Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 5
SK1NFAXI. 58 Barátta okkar er annars eðlis, og stórum hugðnæmari. Hún krefur ekki mannfórna eða víga. En hún heimtar skilyrðislaust alvöru, víðsýni og óeigingirni í því starfi að gera Islendinga að fyrirmyndarþjóð. Félagsskapur — frelsi. Hið fullkomnasta félag, sem við þekkj- um, er líkami mannsins. Þegar við hreyf- um hendina, verður það með samtaka á- reynslu margra miljóna örsmárra vöðva- þráða (sella), og þegar við hugsum, er það aflraun margra miljóna taugasella í heilanum. Limirnir aia magann og mag- inn styður að viðhaldi limanna o. s. frv. Félagsstarfsemi partanna í heilbi-igðum mannslikama gengur betur en i sögu. Þetta vita flestir og þarf ekki að fjölyrða um það. 011 félagsviðleilni mannkynsins stefnir nú að því, að gera alt mannkynið að ein- um líkama — einu voldugu félagi, eins vel skipuðu og líkami einstaklingsins er nú. Við þurfum að fá mannkynshönd, samsetta af mörgum miljónum einstak- lingshanda, sem vinna með eins föstu skipulagi undir tiltölulega eins góðri stjórn, ems og vöðvaþræðirnir í hraustasta manns- armi gera nú. Sú hönd ein hefir aíl til að vinna mannkyninu brauð og alt, sem þarf til viðhalds og framfara, án þess að nokkur verði of þreyttur. En umfram alt þurfum við að eignast mannkynsheila, samsettan af mörgum miljónum manna- heila, sem vinna með jafn góðu skipulagi og sellurnar í fullkomnasta mannsheila gera nú, og leita sannleikans í tíma og rúmi, í efni og hugsun frá mestu stærð til minstu agnar, setur sannleikann í há- sætið og vinnur honum alt, sem unnið er og auðið er að vinna. Sá heili einn verð- ur þess máttugur, að stýra mannkyninu þannig, að allir, — eða flestir — verðf farsælir. Þá fyrst er framtíð mannkynsins og framför sæmilega trygð. Til þess, að þetta verði, þarf ekkert annað en það, að allir taki höndum saiu- an og leggi fram alt það gott, sem þeir eiga. Sveitafélög, sýslufélög, þjóðfélög, kaup- félög og önnur samvinnufélög og ung- mennafélögin ekki síst eru spor í áttina að takmarkinu mikla. I hvert sinn, sem tveir menn taka höndum saman og fylgjast að heillavæn- legu starfi eru tveir liðir tengdir í mann- kynssambandinu mikla. Sameining mannkynsins í eina lífræna heild er það frækorn, sem í fornöld var sáð, það tré, sem „blómgast og vex og æ blómlegra rís“ og, sem um síðir mun „breiða sitt lim yfir lönd, yfir höf“. En frelsið — hvað verður um það? Það eyðist og hverfur eins og hjarnfönn í hláku. Það gufar upp, eins og vatn í eldi, því að félagsskapur og frelsi eru andstæð eins og eldur og vatn. Eður hve mikið frelsi hafa sellurnar í likania mannsins? Snillingar heimsins syngja frelsinu lof og dýrð og þakkargjörð, og lýðurinn tekur undir með lífi og sál. Snillingar heimsins lýsa frelsinu svo, að það sé fi-iður og fögnuður og félagsskap- ur og alt sem best er, og lýðurinn trúir af öllu hjarta. Snillingar heimsins bjóðast til að binda mannkynið frelsisböndum! Þeir mynda félög, til að gera mennina frjálsa, og menn- irnir hraða sér í félög til að verða frjálsir. En svo þegar félagsböndin kreppa að, þá kemur í ljós hin upphaflega þýðing orðsins frelsi, — sú þýðing, sem altaf býr inst í meðvitund hvers einasta manns. Þá finnur maðurinn, að hann er ekki frjáls. Þá brýzt um alt, sem í honum er vilt og óstýrilátt. Hann leysir sig úr Læð- ing — hann drepur sig úr Dróma, og finnur að hann er frjáls og sterkur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.