Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 3
SKINFAXI 35 í sveitinni. Þess vegna eru útgerðarmenn fengsœlli um verkafólk heldur en sveita- bændur. Ef svo er haldið áfram, þá stend- ur í stað fólksmagn sveitanna. Á hverri jörð verSa einyrkjahjón meS stóran barna- hóp, sem dreifist er hann vex upp. Sjór- inn og Amerika taka lengi við. Hingað til hafa menn tekið þessu meS furðanlegu jafnaðargeði, og sætt sig við rás viðburðanna. En það er að breytast. Hærra og bærra kveða við, í seinni tið þær raddir að þetta sé þjóðarólán. Fram- tíð fólksins og landsins sé undir því komin, að sveitin rúmi alt það fólk, sem þar [vex ’upp, og helst að þangað yrði aðstreymi frá sjónum. Hvernig má það ske ? 1. Jörðum og heimilum þarf að fjölga, og fara sifjölgandi meðan óræktað land er til. 2. Unga fólkið verður að berjast af al- huga fyrir þessari hreyfingu, knýja stjórnina og lánstofnanirnar til að hætta að ausa fé í sjávarútveginn en Iána það til ræktunar og nýbýlageröar. 3. Það verður að leggja alla stund á að bæta afurðir sveitanna, svo sem unt er. Byggja búskapinn á fullræktun landsins, og því að íslenskur varn- ingur verði talinn jafngóður og besta samskonar erlend vara. Fáir menn efast um að nóg ^anuittf sé landrýmið á íslandi, fyrir fleiri býli. En flestir gömlu bændurnir halda að islenskri jörð sé svo varið, að enginn bóndi geti þrifist, nema hann hafi undir heljarflæmi af óræktuðu landi. Þeir eru því ekki eins hræddir við nokkurn skapaðan hlut, eins og að skifta jörðunum. Þeir vilja þúsund sinnum held- ur að börnin, sem eru þeirra dýrasta eign, úrættist í sjóþorpunum, eða hverfi i þjóða- haf Ameríku, heldur en að skifta óðalinu. Gömlu bændurnir eru yfirleitt harðsnún- ustu mótstöðumenn nýræktunarinnar. Það er yfirsjón og óafvitandi meinloka. Þeir vita ekki hvað þeir gera. Skilningsleysi þeirra er sprottið af þekkingarleysi á fram- leiöslumöguleikum nútíðarinnar. Sigur þeirra, meðan bans nýtur við, er sigur á þeirra eigin börnum, og yfir réttmætri fram- tíð afkvæmanna. Dálítið öðruvísi liorfir málið við frá sjón- armiði unga fólksins. Það á eftir að lifa. Á því bitnar ólánið við burtflutninginn. Gæfa þess eða ógæfa er komin undir þvi, hvort landnámshreyfingin byrjar nógu fljótt til að bjarga því. Æskan og þeir af eldri mönnunum, sem ekki eru bundnir á klafa ránbúskaparins, verða að beitast fyrir mál- inu, ef því á framgengt að verða. , . Landnáminu má skifta ítvent: veitur' Nýbygð á stórum áveitu- svœðum, og landnám, bygt á túnrækt, þar sem stórbýli er skift í tvær eða fleiri jarðir. Helstu áveitusvæðin á landinu eru: Flóinn, Skeiðin (hvortveggja í Árnessýslu), og undirlendið i Skagafirði. Á öllum þess- um stöðum má veita jökulvatni yfir víð- áttumikið sléttlendi. Á tveimur stöðunum hefir náttúran gert ókeypis tilraun, fyrir fólkið, og sýnt að með hæfilegri áveitu má fá 10 hesta af nautgæfu heyi af hverri engjadagsláttu. Slíkt land er ígildi all- góðra túna og þarf eigi annan áburð en vatnið. Það hefir verið lauslega áætlað að í Flóanum mætti bæta við 800 býlum, á Skeiðunum 300 og i Skagafirði 200, ef áveitur væru þar geröar af skynsamlegu viti. Gera má ráð fyrir, að á hverju þessu býli gætu lifað sex manneskjur. Þá væri á þessum svæðum rúm fyrir alt að 8000 manna, sem lifðu góðu lífi á jökulvatninu. Áveitusvæðin gætu fyrst og fremst tekið við öllu þvi unga fólki, sem þar vex upp og mörgu öðru, sem kæmist ekki fyrir í átt- högunum. Þó að jarðirnar minkuðu, þá gæfu þær því meira af sér. Eftir breyt- inguna gætu landeigendur á áveitusvæð- unum haft stærri bú en áður en þó selt land fyrir mikið fé. Engin fásinna er því hraparlegri en sú, þegar jarðeigendur, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.