœj- unurn og kringum þá að sameign bœj- arfélaganna. Alt mælir með því en ekk- ert á móti. Sá sem þá byggir hús í bæ, fær lóðina leigða fyrir ákveðið, sanngjarnt verð, sem getur hækkað i hlutfalli við það, sem bæjarfélagið kostar til að gera arð- samt og ánægjulegt að vera í bænum (höfn, steinlagning stræta, vatnsleiðsla, gas, rafmagn, skólar, skemtigarðar o. s. frv.) Með þessu fær bærinn stórmiklar tekjur, en heldur þó landeigninni niðri um helm- ing eða meira, og gerir þar með öllum léttara að lifa. Ennfremur er verðhækk- un lóða undir eða hjá bænum engum ein- stökum manni að þakka (að frátöldu vafa- sömu gróðabralli einstakra glæframanna), heldur fyrst og fremst umbótum, gerðum á kostnað almennings, og samvinnu allra borgaranna, sem gerir dvöl á staðnum að- laðandi. Og fremur er hægra um vik fyr- ir komandi kynslóðir, ef breyta þarf stræt- um eða gerð borga, sem oft ber við, að þurfa ekki að kaupa lóðir okurverði, held- ur borga sanngjarnlega fyrir skemdir á byggingum. Jarðabrask Feður Reykvíkinga hafa illa Reykvíkiug-a. um búið í þessu efni. Þeir hafa selt fyrir lítið, gefið eða látið á erfða- festu með fráleitum kjörum, landið undir bænum. En húseigendur hafa kunnað auð- fræðina betur en bæjarstjórnin. I höndum þeirra hafa lóðirnar hækkað margfalt, hækk- að við hverja umbót sem bæjarfelagið gerði. Við því sem komið er verður ekki gert. Landið undir gömlu Reykjavík verð- ur um aldur og æfi leiksoppur gróðabralls- manna. Bærinn hefir fleygt þar ógrynnis- auði að óþörfu úr höndum sér. En nú mætti nema staðar, hætta að selja nokk- ura lóð, en leigja undir ný hús, utanbæj- ar, fyrir skaplegt verð. Eftir því sem sá hluti stækkaði, gæti hann verið sjálfstæð- ur og haldið niðri óhemjuverðhækkuninni i gömlu Reykjavik. Bærinn í heild sinni mundi græða á þvi miklar og vissar tekj- ur. Fátæklingunum yrði mun meira úr launum sínum, og afkoma þeirra belri. Enginn liði skaða við breytinguna nenia lóðafilistear, og væri þarflaust að harma það. Það er stórvægilegt framtíðar- mál, bygt á reynslu allra borga, að öllís- lensk bæjarfélög og kauptún eigi lóð og landið umhverfis sameiginlega, og að enginn einstakur maður geti átt slik lönd að séreign. Þetta mál ætti sérstak- lega að athuga í kauptúnum, þar sem engin sala hefir enn átt sér stað, eins og t. d. á Akranesi og Húsavik nyrðra. Aukin Eyrir Reykjavik yrði þetta ráð jarðrækt. seinvirkt en þó bætandi. Þá er ráð biskups, að bærinn ræsi fram, girði og geri nothæft til garðyrkju nokkuð af beitilandi bæjarins. Það er hið mesta þjóðráð, og mundi vel gefast. Hér borg- ar sig ágætlega að rækta margskonar garð- meti, og nóg er þörfin, því enn er mikið flutt inn af þeim varningi. Sjómannskon- um og börnum þeirra væri engin vorkunn að hirða um garðana á sumrin, meðan húsfeðurnir eru fjarverandi Þriðji vegur- inn er að skapa vetrarvinnu og er það engin frágangs- sök, einkum meðan göturnar eru aurflag eins og nú er. Kringum bæinn er, nema á stöku stöðum, tómt grjót. en göturnar eru þó ekki steinlagðar. Of fjár er kostað árlega í haldlítinn ofaníburð, en því er sem kast- að í sæinn. Hægðarleikur væri fyrir bæ- inn að reisa úr steypu skýli til að vinna í grjótvinnu á vetrum í þarfir bæjarins, Göturnar eru nú í því ástandi, að telja má ósamboðið hverju þorpi, hvað þá höf- Yetrarvinna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.