Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 3
SKINFAXI. 59 uðstað. Efnið höfum við, og vinnuaflið meira en nóg. Ekkert vantar, nema fram- kvæmdina, og er vonandi, að hennar verði ekki langt að bíða. Helmilis- Heimilisiðnaðurinn er fjórði veg- iðnaður. virinn. Við kaupum frá útlönd- um margskonar varning, sem gera má, á- haldalítið, i heimahúsum. Hér í Reykja- vík og víðast við sjó keyrir iðjuleysið á vetrum fram úr hófi. Menn kunna ekki að vinna heima, þykir minkunn að því og kjósa heldur að eyða vetrardögunum við spilaborðið, með vindil eða tóbaksdós- ir milli fingranna. En þessir gallar batna ekki, nema með gagngerðri breytingu á uþpeldinu, og verður ekki farið út í það um sinn. Seinast er vikið að því sem þó er merk- ast, að gera svo lífvænlegt i sveitunum, að þaðan þurfi enginn að hrekjast nauð- ugur. Til þess þurfa nýbýli, hvort sem þau byggjast fremur á engja- eða túnarækt. Um leið og fæst fé með hæfilegum kjör- um til ræktunar, mun fólk nema land að nýju. En peningarnir koma ekki fyrir- hafnarlaust. Unga kynslóðin þarf að að skilja að líf hennar liggur, við að hér sé ráðið fram úr og vel ráðið. Bæði bæjamenn óg sveitafólk eiga óleyst eða hálfleyst mörg félagsmál, sem helst til lít- ill gaumur er gefinn. Ágallar. Ágirndin er talin rót alls ills, en ætli óreiðan sé nokkru betri, a. m. k. hefir hún orðið afkastameiri hér hjá okkur. Enginn ágalli mun nú almennari, og af ongum þeirra mun stafa annar eins voði, og einmitt af óreiðunni í öllum hennar myndum. Háir og lágir falla fyrir henni, trúnaðarmenn almennings um fjármuni hver um annan þveran, og þeir munu orðnir i minnihluta í landinu, sem hún hefir ekki að einhverju leyti náð á sitt vald. Og i þann algleyming er hún komin á sumum sviðum, að almenningsálitið er hætt að áfella hana þar — hætt að veita henni eftirlekt. Þó er engu líkara en að hún fari sífelt í vöxt. Svona hefir þetta ekki verið. Sú var tíðin, að allir þorðu að eiga hjá íslendingum, og allir vildu skifta við þá, t. d. námsmenn við Hafnar- háskóla. En hvernig er það nú? Og naumast er hún góðs eins viti þessi si- vaxandi þörf á fleiri og fleiri löglærðunl „rukkurum"; háskólarnir hafa ekki undan að klekja þeim út, og affalla lítið „setja þeir sig niður“ til þess að vera milligöngu- menn á milli þeirra sem svíkja, og hinna sem sviknir eru. En hvaðan er þá komin þessi andstæða allrar sómamensku, þessi ófögnuður, óreið- an og sviksemin? Er hún komin af því, að menn sjái ekki að sviksemi er áþekk þjófnaði, að þótt hún Iagalega sé ósaknæmari, þá er hún þeim mun skaðlegri í afleiðingum? Enginn byggir á því fé, sem stolið hefir verið frá honum, enginn ræðst í fyrirtæki með það í bakhöndinni, enginn útvegar sér lán með þeim ásetningi, að endurgreiða með stuldinum. En þetta gera menn alt með voninni í skilvísi náungans, og er þá augljóst, hvort skaðlegra er í afleiðingum, þjófnaðurinn eða sviksemin. Eða er húnkomin af allsherjar- siðferðislegri úrkynjun? Ekki held eg það, þótt ekki séu þeir þar sterkir á svellinu, sem fyrir henni falla. Vonandi stendur þetta hjá fjöldan- um ekki dýpra en hver önnur ill tíska. Og sé hún einu fremur öðru að kenna, mundu þá ekki blöðin eiga drýgstan þátt- inn? Ekki fyrir það, hve sjaldan þau ympra á þessum ágalla, heldur fyrir hitt, að það eru þau, seni fyrst munu hafa komið almenningi á að svíkja sig. Þaðan hefir þetta svo breiðst út smátt og smátt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.