Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Síða 13

Skinfaxi - 01.04.1915, Síða 13
SKINFAXI. 45 slíkum ósiðum, ef þeir hafa f'á. Eigi má heldur neyta mikið sætinda; best að láta það einnig vera. [FramhJ. Bókafregn. L'óg- íslauds. Einar Arnórsson er byrjaður að safna öll- um gildandi lögum landsins. Kemur bókin í heftum og kostar að líkindum 10—12 kr. öll. Þetta verður nauðsynleg handbók á hverju heimili, því að varla er til sá mað- ur, að hann þurfi ekki oft á ári að vita um eitthvert atriði, hvort það er lögum samkvæmt eða ekki. Lög Islands ættu oft að geta jafnað ágreining dómaralaust, Einar Gunnarsson ritstj. gefur út þessa bók. Henryk Sienkiemicz: Yitrun. Árni Jóhanns- son þýddi. Úlg. Sig Kristjílnsson. Yerð ikr. Pólverjinn höf. þessarar bókar er heims- frægt skáld, einkum fyrir söguna: Hvert ætlar þú? sem gefin hefir verið út á ís- lensku. Vitrun lýsir lífinu í Rómaborg í byrjun keisara-aldarinnar: Glæsilegu formi, æstum nautnum, en hið innra tóm- leik og hrörnun. Rómverjinn er þar sjúklingurinn, sem kristna trúin læknar. Sagan er viturleg og göfugleg, einstaklega falleg smámynd með hreinum, einföldum dráttum. Þýðingin hefir tekist mætavel, og útgáf- an öll hin vandaðasta. Frá félagsmönnum. Gnðm. Kr. Guömundsson er nú kominn norður til að halda í- þróttanámsskeiðið á Breiðumýri. Et' til vill kennir hann íþróttir á Akureyri um leið, ef tími vinsl til. Stgurður Gíslason íþróttakennari hefir lent í fátíðum sjó- hrakningum. Hann er háseli á vélbát í Sandgerði í vetur. Einn dag í útmánuðum voru þeir félagar staddir út á djúpmiði, sunnan og vestan við Reykjanes. Þá bilar vélin og fá þeir eigi að gert. Þeir vilja þá grípa til seglsins en það var gamalt og eigi heilt sem skyldi og rifnaði undir- eins sundur. Vindur hvass stóð af landi. Rak nú bátinn í suðvestur, en þeir höml- uðu sem mest þeir máttu til að verjast því að rekast suður í höf. Eigandi báts- ins fékk til tvö gufuskip i leilina og fann annað þeirra bátinn 50 sjómílur undan landi. Mönnunum leið vel og skorti þá hvorki mat eða vatn. Voru þeir alráðn- ir í að berjast til þrautar, höfðu gert við seglið að nokkru og ætluðu að reyna að sigla í austurátt, ef ske kynni, að þeir yrðu á skipaleið. Þvi ler ver að sjaldan greiðist jafn vel úr vandanum, þegar sjó- slys ber að höndum hér við land eins og raun varð á í þetta sinn. Björn Jnkobsson leikfimiskennari hefir óvenjumarga flokka i vetur. Ein sýnileg breyting er það, íþrótt- unum í vil, að allmargir eldri menn, eink- um menn er fást við skrifstörf allan dag- inn, hafa tekið upp fimleika, tvisvar í viku, hjá Birni. Fer nú íþróttunum í höfuð- staðnum helst að verða mein að húsleysi, og er vonandi að úr því rætist, áður langt líður. Jóhann Kristjáusson húsgerðarfræðingur er einn þeirra mætu ungu manna, sem flutt hafa gagnlega reynslu frá útlöndum, heim lil gamla landsins, og útbreitt hana þai’. Jóhann er ættaður af Árskógsströnd við Eyjafjörð. Hann sá og skildi, að hér var að renna upp ný öld með steypubyggingunum, og að líf lá við fyrir þjóðina, að stiga rétt fyrstu sporin. Hann kynti sér því vandlega húsagerðarlist Norðmanna og einkum alt sem laut að steinsteypu. Dvaldi hann við þetta árum saman og vann vel. Mikinu

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.