Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 2
34 SKINFAXI og fiskiframleiðslan, svo að miklu nemur. Þetta sýnir að fiskiflotinn stækkar, þó að eigendunum fækki. Stórefnamenn einir eða slungnir braskarar, eru að verða drotn- ar hafsins við ísland. Fiskimennirnir verða að sætta sig við að vera þjónar annara íyrir fremur lágt kaup, sem sjaldan gerir betur en að íleyta meðal heimili. Um gróða og viðreisn er varla að tala. Þó að fiskur hækki í verði, kemur það að minsta leyti fram á kaupi sjómannanna. En hins vegar verða þeir varir verðhækk- hækkunar á útlendum og innlendum iand- afurðum, sem þeir hljóta að kaupa. Þá er ótalin sá ljóður á sjómenskunni, hve mannfrek hún er. Sjórinn við Isiand leggur á hverju ári þyngri mannfórn á þjóðina, heldur en grimm styrjaldarár á aðrar þjóðir. Ög sem betur fer koma þau ófriðarór sjaldan en sjórinn er alt af sam- ur við sig. Ennfremur er oftast óglæsilegt líf fátæklingsins í bæjunum: léleg húsa- kynni, þrengsli, ófrelsi og margskonar ó- hollusta. Og litlar líkur eru til, að kjör- um fiskimaúna verði breytt til batnaðar. Að minsta kosti virðast ástæðurnar óálit- legar í stórum og gömlum fiskimanna- borgum, t. d. Grimsby og Hull og skortir þar þó eigi auð hjá útgerðarmönnunum. Nú fjölgar fólkinu árlega á Islandi svo að miklu nemur. Mér dettur í hug eitt heimili á Norðurlandi, þar sem eru nýdáin gömul hjón, er þar bjuggu lengi. Þau komu upp sjö börnum, sem öll eru miðaldra, gift og búsett í sveit foreldr- anna. Eitt býr á ættaróðalinu. Hin urðu að fara burtu, en voru svo heppin þá, að geta fengið góðar jarðir keyptar eða leigð- ar. Þessi sjö systkyni eiga nú alls um 40 börn, sem eru komin á fullorðinsár og mjög mannvænleg. Enginn vafi er á því, að þau vilja vera kyr í átthögunum. Það vilja nú allir, sem þess eiga úrkost. En að foreldrunum látnum erfa þau ekki nema sjö jarðir, og alstaðar maður í hverju Þeir sem ekki komast fyrir. rúmi á jörðunum í kring. Þá eru 33 af frændsystkinunum eftir vegalaus. Setjum að önnur sjö fái jarðir með giftingum. Þá eru eftir 26. Fyrir þeim er um þrent að að gera: Að ganga í vinnumensku heima í sveitinni, reisa sér nýbýli, og skapa sér heimili, eða að hrekjast hurtu til Ameríku eða í sjóþorpin. Reyndar má segja, að enn sé ekki svo langt gengið, að jarðir séu ófáanlegar. En þannig verður ástandið sýnilega eftir fá ár og er nú þegar orðið tilfinnanlegt. Eina undantekningin, nú sem stendur, eru nokk- ur héruð í nánd við Rvík, þar sem óáran hefir sorfið fast að mönnum hin síðustu ár. En það hlýlur að lagast bráðlega með ýmsum verklegum framförum t. d. súrhevsverkun, bættum samgöngum o. fl. Þá er að snúa aftur að hinu fyrra dæmi. Hvað eiga þessir 26 ungu menu og ungu konur, sem sjö jarðir hafa fætt á æskuárunum, en rúma nú ekki lengur, að taka sér fyrir hendur? Vinnu- mensku og lausamensku vill fólk ekki til Iengdar. Fyrir gift fólk, sem á börn, er vinnumenskan lítt þolanleg, bæði af því, að hún er ekki nógu vel borguð, og í öðru lagi af því, að foreldrar og börn geta þá ekki haft heimili út af fyrir sig. Reynsl- an sýnir líka, að vinnufólksstaðan hugnast ekki unga fólkinu. Búskapurinn færist meir og meir í það horf, að á hverju heimili er fátt fólk, nema foreldrarnir og óuppkomnu börnin. Unga fólkið leitar burtu, nema sá eða sú, sem jörðina á að erfa. En það fer burt með hryggumhuga, flest alt Það mundi hvergi fara ef nokk- ur væri kostur að fá ræktanlegt land heima. Leiðin liggur að sjónum; í dag- launavinnu í kauptúnunum, á skúturnar, vélbátana og togarana. Sjávarútvegurinn færir út kvíarnar; hann tekur á móti land- flóttamönnum sveitarinnar enn um stund og gerir þá að framtíðarlausum öreigalýð. En þar er þó lífsvon í bráð. Og þar getur fólkið átt heimili, sem eigi var unt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.