Skinfaxi - 01.04.1915, Síða 11
SKINFAXl
43
ára; liafa leikfimi eða einhverjar Iéttar æf-
ingar þangað til.
Annað sem íþróttam. þarf að fá vissu
um er, hvaða iþrótt hann muni vera best
skapaður fyrir. Á því liggur ekki eins mikið
og hinu, enda getur hann ekki fengið hana
nema með reynslunni og eftirtekt; hvern-
ig hann er í þessari eða hinni íþrótt, borið
saman við leikbræður sína. Þessvegna
verður hann að læra og æfa flestallar
íþróttirnar; tekur hann svo þá íþrótt sem
hann er bestur í, sem aíat-íþrótt, ef hon-
um Iist. Hinar íþróttirnar æfir bann jafn-
framt; margar af þeim hjálpa til að gera
hann betri i aðal-iþróttagreininni. Enginn
má skilja þetta, sem hvatning til einhliða-
æfingar (Specializing); við henrii verður
seint nægilega amast. — Það er annars
mjög mikill misskilningur og almennur,
jafnvel meðal íþróttamanna, að álíta, að
til þess að verða mjög góður í einhverri
íþrótt þurfi að æfa hana eingöngu. Mörg
dæmi eru til frá síðustu „Olympisku leikj-
um“ er sanna það að þetta er misskiln-
ingur; skal eg nefna hér tvö:
Ameríkumennirnir H. S. Babcock, sem
náði I. verðlaunum í stangarstökki — stökk
3,95 stiku — og A. L. Gutterson sem
einnig náði I. verðl., í langstökki með at-
rennu — stökk 7,60 stiku — tóku báðir
þátt i „tug-raun“ (Dekathlon). Eigi mundu
þeir hafa gefið sig fram, ef óæfðir hefðu
verið nema í aðal-íþrótt sinni. Sýnir þetta
greinilega að maður getur verið mjög góð-
ur i einstökum íþróttum, þótt æfðar sé fleiri.
Svo er önnur hlið íþróttanna, sem gefa
verður eigi síður gaum. Það er til hvers
menn eiga aðallega að æfa þær. Menn
eiga að æfa þær þannig, að þær verði til
sem mests gagns fyrir líkama og sál, og
einnig á að æfa þær þannig, að menn hafi
sem mesta ánægju af þeim. Hitt er auka-
atriði, hvað einstaklingurinn verður góður
í einstökum íþróttum. — Þessu takmarki
iþrótta-æfinganna verður ekki náð með ein-
hliða æfing.
Þegar æft er undir einhver mikilvæg
íþróttamót, eru lífsreglurnar margar og
strangar, en ómögulegt er að taka þær
allar fram hér; til þess þyrfti stóra bók.
Enda er þeim þá hagað mikið eftir ein-
staklingnum, þvi „eitur annars er matur
hins“. Þessar eru helstu lífsreglurnar, og
eiga þær við ílesta menn:
Svcfn: Flestir iþróttamenn þurfa að
sofa 8—9 klst. á hverri nóttu. Eigi má
ganga til hvílu siðar en kl. 10—ÍO1/^.
Gamalt máltæki segir, að einnar stundar
svefn fyrir miðnætti, sé betri en tveggja
stunda eftir þann tíma. Best er að sofa
altaf á hægri hliðinni, með þvi fæst betri
hvíld, einkum fyrir hjartað. Reyna verður
að anda altaf um nefið. Aldrei ætti mað-
ur sem er að æfa sig, að fá sér „hádegis-
lúr“; það kemur oft óreglu á nætursvefn-
inn. Enda þarfnast heilbrigður maður, sem
sefur réttan tíma á nóttunni, þess ekki.
Ef hann, þrátt fyrir þetta, syfjar um miðj-
an daginn, er það oftast af því hann hefir
æft sig of mikið, eða etið of mikið. Svefn-
meðul má aldrei nota nema með læknis
ráði.
Matur: Aðalreglan viðvíkjandi matnurn
er þessi: Borðaðu hvorki of mikið eða
of lítið; borðaðu þangað til þú ert mettur,
en aldrei svo mikið að þú „standir á blístri".
Óhætt er þér að borða allan algengan mat
sem notaður er hér á landi, svo framar-
lega, sem þér verður gott af honum. Best-
ar eru þessar matartegundir: Kjöt alls-
konar, þó ekki nijög feitt eða mjög krydd-
að, nýr fiskur, kartöílur, egg eru ágæt,
hvort heldur steikt eða soðin eða í öðrum
mat, ávextir eru einnig góðir, mjólk og
skyr hlýtur að vera hollur matur jafnt
íþróttamönnum sem öðrum, þó eigi sé neitt
um þær fæðutegundir í erlendum íþrótta-
bókum, brauð alt, þó ekki glænýtt eða
mjög lint. Maturinn má eigi vera mjög
kryddaður. Etið skal hægt, og maturinn
tugginn vandlega.
Æiingamar: Æfingatíminn ætti aldrei