Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 13
SKINFAXI 69 lækinn lýsa bæinn, hita herbergin og sjóða matinn. Margt bendir til að Skaftfelling- ar geti haldið gömlum eiginleikum betur flestum öðrum löndum sínum, og samþýtt ])á með eðlilegum hætti nauðsynlegum framförum nútímans. I þessum bygðum hafa U. M. F. dafnað einkar vel, en gjalda þó, því miður í ýmsu samgönguleysisins og einangrunar. I því tilefni vildi ég beina nokkrum orðum til Skaftfellinga. Eins og nú er verða félögin í þessum sveitum mjög út undan, bæði með íþróttakenslu, fyrirlestra og þátttöku í fjórðungsþingum. Og þetta kemur afþví að sambandsstjórn og fjórðungsstjórnir eru of fjarlægar, ókunnugar, sitja skamma stund í völdum, og komast því aldrei í eiginlegt samband við þessi fjarlægu fé- lög. Stórum léttar væri þetta viðfangs, ef í Skaftafellssýslunum væru eitt eða tvö héradssambönd, líkt og U. M. S. B. Formenn í þeim samböndum gætu betur vitað, hvernig hagar til í hinum einstöku félögum, og því meir verið þeim til styrkt- ar, heldur en ókunnir menn í Rvík. Þessi smásambönd gætu valið, og ef til vill styrkt, efnilega menn til íþróttanáms í Rvík., og þeir siðan kent út frá sér heima. Þau gætu að vorinu haldið héraðamót, sem væri allsherjarskemtun nokkurra bygð- arlaga. Og héraðssambönd þessi stæðu betur við en félögin nú að koma á reglu- legum fyrirlestraferðum. Þetta er aðeins almenn bending til Skaftfellinga, en ef þeim sýnist hugmyndin til bóta, þá eru þeir sínum knútum kunnugastir að segja um, hve stór þessi sambönd ættu að vera. Þau geta mælavel samrýmst við þá fjórð- ungaskipun sem nú er. (Jtbreiðslan. Kaupendum Skinfaxa fjölgar nú mjög, svo að ef vel gjaldast tekjur blaðsins, lít- ur efnilega út með að hægt verði til lang- frama að láta^skilvísa kaupendur fá eina fræðibók á ári í kaupbæti, og það er tak- markið. Þær bækur verða ekki valdar af handahófi, heldur til að styðja að almennum borgaralegum þroska unga fólksins í land- inu.Náttúrlega er ekki gróðafyrirtækiaðgefa 3 kr. bók árlega með blaði sem kostar 2 kr.^íy En þó væri það vel hægt, ef hver maður í U. M. F. væri skilvís kaup- andi Skinfaxa. En í þessum efnum er nokkur misskilningur í hugum sumra fé- lagsmanna. Þeir vilja hafa ungmennafé- lagsblað, njóta hagnaðar þess, sem því fylgir, en losna við byrðina. Þessir menn fá eitt eða tvö eintök af Skinfaxa í hvert félag, og lesa blöðin upp á fundum. Ef það gerðu öll félög yrðu kaupendurnir líklega um eitt hundrað. Og sennilega fylgir þá deyfð og áhugaieysi í íleiri efnum svo dagar U. M. F. væru brátt taldir. Sem betur fer eru þessi félög fremur fá. En undarlegt þykir útgefendum blaðs- ins, að fá meiri stuðning frá mönnum ut~ an U. M. F. en innan þeirra. Heima og erlendis. Rafveita. Einhver mesta framförin hér á landi nú er aukin notkun rafmagns til ljósa, hit- unar, suðu og sem hreyfiafl. Raflýsing er nú í Hafnarfírði, Eskifirði, Seyðisfirði, Siglufirði, og eitthvað fleiri kauptúnum. Bildfell i Grafningi var fyrst raflýst allra sveitabæja, en í Þykkvabæ í Skaftafells- sýslu voru fyrst herbergi hituð og matur soðinn við rafmagn, nú í haust sem leið. I Reykjavík, Akureyri og mörgum öðrum stöðum mun stutt að bíða almennrar raf- magnsnotkanar, Eina hindrunin er að rafmagnstækin eru heldur dýr, en falla þó stöðugt í verði, en batna samt. Ef svo heldur áfram verða allflestir sveitabæir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.