Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1915, Page 3

Skinfaxi - 01.05.1915, Page 3
SKINFAXI. 51 hefi haft allgott tækifæri til að bera sam- an lífskjör fiskimanna i Grimsby á Eng- landi við ástæður annara verkamanna þar í landi, bæði námumanna og starfsmanna í verksmiðjum. Og hvernig sem á var iitið, hvort heldur húsakynni, þrifnað, hóf- semi um vín, bókaeign, samheldni gegn vinnuveitendum eða í verslun, þá stóðu fiskimennirnir að baki stéttarbræðrum sin- um er á landi unnu. Vitanlega voru þeir ekki minni, og sist verri menn að eðlisfari. En lífskjörin voru verri, beygðu þá og sundruðu þeim. Svipuð er reynslan hér á landi. Það hafa aldrei farið sögur af neinni andlegri vakningu, sem byrjað hafi með sjómönnum þessa lands. Sögurnar okkar geymdust ekki og voru ekki skráð- ar í sjóþorpum. Málið okkar hefir ekki eflst við veruna þar. En látum það vera. Hitt er verst að sjómenn okkar hafa verið samheldnislaosir út á við. Þeir hafa ekki haft nein verslunarsaintök sem gagn er að. Samvinnan í verslun er eingöngu í sveitunum, og best þar sem fólkið erþrosk- aðast. Meðal sveitaheimili græðir um 100 ki\ a ári við að vera í heilbrigðu kaup- félagi. Meðal sjómannsheimili ætti að græða um 150—200 kr. ári á samskonar samtökum, þar sem sjómenn versla með næstum alla f."amleiðslu sína, og kaupa i búð hérumbil alt sem til heimilis þarf. Þó eru sorgleg dæmi þess, að margir menn hafa hætt lifi sinu á grautfúnum skútum og illa útbúnum vélbátum. Eftirlitið virð- ist vera lítils eða einkis virði. Því eru slysin svo tíð. Þó hafa fiskimenn engan talsmann á þingi, og hafa aldrei haft, þvi að ekki geta útgerðarmenn talist eðlilegir niálsvarar þeirra. A. m. k. telja ekki er- lendir verkamenn námu- og verksmiðju- eigendur sérlega vel fallna til slíkrar for- ustu. Þá ber það vott um skort á sjálfs- vörn frá sjómanna hálfu, að þeir hafa ekki gert neitt til að krefjast þess að þeir fengju sérstakar mentastofnanir fyrir stéttina eins og t. d. bændaskólana. Stýrimannaskól- inn er annars eðlis, og ekki fyrir óbreytta sjómenn. Nú skulu nefnd fáein atriði, sem best eru kunn, er því valda, að fiski- mannastéttin er svo rænulítil um eigin hag. 1. óregluleg vmna, hvild og svefn. Þeir lifnaðarhættir hljóta því miður lengst að loða við sjómenskuna, en eru mjög and- stæðir hugsun og andlegu lífi. Námsmenn sem hafa lagt saman nætur og daga á sjón- um viðurkenna að þeir finni andlega deyfð koma yfir þá. Jafnvel 17-20 vökustundir á vélbát dag eftir dag sljófga menn til muna. 2. Óvissar hvíldir, landlegudagar, atla- leysistimar sjómanna á stærri skipum o. s. frv. fara til lítils, nema að rétta líkam- ann við eftir óeðlilega langar vökur. 3. Einhcef vinna á sjónum er mjög til niðurdreps. Það er henni að kenna að sjómenn eru svo ófúsir að starfa að landvinnu, þótt þeir hafi þá ekkert að gera tímum saman, og þyrftu þess með. 4. Langar hvíldir fiskimanna, á sjó eða landi eyðast í iðjuleysi eða misjafnar skemtanir; peningaspil, drykkju, reyfara- lestur. 5. Óþrifnaður sem ætíð er atvinnunni samfara, er stórskaðlegur þeim sem við hann verða að búa. A skútum og togur- um er ekki mikið hugsað um hreinlæti og hollustu, þegar vel veiðist. 6. Sterkar nautnir, en um leið óholl- ar, eru mjög að skapi mönnum sem vinna óreglulega, þurfa stundum að halda sér vakandi óeðlilega lengi en aðra stundina „að drepa tímann“ svo hann verði ekki óbærilega langur. 7. Dreifing fjölskytdunnar. Heimilis- faðirinn fjarverandi tímunum saman, vik- ur, mánuði, missiri. Fátæk móðir ein með stóran barnahóp \ úthverfi bæjar, eða sjóþorpi. Eiginleg samvinna foreldranna um barnauppeldið mjög erfið. Forargatan leikvöllur eftirlitslítilla barna. Skortur á tilhreytni og hollum viðfangsefnum. 8. Utanfarir háseta á togurunum fil

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.