Skinfaxi - 01.04.1915, Síða 4
3f>
SKINFAXI
áveitur gætu gert stórefnaða, eru hirðu-
lausir um að hrinda þeim málum á-
leiðis. Áveiturnar hafa annan kost. Þær
auka áburðinn, sem annars skortir svo
mjög. Sú aukning mundi leiða til að rækt-
uð yrðu holt og hlíðar sem liggja að á-
veitusvæðunum. Þar mundu skapast nýir
möguleikar fyrir komandi kynslóðir.
En þetta er ekki nóg. Víða
Tuiirð^kt
Laudskiftiug. má ^era smááveiturtilmik-
illa hagsmuna. Þannigstífla
Mývetningar nú í vor Laxá við npptökin,
og láta Mývatn flæða yfir víðáttumikil
engjaflæmi, sem verða að ágætu ræktar-
Iandi. Með því opnast lífsvegur mörgu
fólki þar í sveit, sem áður var landlaust.
Þá er enn ótalin túnrœktin. Að vísu er
hún seintækari og dýrari að jafnaði held-
ur en áveitur, en borgar sig þó prýðilega,
er til lengdar lætur. Og annaðhvort verð-
ur meginhluti dalanna alt af óræktaður,
eða því landi verður breytt í tún. Þar
bíða bújarðir handa sonum ogdætrum21.
aldarinnar.
Túnrækt á nýbýlum í þurlendu héruð-
unum má hugsa sér þannig: Tvö til þrjú
systkyni eru uppkomin í föðurgarði. Ekk-
ert þeirra vill fara burtu en ekki getur
nema eitt búið á jörðinni, með gamla bú-
skaparlaginu. Þau eiga bæði eða öll að
erfa jörðina, að látnum foreldrunum. Þau
ákveða nú að skifta jörðinni jafnt á milli
sin, og bæta hana svo, að þau eigi þar
öll lífvænt; þau fá nokkur arf í lausafé og
eiga ef til vill dálitla séreign. Þessu verja
þau, sem ekki eiga að búa í gamla bæn-
um, til að reisa nýja bæi á góðum slöð-
um í landeigninni. Stundum mætti gera
byggingarnar á mörgum árum, áður en
þær skyldi nota, og reisa þær að miklu
með tómstundavinnu. Fyrstu árin hefðu
landnemarnir jöfn not af heimatúninu eins
og sá, er það ætti að hafa til frambúðar.
Það létti undir með túnræktina á nýbýl-
unum. Siðan væri Iandinu skift til fulls
milli erfingjanna og garður látinn sætla
granna.
Þessu ráði mætti víða koma
Fjármagn. þar gem systkini eiga
góða jörð og nokkurt lausafé. Það er
rænuleysi og ódugnaði að kenna, að það
hefir ekki verið reynt. En víðast hvar
vantar fé með góðum kjörum. Og þetta
fé verður að fást. Nú er handbæru fé
helstu lánstofnana landsins varið í togara.
Þetta ár er verið að byggja fimm, en þeir
liggja hálfgerðir á Þýskalaudi. I þessi skip
fer ein miljón króna. Á þeim geta feng-
ið vinnu um 100 hásetar. Vafalaust hefðu
fengist nógir ungir menn til að verja þessu
fé í túnrækt og nýbýlagerð. Og með því
að ætla engum landnema meira en 3000
kr. þá hefði hin sama fjárupphæð skap-
að yfir 300 sveitaheimili. Litíum getum
þarf um það að leiða, hvort hollara yrði
þjóðinni.
Gömlu mennirnir brosa vitanlega að
þessari ráðagerð. Þeir benda á, að jarð-
irnar beri ekki meira en nú, þó að þeim
verði þrískift eða fjórskift. Vafasamt er
þetta. Halda menn að Ólafsdalur beri
ekki meiri áhöfn nú, með 700 hesta túni,
heldur en þegar Torfi tók við jörðinni?
Er sama hvort ræktaðar eru 10 eða 40
dagsláttur af landi? Sennilega ekki.
Þó er annað sem meira mun-
ar um. Nú er engin íslenslc
varningur. , °
sveitavara í viounanlegu verði
á erlenda vísu. Af hverju? Fyrir verk-
lega fákunnáttu og óhæfar samgöngur. Ur
hvortveggju má bæta. Islensk ull er oft
svo illa hirt, að hún er landinu til stór-
minkunar, hvar sem hún fer, stundum
svikin af ásettu ráði. Kjötið er gert óhæft
fyrir góðan markað erlendis með að salta
það, í stað þess að flytja það kælt til Eng-
lands, þar sem það gæti selst hálfu hærra
verði en saltkjöt i Danmörku. Og alt
íslenskt ket, sem út er flult, mundi ekki
endast Bretanum, nema hálfan annan dag,