Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 12
44 SKINFAXI að vera skemmri en 3—4 mánuðir. Með- an hann stendur yfir verður auðvitað að fylgja æfinga-reglunum, ef ekki á að verða kák að meira eða minna leyti. Það dugar t. d. ekki að æfa sig reglulega en liía óreglu- lega, eða á hinn veginn. Hvortveggja verð- ur að fylgjast að, ef gagnið af æfingunum á að verða svo sem unt er. Maður æfir sig venjulega einu sinni á dag, (hvíld þó ninn dag á viku), en gerir þó aldrei sitt ýtrasta oftar en einu sinni á viku, eða jafnvel sjaldnar, og það ekki fyr en eftir 3—4 vikna æfingu. Hinir dagarnir eru notaðir til að læra sem best „stílinn“; reyna að ná hinu besta lagi sem menn þekkja. — Það er sérstaklega nauðsynlegt að æfa sig varlega. Margir halda að ekki sé neitt gagn að æfmgunni, nema maður sé dauðþreyttur í hvert sinn sem hætt er. Þetta er alveg þver-öfugt við það sem æf- ingareglur segja. Maður á að finna mjúk- leika og vellíðan í öllum skrokknum, líkt eins og eftir góðan leikfimistíma, eða J. P. Miillers-æfingar. Þó getur verið að mað- ur sé dálítið stirður eftir allra-fyrstu æfing- arnar. En ef maður, sem búinn er að æfa lengi, er stirður og þreyttur jafnvel eftir baðið og strokurnar — sem sjálfsagt er að hafa á eftir hverri æfingu — þá hefir hann tekið of nærri sér, þá eru æfingarnar slit, og ná alls ekki tilgangi sínum, þeim, að styrkja líkamann og örva lífsaflið. End- ar það fyr eða síðar með „yfir-æfing“. — Þó mega æfingarnar auðvitað ekki heldur vera tómt kák. I íþróttum er meðalhófið sérstaklega nauðsynlegt. Oft þegar ungir íþróttamenn eru að íþróttum saman, verða þeir kappsfullir. Keppa þeir þá altaf, eða oftast um, hver geti t. d. stokkið hæst eða kastað lengst, en sjaldan eða aldrei hver geti stokkið fegurst eða kastað best (rétt- ast). Þetta er alveg röng aðferð við íþrótta- æfingar. Það leiðir tvent ilt af sér; fyrst það, að menn geta unnið sér líkamlegt tjón, vegna þess að menn gera þetta oft óæfðir, og annað, að mönnum lærist langt- um síður hin rétta aðferð við íþróttina. Þar sem íþróttakennarar eru, ætti þetta þó ekki að þurfa að koma fyrir. — Ekki má æfa sig rétt eítir borðun (l1/^—2 tímar er það stysta sem iíða má frá borðun). Æf- ingar eiga altaf að fara fram á sama tima dags — helst á sama tíma og kappraunin verður. Þegar æft er i óhófi, kemur það fyrir að menn verða „yfir-æfðir“. Líkaminn hefir fengið of mikla æfingu. „ Yfir-œfing11 lýsir sér á þann hátt, að maður missir oft löngunina til æfinga, vöðvarnir verða harð- ir og missa mikið af hinu eðlilega fjaður- magni sínu og mjúkleika, og afturför kem- ur í stað framfara. Þegar maður verður fyrir því óhappi, verður hann að hætta íþróttaæfingunum, meira að segja hugsa sem minst um þær; hann verður að fá algjörða hvíld fyrir sál og líkama frá æf- ingunum. Tímalengdin fer eftir því, hvað yfir-æfingin er á háu stigi, en oítast mun óhætt að byrja aftur þegar menn fara að fá aftur löngun til æfinganna, nijög gæti- lega þó. Meðan líkaminn er að jat'na sig er gott að halda sér við með göngu, eða einhverjum léttum æfingum. — - Menn þurfa ekki að vera hræddir um að yfir-æfa sig, meðan þeir fara eftir æfingareglunum. Böð og nudd er sjálfsagt að viðhafa eftir hverja æfingu. Strokur J. P. Múllers eru mjög hentugar, einnig má viðhafa venju- legt nudd, en það verður helst annar að framkvæma; ]>að er því óhentugra. Er því lýst í kaflanum um meðferð á meiðsl- um. Böðin eru köld steypiböð, altaf nema einn dag í viku; þá volgt bað með sápu eða gufubað, en auðvitað kalt bað á eftir. Menn eiga aldrei að standa lengi undir köldu steypibaði. Ýmsir óvanar, svo sem tóbaks- og áfengis-nautn eru mjög óhollir íþróltamönn- um, vegna þess að þeir verka beinlínis á móti æfingunum. Þessvegna ætti hver íþróttamaður, sem áhuga hefir á framför- um sínum, að venja sig hið bráðasta af

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.