Skinfaxi - 01.04.1915, Síða 15
SKINFAXI.
47
En þeir góðu menn verða að eiga orða-
bók. Án hennar geta þeir ekki neitt við
enskunám.
Orðabelgur.
(Gömul og ný orð).
HvíWáinn, islenski fáninn (H. P.)
Hneigð, löngun eða þrá til e. s. (G. F.)
Injfseðill, áður nefnt „reseft“ (G. B.)
Trúlyndur, „solid“ í andl. merkingu (S. G.)
Andúð, (antipathy) óbeit á e-u (S. G.)
Staðgreitt, = greitt á staðnum, í búðum
oft nefnt „contant“ (H. P.)
Atliugið vel = NB (B. J. V.)
Spretta úr spori, „spurta11 i kapphlaup
(B. G. W.)
Sýnishorn, „pruva“.
Hverfiiitur, litur, sem stöðugt skiftir blœ.
Lýsingarorðið litföróttur á við þennan lit
(Vestfj.)
Fjórðungsþingið,
Hið 7. fjórðungsþing Ungmennafélaganna
i Sunnlendingafjórðungi verður háð í Rvík
9—12 mai 1915.
Það hefst 9. mai kl. 11 árdegis i Báru-
búð. Þessi málefni verða þar til umræðu
og álita:
1. Skýrsla fjórðungsstjórnar 1914—1915.
2. Reikningur fjórðungsins 1914—’l5.
B. Fjárhagur fjórðungsins.
4. Iþróttamál.
5. Skógræktarmál.
6. Fyrirlestrar.
7. Fegrun móðurmálsins (nefndarálit).
8. Fjárhagsáætlun 1915—’16.
9. Næsta fjórðungsþing (1916).
10. Kosning fjórðungsstjórnar.
Fleiri mál kunna að verða lögð fyrir
þingið.
Reykjavík 14. murs 1915.
Fjórðungsstjdriiiii.
Skýrsla
til fjórðungsstjórnar um nöfn þeirra ung-
mennafélaga er sent hafa skýrslu til fjórð-
ungsstjórnar.
U. M. F. Haukur.
— íslendingur.
— Borgarhrepps.
— Egill Skallagrímsson.
— Stafholtstungna.
— *Reykdæla.
— Dagrenning.
— Björn Hítdælakappi.
— Reykjavíkur.
— *Iðunn.
— Alturelding.
— Skeiðamanna.
Gnúpverja.
— Framsókn.
— Biskupstungna.
— Stokkseyrar.
Hrunamanna.
— Hvöt.
— Hekla.
— Gnúpa-Bárður.
— Skarpheðinn.
— Bláfjall.
— . Drífandi.
— Garðarshólmi.
— Akraness.
Fjórðungsstjórnin leyfir sér að fara þess
á leit, við þau félög, sem eiga eftir að
senda skatt og skýrslu að gera það hið
bráðasta.
Sigurður ó. Lárusson.
(Ritari fjórðungssins)
Spítalastíg 6. Reykjavik.
* hefir líkn sent skatt.
Bréfakvöld
heldur U. M. F. Óðinn á sumardagimn
kemur.