Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 10
42 SKINFAXI Bannlb'gin og siglingar. Ein helstu vandkvæðin við framkvæmd bannlaganna eru þau, að farþegar á skipum er til landsins koma, drekka a skipsfjöl og lauma víni í land. Eru vinmennirnir nú þegar farnir að taka sér óþarfar ferðir með skipum, til að geta drukkið utan land- helgis og orðið fullir. Nú hefir stjórnar- ráðið tekið fyrir þessa lind rneð úrskurði, er bannar að hafa vin um hönd á islensk- um skipum hér við land, jafnt utan sem innan landhelgis. Þegar islenskt skip kem- ur frá útlöndum, á lögreglustjórinn á fyrstu höfn að innsigla vínbirgðirnar og þær má ekki opna aftur, fyr en skipið heíir látið i haf á leið til útlanda. Sem hetur fer verða því ekki islensku einiskipin gróðrarstöð vínspillingar með þjóðinni. Og enginn verulegur vandi mun að fá skip frá útlend- um félögum til að hlíta sömu reglum, þó að eigi beri þeim lagaskylda til. Vilji þau það ekki, gæti svo farið, að fólk sem ekki vill drepa bannlögin sneiddi hjá að senda með Bakkusarfleytunum. ÞeguskylduTÍuuan. Nú um stund höfum við ungmennafé- lagar verið hljóðir um þegnskylduvinnuna og er það yfirsjón, því að hugmyndin er góð, og við vorum einmitt í góðum færum til að afla henni vinsælda. Þessi hreyfing brýtur svo mjög í bág við ríkjandi skoð- anir, að bún þarf langan tíma til að ná almennu fylgi. Hún heimtar að hver full- orðinn maður gefi ættjörðinni fáeina mán- uði af bestn árum æfmnar — gefi þá end- urgjaldslaust. Og það er þessi fórn sem er mörgum um megn. Sigurður Guð- mundsson meistari liefir lagt þegnskyldu- vinnunni liðsyrði nú nýskeð. Skinfaxi vonar að geta ýtt við málinu á ný með að flytja í maíblaðinu grein eftir hann um þetta efni. Úti-íþróttir. i. Lifnaðarhættir o. fl. Fyrsta skilyrði fyrir góðum framförum í íþróttum er reglusemi og hollir lifnaðar- hættir og reglulegar og réttar æfingar. Is- lendinga hefir tilfinnanlega vantað leiðar- vísi í þessu efni. Með köflum þeim, er hér fara á eftir, er tilætlunin að bæta dá- lítið úr þessari vöntun. Er hér ágrip af helstu atriðum lifnaðarháttanna við æfing í úti-íþróttum, hlaupum, köstum og stökk- um, og aðferðinni við þær lýst. Þegar einhver ætlar sér að byrja á æf- ing iþrótta, þarf hann fyrst að fá vitneskju um, bvort hann er nógu hraustur til að byrja á vanalegum íþróttaœfingum; hvort hann þarf ekki að undirbúa sig með sér- stökum æfingum á einhvern hátt fyrst. Hann verður því að Iáta Iækni skoða sig áður. — Best er að menn hafi eitthvað átt við aðrar íþróttir, áður en þeir byrja á reglulegum iþróttaæfingum, með það fyrir augum að keppa á iþróttamólum. Að minsta kosti ættu þeir, sem hafa það í huga, og ekki hafa áður undirbúið sig með öðrum æfingum, að hafa lengri æfinga- tíma en hinir; 5—6 mánuði; og æfa sig rnjög regulega og varlega. Besti undir- búningurinn fyrir íþróttamenn er óefað leik- fimi undir stjórn góðs kennara. Fer hún víðast fram á þeim tíma árs, sem illmögu- legt er að æfa sig úti, og hjálpar hún þess- vegna einnig þeim, sem Iengra eru komnir, til að halda sér í góðu ástandi líkamlega, meðan ekki er hægt að æfa úti. Er þvi sjálfsagt fyrir þá íþróttamenn sem geta, að hafa leikfimi á vetrum. Hinir, sem ekki geta haft leikfimi, geta notað ýms heimaæfingakerfi. Hér á landi mun æf- ingakerfi J. P. Múllers („Mín aðferð“) vera einna þektast, enda eitt af þeim bestu. Ekki ættu menn að æfa sig í þeim tilgangi að keppa á iþróttamótum yngri en 16—17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.