Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 5
SKfNFAXI 37 jjótt þangað flyttist það alt. Svo mikið íœr hann af kældu og frystu keti víðsveg- ar að, nema frá Islandi. I smjörgerð eru íslendingar lengst komnir og skortir þar helst samgöngur. Ostagerð var hér lílil og ófullkomin, fyr en Jón Guðmunds- son náði þekkingunni frá Frökkum. Gerir hann nú osta, sem kosta á þriðju krónu hvert kg. Með þekkingunni tekst honum að margfalda verð vörunnar. I Paris er mjög notað niðursoðið skyr og er af- ar dýrt. En hér kann enginn að búa það til, né koma því á markaðinn. Hve mik- ið mætti hér græða með að sjóða niður kjöt og senda til útlanda, er enn óreynt og ósannað. En að minsta kosti ætti ekki að ílytja þá vöru inn í landið. Ef til vill sjá nú sumir, sem hamast á móti land- námi og ræktun, að þessi skoðun á þó nokkrar málsbætur. Litlu býlin eiga að geta þrifist ágætlega, ef unga fólkið vill losa sig við átthagagorgeirinn og læra af öðrum, læra af þeim sem verkin kunna, til að geta staðist í lífsins baráttunni. Ef til vill sannfærast menn líka um, að bók- vitið sé ekki alveg eins fyrirlillegt, ogþeir 3áta, sem tala um „starfslýð Islands". Þess vegna verður að vinna þannig, að þjóðin verði móttækileg fyrir lífvænlegar andleg- ar hreyíingar. Sjávarútveg- urinn og þorpin hafa verið bygð upp án fyrirhyggju og framsýni. Nú er mál að straumurinn breyti um stefnu, leggist inn í sveit. Þangað þarf peninga- straumurinn að leita. Það þarf að hverfa frjóu vötnunum úr gömlu farvegunum yfir ræktanlegu sléttlendin. Þar þarfaðrækta tún og reisa bæi yfir fólkið. En þaðan þarf að senda menn til að sækja vit og reynslu suður, austur og vestur í heim. Islenska þjóðin þarf fyrst og fremst að vera landbúnaðarþjóð, þar sem rúm sé fyrir hvern þann, sem vill rækta og ryðja auðnina, uns alt er numið og grasi gróið, sem ræktanlegt má heita. Þá fyrst geta Straumlivörf. þeir flutt til Ameríku sem ekki komast fyrir. Til U. F. M. Heiðruðu, kæru félagsbræður og systur! Á fjórðungsþinginu sem haldið var á ísafirði i aprílmán. síðastl. var eg aftur kosinn til þess að skipa forsæti fjórðungs- ins þetta yfirstandandi ár; tók eg þeirri kosningu vegna þess, að mér hafði fallið vel samstarf ykkar og annara félaga fjórð- ungsins undanfarið starfsár, og með von um, að svo mundi verða eftirleiðis. Nokk- uð hlé hefir nú verið á starfsemi okkar vegna sumarannanna, en nú i byrjun vetr- arins, — aðalstarfstíma okkar — langar mig til þess að senda ykkur nokkrar línur. Eg býst ekki við að geta hreyft við öllu, sem starfsemi okkar hneigist að, —afþví „Það er svo margt, ef að er gáð, sem um er þörf að ræða“. Eg hefi þráfaldlega veitt þvi eftirtekt, að okkur mönnunum hættir svo mjög við því, að athuga að eins yíirborðið, en gera okkur ekki grein fyrir því, sem dýpst ligg- ur í eðli hluta og hugtaka. — Eg hygg að við U. M. F. séum ekki undantekning frá Jþessu, þegar um það er að ræða, að gera okkur sjálfum grein fyrir félagsskap okkar; hvað hann er i insta eðli sínu; — hvað við viljum í þaríir hans vinna, og hvað við megnum að framkvæma af því, sem viljinn hvetur lil. Eg veit að óþarft er af mér að ræða um gildi félagsskapar yfir höfuð, við ykkur, því eg veit, að þið bæði sjáið og viðurkennið gildi hans, þar sem að nútíminn leiðir í Ijós hvarvetna i heiminum að fátt verður gert í framfara- og framkvæmdaáttina, nema með samtökum og félagsskap. Um eðli, starfsemi og stefnu félaga eru jafnan meira og minnaskiftarskoðanir; þann-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.