Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 4
52
SKINFAXI
Grimsby og Hull lausar við alt menningar-
gildi. Stafa.hins vegar talsverð sýkingar-
hætta af, að dómi lækna.
Þetta eru einungis fáein dæmi þar sem
fiskimenskan stendur lakar að vígi, menn-
ingarlega, en flestir aðrir atvinnvegir. En
þar sem sjórinn lykur um landið, og fiski-
menska mun verða hér stunduð meðan ís-
land er bygt, þá skiftir mestu að finna
bjargráðin, bœta kjör sjómannanna, fá
þá og aðra til að liugsa um að ástand-
ið er óviðunandi eins' og það er nú.
Menn þurfa að skilja að sjávarútvegurinn
er eitt hið allra flóknasta velferðarmál þjóð-
arinnar. Það þarf allrar aðgæslu við at-
vinnuveg, sem dregur fólk til sín meira en
góðu hófi gegnir, en sem gerir flesta fá-
tæka, sem drepur meira en styrjöld, sem
sundrar fjölskyldum, sem gerir menn hirðu-
litla um lífsnauðsynlegustu sjálfsvarnar-
samtök, sem hneigir fólk til iðjuleysis og
æsandi nautna, til að nefna fáein dæmi.
Þetta er bitur sannleikur, og mun verða
misvirtur af mörgum, sem heldur kjósa
fagurgala og óheil sléttmæli en hreinskilni.
Verður hver að virða sem hann heíir vit
og drengskap til.
Þó að málið sé ennþá lítt rann-
Xokkur sakag eru pg fáin úrræði, sem
urræoi. ,r
auðsætt virðist að beina huga
þjóðarinnar að:
1. Landbúnaðurinn er i eðli sinu holl-
ari atvinnuvegur hverjum einstökum starfs-
manni og þjóðinni í heild sinni heldur en
fiskimenska. Þess vegna þarf að opna
landið fyrir öllum þeim íslendingum sem
þar vilja vinna og lifa, og landbúnaður
að vera máttarstoð þjóðarinnar á komandi
tíma.
2. En þeir sem vilja vera fiskimenn
eða verða að vera það, eiga heimting á
að alt sé gert sem unt er til að tryggja
líf þeirra eg atvinnu.
3. Manntjónið, druknanirnar verða að
minka stórkostlega. Þingið getur skerpt
eftirlitið með útbúnaði skipa. Með því að
halda uppteknum hætti að styðja mótor-
bátahafnir, gerir þingið ágætt verk. En
mest af endurbótaverkinu verður þó að
gerast af sjómönnum sjálfum, og kemst
fyrst í lag með því að bæta uppeldi og lífs-
kjör þeirra.
4. Ábyrgð, skyldulífsábyrgð allra sjó-
mann er skilyrðislaus lífsnauðsyn. Sjá
menn ekki live fráleytt er að vanrækja að
tryggja mennina á skipum og hátum, en
tryggja fleytnna sjálfa, eins og hún væri
dýrmætari. Tryggingin hjálpar að vísu ekki
þeim dána, en hún hjálpar þeim, sem hon-
um stóðu næstir.
5. Það þarf að hafa skóla og náms-
skeið fyrir sjómenn, eins og fyrir bændur,
kenna þeim verklega og bóklega það sem
lýtur að starfi þeirra og framtíð. Byrja í
smáum stíl, en færa sig upp á skaftið eftir
því sem áhugi og skilningur vex.
6. Fræða fiskimenn um samvinnu i
verslun. Reyna að koma á meðal þeirra
heilbrigðum verslunarsamtökum.
7. Gera sjómönnum auðveldara að fá
Iandskika til ræktunar, og dreifa sjómanns-
býlunum meira, svo að rúmbetra verði uift
hverja fjölskyldu.
8. Leggja stund á að gera vistlegra í
sjóþorpunum, hafa trjágarða við húsin.
Hafa bókasöfn, lestrarstofur, taflstofur,
íþróttaskóla og leikvelli til að hressa og
gleðja sjómennina, þegar þeir eru aðgerð-
arlitlir heima, eða í verstöðum. Ensku
hermennirnir æfa knattspyrnu í vetur bak
við skotgrafirnar. Hvers vegna geta ekki
iðjulausir sjómenn stytt sér stundir á þann
hátt, fremur en við sumt annað, sem hér
er algengara?
Það er alveg óhugsandi að til sé sá
maður hér á landi, er að öllu þessu at-
huguðu vill neita að viðreisn fiskimensk-
unnar sé vanræktur víngarður. Og það
liggur vitanlega næst ungu kynslóðinni að
hefjast handa’ Æskumenn annara landa,.
helst til margra, fórna nú lífi sínu fyrir
sanna og ímyndaða hagsmuni þjóða sinna^