Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 7
SKINFAXI 39 hefðu reist sér hurðarás um öxl. Óskandi væri að fá þann dóm í sögunni, að ung- ir menn hefðu í byrjun 20. aldarinnar beitst samtökum sjálfum sér og þjóð sinni til velfarnanar, borið hugsjón sína fram til sigurs og þar með reist sér ódauðleg- an minnisvarða. Eg er orðinn nokkuð margorður um eðli félagsskapar yfir höfuð og félagsskap okk- ar, — hvað við erum og hvað við viljum. En því er enn ósvarað hvað við getum af því sem við viljum. Eg ætla heldur ekki að svara ]>ví, sleppi því í þeirri von að þið og við öll hjálpumst að því á kom- andi tíma að svara því í verkinu, betur en eg get svarað hér á pappírnum. Gætuni þess þegar getan finst smá „að viljinn dregur hálft hlass“. Gætum þess þegar fjárhagur er þröng- ur, „að hálfur er auður und hvötum". * * * Eg verð að lokum að drepa á nokkur málefni, sem við höfum með höndnm í sameiningu. Til þess að viðhalda og efla andlegt fjör og þrótt höfum við sett okkur fyrir að hafa um hönd fyrirlestra; hefi eg gert ráð fyrir að nokkuð verði gert í þá átt þegar í vetrarbyrjun. Til þess að æfa, fegra og styrkja líkam- ann höfum við líkamsæfingar og íþrótta- iðkanir; áformað var að nokkuð yrði gert i því á komandi ári, en vegna ýmsra erfið- leika, sem stafa frá styrjöldinni og þröng- um fjárhag sambandsins verður lildega ekkert hægt að framkvæma af því, sem á- formað var í vetur, svo óskandi er að fé- lögin geri hvað getan leyfir sjálf í því falli. Skiða- skautaferðir og sund tel eg enn meðal þeirra íþrótta, sem við ættum að leggja mikla áherslu á. — Heimilisiðnað- armálið höfum við látið til okkar taka og fjórðungsstjórnin vill hvetja félögin til þess að vinna eitthvað fyrir það mál. — Við höfum sambandsblað til þess að flytja and- legan lífsstraum milli félaganna. Við þurfum að styrkja hlaðið af alefli með því að kaupa það og lesa; nú þarf þess með. Blaðið mælir best með sér sjálft; — mér er jafnan mikil ánægja að lesa það. Við höfum sameiginlegan fjárhag til þess að koma sameiginlegu málunum í fram- kvæmd, og vitum hvað greið og skilvísleg fjárgreiðsla er nauðsynleg í viðskiftalífi nú- tímans; má heita að sé jafnnauðsynleg fé- lagsheildinni og blóðrásin í lifandi líkama — komi ólag á, þá er dauðinn vis. Glögg og skýr fjárskil eru okkar lífsnauðsyn. — Það bið eg ykkur að muna. Það hefir þegar brytt lítið eitt á því, að óáran sú, sem nú gengur yfir mikinn hluta álfunnar dragi úr og hindri fyrir félags- starfsemi okkar; ekki finst mér að það þurfi svo mjög að grípa inn í starfsemi einstakra félaga; við megum ekki setja alt fyrir okkur og láta það verða okkur að fótakefli. — Eg álít að á engu landi í Evrópu sé nú sem stendur, jafngott að eiga heima og á Islandi. Eg álít okkur sæla að þurfa ekki að eyða okkar orku og fé til hermdarverka: deyða saklausa menn og fella dýr mannvirki. Mér finst að við, með þakklætisblöndum fögnuði ættum að líta til komandi tíma, fyrir að mega því sem næst óhindraðir starfa að áhugamálum okkar, — og einmitt beina nú huganum að því að reyna að gera menningu okk- ar haldbetri, ósviknari, sannari en hún virðist vera hjá þeim, sem heita mestu menningarþióðirnar. Við erum fáir, fá- tækir smáir, og megnum ekki mikið; en við getum orðið margir sterkir og stórir og valdið þungum byrðum ef við að eins viljum. — Með innilegri ósk um lieilla- og gleðiríkt starfsár. 30. október 1914. Björn Guðmundsson (pt. forseli Vestf.fj. U. M.F. I).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.