Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 13
SKINFAXI 61 ættjörð, svo að ekki leiði af því manndráp og vígaferli. Sumum mun þykja kenna liér ofmetnaðar og mikið færst í fang, er vér smælingjarnir eigum að kenna stór- þjóðunum. En ef þjóð vor hugsar ekki hátt, verður hún aldrei mikil. Og inn á við virðist tíminn hentugur til að koma málinu fram. Hér hafa ver- ið stofnuð Ungmennafélög, er tala hátt um, að þau vilji reisa landið við og manna. Hér gefur þeim færi á að sýna alvöruna. Þau kveðast vilja græða landið, skreyta það skógum og blómum. Ef þessi ættjarð- armál eru meira en „orð, orð“, ætti að mega treysta því, að Ungmennafélögin styddu landræktarskylduna af aleíli. Og þá er henni sigurinn vís. Sigurður Guðmunclsson. ,Gullfoss\ Fyrsta íslenska millilandaskipið, Gullfoss, kom til Rvíkur 16. apríl kl. 9 um morg- uninn. Veðrið var ágætt; óvanalega mikill mannsöfnuður var þá við höfnina og mann- kvæmt á skipinu þann dag. Allir voru ánægðir með skipið, og góðs viti er það að þeir lofuðu mest, sem best höfðu vit á. Farrýmin bæði eru ólíkt betri en þekst hefir á nokkru öðru skipi er Islendingar hafa átt kost á að ferðast með hér við land. Að vísu er ekkert óhóf í útbúnaði skipsins, en öll þau þægindi, er skynsam- lega má gera kröfu til. Lofthreinsun í svefn- herbergjunum er skjót og góð. Skipið er nokkuð breitt og svo gert að það veltur litið, en gengur þó vel. Mæltu það far- þegar, er með því komu fyrstu ferðina, að ekki hefðu þeir komið í betra sjóskip. Hvar sem litið er á skipið, farrýmin, búlka- rúmin eða vélarnar þá ber GuIIfoss af þeim skipum sem við höfum átt við að búa. T. d. er vélin meir en þriðjungi aíl- meiri en vélin í Botníu. Sigurður skip- stjóri jer sagður ágætur maður, og vel til forustu fallinn. Gullfossi var vel fagnað af öllum, nema dönsku skipunum á höfn- inni. Þau lágu þar ein þrjú eða fjögur og sýndu engin kurteisismerki. Verður það varla virt öðruvísi, en að Dönum hafi verið raun að þessu eðlilega lífsmarki þjóð- arinnar. En rétt er að muna Dönum það með þakklátum huga, að þetta mikla spor, stofnun Eimskipafél. er þeim að þakka. Því að óneitanlega var það eingöngu gengdar- laus ofsi og ójafnaður „Sameinaðafél.“ sem þokaði þjóðinni saman í þessu máli. Um filistea. iii. Þorgeir kaupfélagsstjóri var um eitt skeið „einn af leiðandi mönnum landsins“. Hann kom ungur í fátækt og niðurnítt hérað. Hann var gáfumaður, lærður vel og hafði miklar mannvirðingar. En hann vildi verða ríkur, og verða það íljótt, jafn- vel þó það yrði ekki með eðlilegum hætti. Verslun var ill í héraðinu, en fóikið beygt af gamalli einokunarkúgun. Þorgeir hvatti bændur mjög til að stofna kaupfé- lag, og talaði um það fagurlega. Þótti öllum það ráð, sem hann réði. Var nú fé- Iagið stofnað og Þorgeir kosinn formaður. Kaupir hann nú mikinn vöruforða erlend- is, og meðal annars húsgrind tilhöggna handa einum meðstjórnanda í félaginu. Reiknaði hann farmgjaldið með undarleg- um hætti, jafnt fyrir alla hluti, hvort sem þeir voru stórir eða smáir. Var þannig jafndýrt að flytja til landsins húsgrindina og venjulega kornsekki. Mæltu menn, að þetta væri gert til að blíðka þá, sem helst var af mótstöðuvon. Eftir tvö ár varð fé- lagið gjaldþrota, og féllu niður stórskuldir við erlenda lánardrotna, því að Þorgeir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.