Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 9
SKINFAXI 41 borgar sig að fá hann. Ekkert er eins dýrt og glappaskot, þegar um byggingar er að rœða. „Formið“. Einstaka góðkunningjar blaðsins hafa vikið að þeirri kenningu, sem Skinfaxi hef- ir stundum minnst á, að í stjórnar- og þingstörfum Islendinga vœri lögð meiri á- hersla á formið en efnið. Þessir menn benda á, að allir hlutir verði að hafa eitt- hvert form, og að Jón Sigurðsson hafi háð samskonar formsbaráttu eins og báðir ilokk- arnir staríi nú að. Einn af þessum and- mœlendum, mikilsvirtur þingmaður, gat þó um, að hann hefði reynt að fá þingmenn í sumar sem leið til að taka höndu m sam an í deilunum út á við. 1 raun og veru hefði sárlítið eða ekki neitt borið á milli, en flokkarnir hefðu ekki mátt við þessu, af því þeir þyri'tu að hafa eitthvert bitbein að ástæðu fyrir valdabaráttunni. En þess- konar yíirlýsing frá „einum úr hópnum“ bendir samt i þá átt, að verkið, deilan, sé lítið frjó, eða lífvekjandi, fyrir þetta niðurnídda land. Og ekki er slík deila beinlínis lík baráttu Jóns Sigurðssonar. Frá sjónar- miði Skinfaxa er málið ofur einfalt: Fyrir starf Jóns Sigurðssonar og annara mætra manna höfum við stjórnarform, sem er mjög vel nothæft, ef skynsöm og siðuð þjóð beitir því. En foringjum þjóðarinn- likar ekki þetta form, eru ár eftir ár með miklum gauragaugi að leitast við að breyta því en geta engu um þokað, Alt situr i sama horfi ogáreynslan virðist tileinkis, jafn- vel fremur miða afturábak í sumum efnum. 1 stað þess mœtti hugsa um, hvað þreng- ir að daglega, hversvegna fólkið ílýr Iand- ið, þó að landið skorti mest af öllu menn, hversvegna verslunin er í ólagi, hversvegna sjóþorpin bera sveitina ofurliði, hversvegna næstum allar íslenskar vörur eru í minni metum en samskonar varningur annars- staðar. Um þetla og ótal margt fleira þarf að hugsa og siðan að starfa að end- urbótunum. Þetta geta allir menn gert. Fátækir menn og valdalausir geta þar kom- ið meiru í lag með góðum vilja heldur en voldugir menn, sem misbeita aflinu og glíma við skuggann sinn. Þennan einfalda sannleik þurfum við, hinir smáu og veiku, að þekkja vel. Ef þeir, sem hærra eru settir, ganga á glapstigum, þá er því meiri nauðsyn að aðrir verði til að vinna lífs- nauðsynlegu störfin. Ef t. d. að stjórn- málamennirnir drepa fánann (fánamálið) eins og þeir vildu leiða það til lykta, þá getum við gefið fánanum nýtt líf með því að nota hann, útbreiða hann, gera hann almennan og hjartfólginn íslensku mönn- unum í landinu. Þetta er aðeins eitt dæmi og ekki sérlega þýðingarmikið. En það sýnir þó tvo vegi, sem þjóðin á um að velja. Annarsvegar formsglamrið, hins- vegar veruleikavinnuna. Bandnríkjafcrðin. Undir eins sjást i hillingum nýir fram- faravegir opnast með íslensku siglingunum til Bandaríkjanna. Maður heitir Stein- grímur Arason. Hann er Eyfirðingur, nú kennari við barnaskólann í Rvík og rit- stjóri Unga íslands. Þegar fullvíst var að haldið yrði uppi stöðugu sambandi við Vesturheim, meöan á striðinu stendur, af- réð Steingrímur að fara vestur og kynna sé,r kenslumál Bandarikjanna um eins árs skeið. Bandarikin standa í mörgum grein- um fremst allra þjóða með skólahald, bóka- söfn og ýms menningarmeðul. Verður Steingrímur nú hinn fyrsti íslenski kenn- ari, sem vestur fer, til að ílytja heim það- an gagnlegar nýungar. Vonandi verða margir til síðar að feta í fótspor hans, bæði kennarar og menn af öðrum stéttum. Okkur vantar flestu öðru fremur amerisk- an framtaksanda og veruleikasýn. Vestur- farirnar gætu gert atvinnuvegunum stór- mikið gott, ef við gætum boðið heimkomn- um löndum lifvænleg skilyrði, eigi síðri en þeim standa til boða vestan hafs.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.