Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 14
46 SKINFAXI. hug hafði hann á að fara viðar um lönd, einkum um Þýskaland og Bandaríkin til að kynna sér iðn sína enn betur. En hann brast fé lil þess. Ekkert er meira óhapp fyrir landið, en að styrkja ekki rækilega unga og reglusama menn, sem sýna að þeir eru færir til að verða brautryðjendur Það var raunalegt óhapp að Páll heitinn Briem, hinn eini valdsmaður í landinu, sem í þeim efnum var óralangt á undan sinni samtíð, skyldi falla frá svo ungur. Jóhann býr nú í Rvík á vetrum, gerir uppdrætti að sveitabýlum, gefur ráð og leiðbeiningar um byggingar, en ferðast um á sumrin og vinnur að steinhúsum, nokkr- um á ári. Það er allra hluta vegna rétt fyrir menn sem ætla að byggja vönduð steinsteypuhús í sveit, að ráðfæra sig við Jóhann, munnlega eða skriflega. Þá mun ekki iðra þess. Félagsmál. Eriudi það sem Skinfaxi ílytur nú frá fj.stjóra Vestfirðinga, Birni Guðmundssyni, var upp- haflega umburðarbréf, er hann sendi fé- lögunum vestfirsku. Ný söugbök. Fyrir nokkrum árum kom til orða, að gefin yrði út Söngbók handa U. M. F. En þegar til kom höfðu þeir Eiðabræður, Benedikt og Halldór undirbúið svipaða bók svo að sambandsstjórnin hætti við út- gáfuna til að vekja ekki óþarfa samkepni. Nú er söngbók þeirra bræðra uppseld, og verður gefm út þetta ár. Svo er til ætlast að U. M. F. fái þá bók með nokkrum afslætti. Þjóðfélag'sfræðin er nú fullprentuð, 10 arkir, þéttprentað- ar, í sama broti og Skógræktarritið. Rvík- ingar og nærsveitamenn geta vitjað bók- arinnar á afgreiðsluna. En útsölumenn eru beðnir að braða sér að senda afgreiðsl- unni lista yfir nöfn þeirra kaupenda, sem skuldlausir voru um áramótin síðustu. Fjérðungaskiftin ná ekki fram að ganga þetta ár. Vant- aði fáein atkvæði til að skiftamenn hefðu hinn ákveðna meiri hluta, þ. e. 3/5 at- kvæða. Sambandsstjórnin gerir félögum þeim, sem hlut eiga að máli, nánari grein fyrir úrslitunum. Kaupbætir Skinfaxa 1915. Allir kaupendur sem verða skuldlausir við Skinfaxa 1. júlí 1915 fá í kaupbæti bók eftir góðan og áhugasaman félags- bróður. Sú bók mun ekki þurfa að bíða eftir neinni konungsundirskrift, eins og Þjóðfél.fræðin, sein var háð stjórnarskránni. Hún verður til um hjúadag í vor. Greinar um íþróttir mun Skinfaxi flytja nú um stund. og hafa margir af helstu íþrótta- mönnum landsins lofað liðsinni. I þessu blaði byrjar mjög fróðleg grein eftir Ólaf Sveinsson, besta mann okkar í spjót- kasti. Enskubálkuriun. Eins og vænta mátti berast ritstjóran- um þakkir og ofam'gjafir jöfnum höndum fyrir þá tilbreytni. Tilgangurinn er sá, að minna menn á, að enska sé best fallin til að veia hliðmál Islendinga. Að því leyti er um nokkurskonar auglýsing að ræða. Fyrirþá sem kunna ensku eru helst valin brot úr fallegum kvæðum. Og svo að þeir sem ekki skilja enskuua, fái eitthvað gott líka, þá eru valin þau kvæðabrot sem til eru í ágætum þýðingum. Það vekur Iotn- ingu fyrir yfirburðum og snild góðskáld- anna okkar, að bera þýðingar þeirra sam- an við erlendu frumritin. Þeir sem það gera að vana sínum eru ekki líklegir til að telja eftir skáldstyrk. Sumir kvarta um að þýðingarnar séu ekki nógu nákvæmar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.