Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 11
SKINFAXI 59 atorkumenn og reynast ágætir verkamenn. er þeir koma til Vesturheims, þótt ekki yrði annað ráðið af háttalagi þeirra hér heima, en að þeir yrðu aldrei að manni Ástand þjóðí'élags vors og ófullkomið upp- eldi laudsmauna hlýtur því að eiga sök á því ólagi, er eg mintist á. Á þessu verður að ráða bót. En eg ótt- ast, að skólauppeldi voru takist það, eins og það er nú. Bókleg kensla er ekki einhlít. Eg hygg, að þegnskylduvinna geti komið meiru til leiðar. Og það stafar af því, að auðveldara er að innræta mönnum aga og vinnuskerpu við líkamleg störf en bóknám. Menn geta setið stundunum sam- an yfir bókum, en þó ekkert lesið né unnið. Hugurinn getur tlækst um alt í fá- nýtu draumarugli og engum tökum náð á efninu. Með þessu verður lítil umsjón höfð. Hitt sést aftur fljó.tt, hvort slegið er t. d. svikalaust eða ekki. En ef það tekst að temja mönnum nokkurn röskleik við ein- hverja eina vinnu, verður um leið sköpuð í þeim tilhneiging til að ganga með dugn- aði og óskiftum hug að hverju starfi, er þeir á annað borð takast á hendur. Ef góð stjóru væri á þegnskylduvinnunni, agi hafður á, virðist ekki fjarstæða að vona, að af pegnvinnuaganum sprytti nokk- ur sjálfsagi. Alt lífið heimtar af oss undirgefni undir æðri boðorð en eigin geð- þótta og stundarhvatir. Frá vöggu til graf- ar brýnir lífið fyrir oss þetta meginlögmál. Öll vinna, bæði andleg og líkamleg, á sér lög, er vér verðum að hlýðnast, ef hún á að verða vel af hendi leyst. Þjóðfélags- heildin heimtar af oss undirgefni undir lögmál sín, að vér vinnum ekki neitt, er fer í bága við allsherjarhagnað. Má ekki reyna, hvort þegnskylduvinna getur ekki eflt f oss að nokkru þenna eiginleika, sem einstaklingar og þjóðir mega eigi án vera ? Margl umhugsunarvert hefir verið ritað um Þjóðverja og þýska menning, siðan styrjöldin mikla hófst í fyrra. Sumir ykkar hafa víst lesið ágæta ræðu, er Gerhard Gran, rithöfundurinn norski, flutti við setning háskólans í Kristjaníu. Þessi ræða var lesin víða í skólum um Norðurlönd. Svo mjög fanst mönnum til um hana. Mér er það minnisstætt, sem hann sagði um Þjóðverja. Haun kvað það einu gilda, hvort menn væru með þeim eða móti. Enginn hugsandi maður, er kynst hefði herkænsku þeirra og vaskleik, gæli varist aðdáunar á þeirri hugsana-orku, þreki og furðulegri nákvæmni, er sýn væri í öllum hernaði þeirra. Við verðum Iíklega allir samdóma um, að það væri næsta æski- legt, að við gætum tileinkað okkur sumt í þýskum anda, suma ótvíræða kosti hans, en gætum þó sneitt hjá göllum hans, mannúðarleysi og ofmetnaði. En kostir hans eru ódræp iðni, jötunefldur vilji og takmarkalaus fórnfýsi þegnanna fyrir heild- ina, „föðurlandið mikla“, sem lifa á, þótt einstaklingar og kynslóðii- komi og hverfn En margir ætla, að heraginn þýski hafi öllu öðru fremur eflt þessa mikilvægu eiginleika. Það var næstum þvi skoplegt, er flutningsmaður þegnskyldu-tillögunnar vildi haga þegnskyldu-vinnunni „líkt og á sér stað við heræfingar í Danmörku“. Það sýnir, hve greindustu Islendingar einblína á Dani og danska menning. Myndi hér ekki mega nema meira af Þjóðverjum? Myndi ekki giftusamlegra að sníða hana eftir þýskum fyrirmyndum ? Margt myndi og mega nema af Vesturheimsmönnum í þessum efnum. Það væri fróðlegt að vita, hvort nokkr- um hefir hugkvæmst vænlegra ráð til a& skapa í Islendingum þýska þjóðkosti, þá er eg hefi minst á, en þegnskylduvinnan er. Og hvernig á að temja mönnum fórn- fysi fyrir ættjörð sína á annan hátt en að láta þá fórna einhverju fyrir hana, fá þá til þess með einhverju móti ? Að vísu má enginn ætla, að 3—4 mánaða þegnskyldu- vinna einu sinni á æfinni skapaði í os& þýskt viljaþrek og iðni. En eg hefi reynslu fyrir mér í því, að ekki alllítið má nema á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.