Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 7
SKINFAXI 63 minning loringjans er tákn þessarar miklu öldu, sem markað heíir svo djúpt spor í tímans sand. Menn sjá í anda Norður- lönd fyrir liðugum 10 öldum, eins og dökt þrumuský, fult af eldingum og eyðilegging, sem ógnar heiminum. Þessi héruð eru ofhlaðin af djörfu og framgjörnu fólki, sem vill njóta lifsins, hafa sigur og sæmd, jafn- vel þó það sé við hið ysta haf. Þá er stefnt út á hafið til siglinga, rána eða land- funda. Suma ber báran norður í haf til Islands, Grænlands og Ameríku, en aðra suður um sjá til Normandi, Spánar og Italiu. A tveim stöðum: á íslandi og Frakklandi skildi bygðin norræna eftir varanlegar menjar. En hvílíkur munur á kjörum! Hvílik sönnun þess að mennirnir eru náttúrunni háðir, nærri eins og jarð- fastar jurtirnar. Við íshafið skammvinn blómgun, meðan lífsþrótturinn var mestur og siðan langvarandi hörmungar, við haf- ísinn, kuldann, eldinn, einangrunina, mið- aldamyrkrið, hungrið og harðindin og nú veik sniáþjóð, hálfgleymd, eða þá misskil- in og afvegaflutt. En við Sygnu hitta víkingarnir fyrir auðuga og vel menta þjóð; þeir sigra hana með vopnum, hún sigrar þá í máli og menningu: þessir tveir þjóð- flokkar hlandast, og eflast við samrunann. En útfararlöngunin vaknar á ný. Eftir tvo mannsaldra er Normandi þeirn of lít- ið. Þeir vilja eignast heilt land. Suinir verða eftir og eiga ekki allfáir af heims- frægustu snillingum Frakka kyn að rekja til þeirra. En hinir halda i norður, til Englands, vinna það, eignast lönd og Iausa aura. Fransknorrænu víkingarnir leggja grundvöllinn að aðli og veldi Englands og síðan hefir það aldrei verið með vopnum unnið. En eftir nokkrar aldir var England lika of Iitið þessari sigursælu, margblönd- uðu vikingaætt. Þá fundust ný lönd: Ameríka, Suður-Afríka Astralía: heimur- inn stækkaði til muna og þessir útleitnu frændur í suðurátt hófu landnám í þriðja sinn og lögðu undir sig bestu lendurnar í þrem álfum heimsins, og eru nú voldug- astir allra þjóða. Hvergi getur landanum verið jafn Ijóst og i Rúðu, heimsveldis- ættborginni, að sitt er hvað gæfa og gervi- leiki. Sami uppruni, sama kyn, en nokkura hnattmílna bil, nokkurra stiga hitamunur veldur mun minstu og mestu þjóðar. Eimskipafélaglð. Aldrei hefir þjóðin staðið betur saman en í því máli, og aldrei hefir heyrst meiri alvara við neinar kosningar hér en þegar lelagstjórnin var kosin. Ef til vill hefir þjóðin aldrei fundið jafnvel til og þá, hve dýrmætur eiginleiki heiðarleikinn er, ekki síst þegar um opinbera starfsmenn er að ræða. Eftir eitt ár verða skipin fullbúin og þá byrjar menningarstríð við Sam- einaðafélagið danska. Full vissa er feng- in fyrir, að margir íslenskir kaupmenn verða á bandi Dana og til óheilla þjóðinni. Munu þeir fúslega gína við tylliboðum Dana, og þiggja ódýran flutning með skipum þeirra. Þá reynir á þjóðina, hvað hún er sterk. Þá verður af þjóðhollum mönnum stefnt að því að setja alla kaup- sýslumenn sem styðja Sameinaða félagið i verslunarbann, þ. e. hafa samtök um að skifta ekki við þá, fyr en þeir snúast, nauð- ugir viljugir. Um þetta þarf að hugsa í tíma. Kveðjusamsæti. Guðbrandur jMagnússon sambandsstjóri er nú alfluttur héðan úr bænum austur að Holti undir Eyjafjöllum. Þar byrjar hann búskap með vorinu í félagi við sr. Jakob Ó. Lárusson. Skömmu fyrirburt- för hans héldu um 100 U. M. F, í Reykja- vík honum kveðjuveislu, og gáfu honum til minningar svipu ágæta úr rostungstönn, er gert hafði Stefán oddhagi og menn hans. U. M. F. í Reykjavík þykir mikil eftirsjá í Guðbrandi, en gleðjast þó af hinu, að þar eystra getur haun enn meira unnið hreyfin^unni til gagns en hér í Rvík.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.