Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 2
50 SKINFAXI þar sem sveitaheimili fæða sig meira en að hálfu leyti með heimaframleiðslu en fiski- mennirnir lifa að langmestu leyti á erlend- um varningi. Uttlutningsskýrslurnar sanna ekkert um auðsæld þessara atvinnuvega. Þar verður að líta á kjör fólksins, alls al- mennings, og bera þau saman. Það hefir nú verið gert hér stuttlega. Niðurstaðan er sú, að fyrir mann, sem stendur á vega- mótum og getur orðið bóndi eða fiskimað- ur að vild þá er hið síðara óglæsilegra yfirleitt. Þetta vita líka flestir þeir sem úr sveit fara til sjóar. En þeir geta ekki að þvi gert. Landið er þeim lokuð borg. Hagur þjóðarinnar á að mestu Banvænni samleið við hag einstak- en styrjold! . ° . hnganna, en þó kemur ýmis- legt nýtt til greina. Margir menn eru sjó- menn alla æfi, halda góðri heilsu og missa enga sér nákomna i sjóinn. Manntjónið við sjávarútveginn snertir þá ekki beinlínis. Öðruvísi er með þjóðfélagið. Það er veik- ara og fátækara fyrir hvern mann, sem það missir. Og hér á landi erndruknanir afartíðar. Guðm. landlæknir Björnsson hefir raúnsakað þetta mál manna best. Hann sannar að druknanir hér við land eru voða sár fyrir þjóðina. Af íslensk- um sjómönnum druknar árlega ferfalt fleira en af sömu stétt í Noregi, og eru þó drukn- anir þar tíðari en i öðrum löndum. Fiski- skúturnar segir hann að hafi verið „verstu manndrápsbollarnir.“ Manntjón á þeim hér við land var á árunum 1904—10 15 menn af hverju þúsundi árlega og stund- um miklu meira. Á 30 árum, frá 1880 —1910 hafa druknað hér álandium2000 karlmenn, flestir í sjó, hraustir menn á besta aldri. Ef hver maður er metinn á 15000 kr. eins og hagfræðingar gera, þá hefir sjórinn rænt þjóðina 30 miljónum í mannslifum. Og þó er fánýtt að reikna slíkt tjón i tölum og fé, því að það er óbætanlegt og ólæknanlegt. Eftirlifandi ekkjur og börn meta ekki mannlátið til fjár. Það er þeim æfiólán og aldursorg. Mér dettur í hug eitt litið sjóþorp, Ólafs- vík á Snæfellsnesi, þar sem nú hafa í tvo vetur druknað 9 menn hvort árið, margir frá stórum barnahóp. Hugsum okkur á- stæður þeirra, sem eftir lifa, fátækir og for- sjársviftir. Hugsum okkur hve ólíkt yrði að litast um kringum þetta þorp eftir mannsaldur, þó ekki hefði verið lögð nema 18 manna vinna ár eftir ár til að rækta landið. Vel má gera það. Einmitt í sömu sýslunni liggja ágætar jarðir i auðn eða sama sem. Og það er vitanlega fyrir stefnuleysi og stjórnleysi í landinu að jjjóð- araflinu hefir verið svo misbeitf Flestir álíta að styrjöld sé binn mesti mannamyrðir, en svo er ekki. Sjórinn deyðir fleiri Islendinga árlega að tiltölu við fólksmagn heldur en grimmustu styrjaldir milli stórþjóðanna. Landlæknir segir í áð- urnefndri grein: „I stríðinu 1870—71 var manntjón Þjóðverja öllu minna að fil- tölu við fólksfjölda en mannskaðar af sjó- á íslandi 1906.“ Hafa menn hugsað sér hvílík firn það eru að hafa að bjargræðis- vegi hálfrar þjóðar atvinnu, sem er mann- frekari en voða styrjöld? Þessi atriði bæði: Sífeld bláfátækt næst- um allra óbreyttra fiskimanna kynslóð eftir kynslóð, og hið gífurlega manntjón við sjávarútveginn bendir á, að þessi atvinnu- grein er vandrceða úrrœði fyrir þjóðina, eins og hún hefir verið stunduð. En áður en litið er á hvað sýnilega má gera til að bæta úr þessum annmörkum, verður að athuga síðasta lið málsins: Áhrif fiski- menskunnar á menningarlíf þjóðarinnar á löngum tímabilum. Erlend og innlend reynsla er samdóma. Engin þjóð, sem hefir haft fiskiveiðar að aðal- atvinnuvegi, hefir nokkurntíma verið mikil menningarþjóð. Fiskimanuastétt Frakka, Englendinga og Norðmanna er mjög óþrosk- uð andlega, heldur illa saman i lífsbarátt- unni, og er betri til að lifa fyrir aðra (skipaeigendur) heldur en sjálfa sig. Eg Dómur reynslunnar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.