Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 8
40 SKINFAXI Heima og erlendis. Húsgerðarlist. Á Islandi hafa verið reist hús jafnlengi og menn hafa búið hér, en þó er ekki hægt að segja að húsgerðarlistin íslenska sé nema fárra ára. Hún hefst, þegar ein- stakir menn fara að finna til, að hús geta verið meir en til skjóls, að þau geta líka verið til prýðis. Engin mannaverk eru yndislegri en margar af hinum óteljandi gotnesku kirkjum, sem miðaldamenn reistu hvarvetna í Evrópu vestan- og sunnan- veiðri. Þær eru skínandi listaverk, eins og Gunnarshólmi eða Passíusálmarnir. Hjá okkur vantaði steininn, og listin braust fram i stuðlum. Nú er þetta að breytast. Á hverju ári bætir Rögnvaldur húsgerðar- meistari við nýjum og smekklegum bygging- um, og það þó að altaf þurfi að spara. Pósthúsið í Rvík og kirkjan í Hafnarfirði eru veruleg bæjaprýði. Einstakir menn, sem efna til dýrra steinbygginga, ætiu meir en gert hefir verið að leita sér að- stoðar byggingafróðra manna. Þó að uppdrátturinn sé dálitið dýr, þá marg- ENSKUBÁLKUR. The Slave’s Dream. Beside the ungathered rice he Iay, His sickle in his hand; His breast was bare, his matted hair Was buried in the sand. Again, in the mist and shadow af sleep, he saw his Native Land. Wide through the landscape of his dreams The lordly Niger flowed; Beneath the palm-trees on the plain Once more a king he strode; And heard the tinkling cai'avans Descend the mountain road. He sow once more his dark-eyed queen Among her children stand; They clasped his neck, they kissed his cheeks. They held him by the hand! — A tear burst from the sleeper’s lids And fell into the sand. He did not feel the driver’s whip Nor the burning heat of day; For death had illumined the Land of Sleep, And his lifeless body Iay A worn-out fetter, that the soul Had broken and thrown away. Longféllow. Draumur þrcelsins (brot). Með sigð í Iiönd hann hniginn lá við heitan sólarbrand, með opið brjóst og úfið hár, sem alt var fult með sand, en gegnum höfgan svima svefn hann sá sitt föðurland. Um þvert hið dýra draumsins land hin djúpa Niger fló, um pálmalund sem lofðung enn hann leið á hvítum jó; í fjöllunum heyrði hann hringl í lestr sem heitan sandveg smó. Þar stóð hans drotning blið á brá og barna þeirra krans, Þau flugu á hann með kæti og klapp og kystu andlit hans, — þá hrukku tár á heitan sand af hvarmi sofandans. Hann fann ei svíða svipuhögg né sólarlogans hrand, því dauðinn lýsti landið hans og lágt við heitan sand menn horfðu á, hvar laus hann lá við lífs og þrældómsband! Matth. Jochumsson þýddi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.