Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 6
54 SKINFAXI Því að frelsi þýðir frelsi og ekkert ann- aS — ]mð ]iýðir sjálfrœði, ef menn vilja það heldur. Hið æðsta og fullkomnasta frelsi er frelsið til að svifta aðra — og sjálfan sig — frelsinu. En félagið — það er dautt. Nú trúa menn ekki lengur á „frelsis- böndin“, en hafa hugboð um að félags- skapurinn sé ómissandi samt. Þá fara menn að reyna að mynda félög, sem eru laus við öll bönd. Það er viðlíka hægur vandi, eins og ef inenn færu nú að mynda nýjan Gleypni af dyn kattarins og skeggi konunnar og rótum bjargsins og anda fisks- ins og fuglshráka, því að félagsskapurinn er bönd, og ekkert annað en bönd. Félögin eru mynduð, og þau eru svo frjálsleg, að þau nálgast núll, þ. e. ekki neitt. Auðvitað gera þau sama sem ekki neitt. Þau eru í eðli sínu ekkert annað en óráð hálfsofandi manna, sem dreymir að eitthvað þuríi að gera, en ekkert sé hægt að gera. Og svo leggjast þau útaf, án þess að vita það sjálf, og rísa ekki á fætur aftur, nema ef einhver vill stofna félag á sama svæðinu, þá geta þau haft það til, að rísa upp við olnboga og þykj- ast lifa, og þykjast hafa einkarétt til að lifa. Eru ekki dæmin deginum ljósari, að þetta er satt? Ganga menn ekki í hjóna- band til þess að vera frjálsir, og slíta það, þegar þeir finna, að þeir eru ekki frjálsir? Höfum við ekki \aiu])félagsmenn, sem vilja vera frjálsir í verslunarsökum ? — Takmarkalaust frjálslynda menn — ómögulega félagsmenn. Höfum við ekki séð margt félagið rísa og stefna að þörfu takmarki og springa, svo að „fjarri flugu brotin“? Höfum við ekki ótal félög, sem gera sama sem ekki neitt, og eru sama sem ekki neitt? Vakna til lítils annars en að sofna aftur. Og hafa menn ekki oft og víða á milli sín ófriðareldinn? — innansveitar ófriðinn — nágrannakritinn — ósamlyndið — log- andi, eldinn, sem hjartadeigir menn, eins og eg, þora ekki að koma nærri. Ungmennafélögin gætu gert niikið. Þau gætu breytt óyrktu landinu í aldingarða, akra og skóga. Þau gætu gert líkamlega beygða og bæklaða þjóð að fegurstu og hraustustu þjóð í heimi. Þau gætu breytt ófrjóum þjóðarakrinum í Vitasgjafa viturra hugsana, hreinna tilfinninga og hiklausra framkvæmda. Þau gætu spunnið einn sterkasta þáttinn í mannkynssambandið mikla. En þau hræðast böndin. Þau vilja jafnvel helst vera sundruð eins og sauðir á fjalli. Þau hræðast áreynsluna og sjólfs- afneitunina. Varla mun of mikið í lagt, að hver full- orðinn maður gæti til jafnaðar unnið sér inn 50 krónum meira árlega, en hann gei'ir. Það tækist reyndar ekki á næsta ári, þótt reynt væri, en það tækist að fám árum liðnum, ef hvorki skorti viljann né við- leitnina hjá neinum. Hitt er þó ennþá vissara, að hver maður gæti — til jafnað- ar — eytt 50 krónum minna, en hann gerir, og það gæti hann strax á næsta ári, ef hann vildi. Ef upphæðirnar eru lagðar saman, verða það 100 krónur á ári frá hverjum einstökum. (Eg held nú reyndar að talan mætti vera miklu hærri, ef hag- ur sá, er verða mætti af öflugum verslun- arfélagsskap o. fl. væri tekinn með í reikn- inginn). Þetta eru gjöld frelsisins. Það eru gjöld sjálfræðisins og samtakaleysisins. Það eru gjöld hugsjónaleysisins og vankunnáttunn- ar og letinnar og óhófsins og ábyrgðartil- finningarleysisins og allrar ómenskunnar og illgresisins, sem vex alstaðar þar, sem félagsskapurinn þrífst ekki. En þetta er líka gullnáma félagsskapar- ins, þvi að ef við værum i félagi, sem hefði vald yfir okkur, og sem eitthvað vildi framkvæma, þá mundum við " vinna og spara, félagsskapurinn mundi gera okkur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.