Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 5
SK INl-'AXl 61 og liðkast þá vonandi eittlivað um, því ekki íá aðrir ritin en þeir, sem standa í fullum skilum á gjalddaga. Arskostnaður við útgáfu Skinfaxa áður en hann stækkaði var um 935 krónur, og er það því sýnt, að allir verða að standa í skilum ef vel á að fara, meðan þeir eru ■ekki nema lítið á 2. þúsundinu. En svo eru ýmsar skuldirnar ásýndum :sem í yfirlitinu eru, að ekki munu önnur ■ráð hjálpa, en að snúa sér til hreppstjór- anna og fá þá til að ná þeim. Skinfaxi er að lýsa einni átakanlegri 'hlið svikseminuar með sönnum sögnum af filisteum, og er það þarft verk og þakk- látt, því að það skilja allir, að við sliku þarf að vara. En liann telur sér engu siður skylt að vara við óskilsemi og svik- semi, þótt í smáu sé, og þá einkum hjá unga fólkinu, því að það þarf og á að rétta við hugsunarháttinn, þar sem hann «r aflaga farinn, og þá ekki síst um óreiðu alla og sviksemi. ^ ™ ióhann Markússon. m. Nú býr Jóhann á Grund og bitur bæði nær og fjær í grendinni. Hann svíkur bænd- ur jöfnum höndum með húsabraski og ábyrgðum. Hann mun nú hafa fengið alls í standandi bankalánum um 40 þús. krón- ur á nöfn ýmsra bænda í sýslunni. Allir kunnugir vita að ábyrgðarmennirnir verða að borga hvern eyri af þeirri upphæð, og að aldrei fá þeir neitt hjá Jóh., því að hann kann „að gera alt að engu“. Mönnum er ekki enn farið að skiljast lil fulls eðli á- byrgðanna, að þær eru enginn leikur, ekki neitt forms- eða „fyrirkomulagsatriði“. Ábyrgð þýðir ekkert annað en það, að sá sem ábyrgist verður að vera viðbúinn að greiða upphæðina að fullu, hve nær sem kallið kemur. Og sá sem ekki stendur við ábyrgð sína er „dauður“ maður i fjármál- um. Trú og traust lánveitanda hefir hann mist til fulls. Og við ábyrgðina verður hann að standa, þó að þar gangi til hinn síðasti eyrir. Jóhann fékk fyrst 10,000 kr. út á traust sveitunga sinna; meira þorði bankinn ekki að trúa þeirn fyrir. Bændur í Grafardal og Tungusveit ábyrgðust næstu 10,000, og Breiðabæjarmenn, austan Naut- ár þriðju upphæðina, álíka háa. Öllum þessum lánum heldur Jóh. við, og bætir nýjum á, þegar færi gefst. Mjög sjaldan er honum neitað um ábyrgð en stundum bjarga óvænt atvik. Svo fór um Jón í Vatnsbæ. Hann er laus og liðugur, efna- maður og heldur við aldur. Hann á jörð- ina en Ieigir hana Kristni bónda. Hann er í frændsemi við Grundarbóndann. Jóh. ríður þangað í fyrrasumar með filistea úr borginni. Taka þeir hús á Jóni, gera hann dauðadrukkinn á svipstundu og eru í þann veginn að Iáta hann undirskrifa nokkurskonar afsalsbréf allra eigna sinna til handa Jóh. En Kristinn bónda grunaði, hvað var á seiði. Kemur hann þar og þrífur Jón með valdi úr höndum filiste- anna; fengu þeir eigi að gert, og eigi náðu þeir manninum á sitt vald aftur. Riðu þeir burt, en hugðu á hefndir. Á Stokka- sandi náðu þeir bónda einum, fyltu hann og höfðu af honum 1500 kr. með „lög- legum“samningum, áður en ölvíman rann af honum. Lagðist niaður sá í hjartveiki ogvar varla mönnum sinnandi, enda blasti hreppurinn einn við framundan. Hugðíst kona hans að mýkja Jóh. og bað hann að láta samninginn niður falla. Ekki þoldi Jóh. vel tár og grátbænir konunnar, því að bæði er maðurinn huglaus og sam- viskan, ef til vill, ekki alveg dauð. Fékk hann því skuldakröfuna í hendur filistea úr borginni og er hann nú að reyta síð- ustu fjaðrirnar af þessum varnarlausu óláns- manneskjum. Síðasta góðverk Jóh., sem spurst hefir um, er það að hann hnuplaði 1000 kr. af

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.