Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 8
64 SKTNFAXI. íslenskur smíðisgripur. Myndin, sem Skinfaxi flytur nú, er af skáp, mjög haglega gerðum. Er hann útskorinn úr tré og einn hinna allra feg- urstu íslenskra smíðisgripa. . Framhlið skápsins er aðalsmíðin, eins og sést á myndinni, og er hún öll skorin rósum og myndum, bæðieðlilegra hluta og undradýra. Alt er pað haglega sam- anofið, svo að unun er á að líta. All- ir hljóta að sjá, að mjög mikinn hag- leik, listfengi ogvandvirkni parf til að leysa slika vinnu af hendi, ekki síst í landi, par sem ná- lega engir gripir eru til fyrirmyndar. Skápurinn er úr rauð- viði (Mag- hogni) nema hurðin; hún er úr perutré, gul á lit. Á hana miðja eru skornar rósir, sem eru að springa út. Skápurinn var seldur litlu eftir að hann var smíðaður fyrir 500 kr. og síðan gef- in í gullbrúðkaupsgjöf Andrési gamla Fjeld- sted í Ferjukoti í Borgarfirði, og konu hans. Börn þeirra gáfu hann. Er pað vel farið að slíkir hlutir lendi í góðra manna höndum og flytjist ekki brott af landinu. Maðurinn, sem skápinn smíðaði, heitir Gunnlaugur Pétur Blöndal, sonur Björns Blöndals Iækns á Hvammstanga. Er hann fæddur á Sjávarlandi í Þistilfirði í Norð- urþingeyjar- sýslu 27. á- gúst árið 1893. Vorið 1909 kom liann lil Reykjavíkur og réðst þá námssveinn til Stefáns Eiríkssonar myndskurðar meistara. Stundaði hann síðan myndskurð og dráttlist í 4ármeðmik- illi kostgæfni og lauk námi sínu síðastl. vor. Er skáp- urinn full- numasmíði hans. Uppdráttur- inn af skápn- um, sem Gunnlaugur hafði gert frumlegan og smíðin sjálf var dæmd „með afbrigdumu af nefnd þeirri, er um smiðina dæmdi. Gunnlaugur hefir nú stundað nám við dráttlistarskólann í Kaupmannahöfn 1 vet- ur og vinnur þar einnig að tréskurði. Gunnlaugur er ungmennafélagi og hef- ir verið það um mörg^ár, og mun það

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.