Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 12
68 SKINFAXI Um i'jórðung'íiskiftiu hafa blaðinu nú upp á síðkastið borist svo margar greinar, að engin tiltök eru að þær verði birtar fyrir sambandsþing. Mál- ið hefir og nú verið rætt frá báðum hliðum, svo að varla verður nýungum bætt við í bráð. En þar sem sérstaklega stendur á, verða birt öriítil brot. Þannig gerir Andrés Eyjólfsson í Síðumúla þessa at- hugasemd við grein P. Z. í 3. tbl Skin- faxa þ. á. „P. Z. hefir eftir mér, að eg hafi sagt að „aldrei mætti breyta því sem væri, nema vissa væri á öðru miklu betra í staðinn“. Þetta er rangfært. Eg hélt því fram, að varhugavert væri að vera sí- felt að breyla stjórnarfyrirkomulagi U. M. F., nema sjáanlega væri til hins betra. En svo væri eigi nú, því af ástæðunum, sem fram hafa verið færðar er eigi hægt að sjá, að hið nýja fyrirkomulag geti reynst eins vel og það sem nú er, og vel hefir reynst, og því óráð að breyta til.“ Pétur Eyvindsson í Grafarholti spyr: „Heldur P. Z. að félögin hafi meiri og betri kynningu hvert at öðru, og þau vinni meira saman, þegar búið er að sundra þeim og tvístra í mörg sjálfstæð héraðs- sambönd, og ef til vill kominn nábúakrit- ur á milli þeirra?“ Tóbaksbindindi. 40,000 kr. segir danskur þingmaður að börn í barnaskólum Km.hafnar eyði fyrir vindlinga árlega. Mætti verja því betur? Dýrir vindlar. Játvarður Englakonungur var nautna- maður mikill, meðal annars um tóbak. Skömmu fyrir dauða sinn fékk hann 500 vindla frá New-York, en þeir kostuðu 7000 kr. Georg syni hans voru gefnir 10,000 vindlar í krýningargjöt og kostaði hver þeirra 7 kr. Tóbak og eldsvoði. Mjög oft stafa stórbrunar af ógætilegri meðferð elds í fórum reykjenda. 16. jan. s. 1. kviknaði í fötum í fatageymsluklefa við leikhús í bæ nokkrum á Jótlandi. Ungur maður hafði stungið hálfreyktum vindi í frakkavasa sinn um leið og hann gekk inn í leikhúsið. Af tilviljun varð eldsins vart áður en hann magnaðist til muna. Keftóbaksnotkun hefir breiðst til muna út á síðari árum og eiga sumir skólarnir mikla sök á því. Fyrir 10 árum var neftóbaksnotkun að heita mátti útdauð i sveitum á N.landi, þar sem nú er fjöldi ungra manna með tóbaksnef og þykir pontan „fín“. Ög líkt mun vera í öðrum landshlutum. Þessi tegund tóbaksnautnar er mjög sjaldgæfer- lendis, og þykir þar óhæf með vel siðuð- um mönnum. Vekur það nú ekki alllitla undrun ferðamanna er þeir sjá ponturnar ganga mann frá manni, ekki síst þegar þeim er stungið i nasirnar og þær sogn- ar. Til Skaftfellinga. Sjálfsagt er flestum íslendingum kunn- ugt að Skaftafellssýslur eru einhver feg- urstu og veðursælustu héruð á landinu, þó að þau hinsvegar séu að sumu leyti erfiðust vegna hafnleysis, sandauðna og hættulegra jökulvatna. En við þessa kosti og annmarka hefir vaxið einhver lífvæn- legasta greinin á íslenska þjóðmeiðnum. Þar hefir málið geymst einna hreinast, þar er gamla íslenska gestrisnin enn í fornu gengi, þar hefir danska hjálendu- menningin aldrei náð föstum tökum; þar er fyrsti alþýðuskólinn (í Vík), sem fleygt hefir máli Dana fyrir borð, en valið ensku eingöngu fyrir hliðmál fólksins og þar er fýrsta heimilið á Islandi, sem lætur bæjar-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.