Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 9
SKINFAXI 65 |i SKINFAXI — mánaöarrit U. M. F. í. — kemur út 1 Reykjavik og kostar 2 kr. árgangurinn, erlendis 3 kr. RITSTJÓRI : Jónns Jónssoyi frá Hriflu. Skólavöröustig 35. Simi 418. Afgreiöslumaöur: Bjarni Þ. Magnússon Skólavöröustfg 6 B. Ritneind: Agúst Jósefsson, Guðbrandur Mngnússon, Tr. Þórhallsson. vera trú allra Jieirra, sem þekkja til Iians að hann muni bæði verða ungmennafélög- um og þjóðinni allri til gagns og sóma. Að ýmsu leyti rofar nú til hér í landi, og endurfæðing listiðnað- arins er ekki þýðing- arminsta atriðið. Gunnlaugur hefir tek- ið sér þar stöðu í öndverðri fylkingu, og mun eigi hörfa af hólminum. Skinfaxi flytur hon- um hugheila kveðju gömlu félaganna og óskar honum heilla og hamingju á ókomnu árunum. G. J. [Myndir þessar hafa áður verið birtar í „Æsk- unni.“l Gunnlaugur Blönclal. Ungmennafélagsmál. i. Sú von sem margir góðir menn hafa, að ungmennafélögin muni verða veruleg- ur þáttur í viðreisnarbaráttu þjóðarinnar, byggist á því, að unga fólkið sem ber þá hreyfingu, sé fúst að leggja fram kraftana og „hlaupa í skörðin1', þar sem hættan er mest. Við félagar getum varla látið okk- ur mislíka það góða traust; það er okk- ur sæmd, ef við vinnum til þess. En hinu má ekki gleyma, að því fylgir áreynsla og ábyrgð, og ef alt situr í sama horfi og var, þá hafa félögin til lítils lifað. En til að geta starfað vel, þarf stefnan að vera ljós og ákveðin. Það þarf að vita, hvaða kröfur er sanngjarnt að gera til góðs ungmennafélags, og ef þær kröf- ur eru á allra vitorði, og orðnar að óskrif- aðri stefnuskrá félaganna, þá getur hver og einn stungið hendinni í eiginn barm, og séð hvort hann fylgir hæði bókstaf og anda lögmálsins. Nú þegar líður að vori og sumri er manni einkanlega ljóst, það sem við öll þurfum að gera á vorin. Sumarsólin get- ur fætt og klætt skóginn fyrir okkur, ef við gróðursetjum og verndum kvistina. Landið var fyrrum alvaxið skógi upp í miðjar hliðar, en þessi skógur er að þarf- lausu horfinn fyrir fákænsku og misgerðir mannanna. Getum við bætt skaðann? Nei, við sem nú lifum munum aldrei sjá hlíðarnar alvaxnarskógi, ogsennilega verða þær það aldrei. En við getum byrjað á þessu gagnlega verki, og það gerum við best með því að hafa skógreit í samein- ingu. Mörg félög hafa nú þegar byrjað, og eiga laglegar gróðrastöðvar kringum fundarhúsin, eða á öðrum hentugum stöð- um. Þessi félög eru hetjurnar í liði okkar. Aðrir standa þeim nær, en vantar festu. Þar er girðingin komin, og plöntur gróð- ursettar, en hvorugu haldið við, sem skyldi. Þar má betur, ef duga skal. Þá eru enn helst til mörg svonefnd ungmennafélög, sem ekki hafa neitt aðhafst enn. Vonandi sjá þau að sér og hefjast handa með skóg- ræktina. Þetta er nú fyrsta stigið, að hvert félag hafi gróðurreit, vel hirtan og blómlegan. Næsta skrefið er það, að hver góður ung- mennafélagi liafi trjágarð við bœinn sinn eða húsið. I öllum sveitum er þetta hægU nóg er landrýmið, og nógar hvildarstund- ir, ef þær eru notaðar. Þó að bústaðir okkar séu og verði engar hallir, þá getum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.