Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 14
70 SKINFAXI bráðlega rafhitaðir og lýstir, Og það er stórmikil framför. Enginn getur sagt hve mikla nauð híbýlakuldinn gerir þjóðinni, einkum í sveitum, og þangað verða kolin tæplega flutt nokkurntíma. I öðru lagi verður þá steinhætt að brenna áburðinum, túnræktin vex og nýbýlum fjölgar. Afal- mennri notkun rafmagns í bæjum og sveitum mundi leiða fjölmargar menning- arbætur. Fjármál. Þrir merkir menn rituðu um fjármál íslendinga í Isafold nú í vetur. Sveinn Björnsson sagði: Við þurfum útlent fé til framfara í landinu. Við verðum að fá það frá stórþjóðunum og best er að fá bingað enskan eða franskan fjármála- mann til að þekkja okkur og opna heppi- 'legar fjárfangaleiðir. Guðm. Hannesson kvað mesta þörf á að fara gætilega, spara •og nota vel það fjárafl sem til er í land- inu. Garðar Gíslason sagði: Við höfum ilt orð á okkur fyrir prettvísi erlendis, hér um bil eins ilt orð og hægt er að hugsa sér. Við getum aldrei öðlast traust og trú annara þjóða, nema okkur fari fram í drengskap og heiðarleik. Allir þessir menn vildu vel, sögðu satt, komu hver með þá hlið, sem næst var lífareynslu þeirra. Við þurfum útlent fé. Það mun próf. G. H. viðurkenna (sbr. hina ágætu grein hans í Skírni um engja- rækt og nýbýli). Hinsvegar hefir versi- unarsiðgæði þjóðarinnar þótt allmikið á- bótavant, og kveður svo ramt að þvi, að sum þýsk verslunarhús neita að skifta við Island, sökum margendurtekinnar óreiðu. En þetta mein er svo djúpt að enginn mun enn þykjast fær um að benda á ör- ugg ráð. Nú tökum við lán okkar hjá Dönum, íif því enginn annar vill lána okkur. Við •erum þeim skuldugir um nokkrar miljónir. Þett.a má ekki svo til ganga. Við fáum |jar of lítið fé, og of dýrt. Danir fá það frá Frökkum og taka allhátt milliliðsgjald. En einn útlendur fjármálamaður getur ekki breytt áliti annara þjóða að mun. Við þurfum að útbreiða sanna þekkingu meðal stórþjóðanna um land okkar, gæði þess og framtíðarvegi. Japanar gera það hið sama um sitt land. Þeir gefa út stórt tímarit á ensku, þrefalt stærra en Skírni, um Japan og allar ástæður landsins. Slíkt er okkur ofvaxið. En við ættum að stofna sérstakt embætti fyrir mann, sem skrifaði um ísland í ensk og frönsk tíma- rit. Annaðhvort verðum við að ala upp til þess mann, sem lærði i enskum og frönskum háskólum, eða við fengjum ein- hvern af frönsku háskólakennurunum, sem dvelja hér um stund, þekkja okkur og kunna mál okkar til hlítar. Og svo vel vill til, að heita má að báðir þeir menn sem hér hafa verið séu jafnvígir á ensku ogfrönsku. Ef hagstofan, Bún.fél. ogein- stakir menn gæfu slikum manni nauðsyn- legar upplýsingar, mundu greinar hans geta gert okkur ómetanlegt gagn. Þlngmaður um nýbýll. Hr. Sk. Th. hefir bæði á þingi i sumar og nú í blaði sínu, Þjóðviljanum, vakið máls á nýbýlamálinu, og á hann þakkir skilið fyrir. Vill hann með löggjöf tryggja sem hest rétt leiguliða gagnvart landsdrotni, og að öll ábúðverði lífstíðarábúð. Ennfrem- ur að reisa megi nýbýli, þar sem land- kostir leyfa og stofnuð verði sérstök láns- stofnun til að lána landnemunum fé með afarlöngum gjaldfresti til að rækta og byggja jarðirnar. Því miður á mál þetta enn langt í land, bæði af þvi, að bændur eiga bágt með að skilja hugmyndina, og þá ekki síður af því, að fé fæst ekki nú um sinn. Borgifl Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.