Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 9
SKÍNFAX 57 ur stórskóld Norðmanna á 19. öld. I sveit- unum eru talaðar margar mállýskur, all- skyldar íslensku enn þó dönskuskotnar. Ur þessum bygðamálum eru nú Norðmenn að reyna að búa sér til móðurmál — ný- norskuna, og verður ekki sagt, að því starfi sé lokið enn. Nú vill dr. H. P. að Norðmenn taki skarið af, fleygi dönskunni, nemi islensku og setji hana í hásætið eins og áður var. Til þess vill hann, að við kostum háskólakennara íslenskan við há- skólann í Kristjaníu. Vafalaust mundi sú nýbreytni geta haft nokkur áhrif, því að í þessu efni Iíta málhreinsunarvinir mjög til Islands eftir stuðningi. Og víst er um það, að eitt sinn kostuðu margir merkismenn i Kristjaníu íslenskan prest til að halda þar guðsþjónustur ó móðurmáli okkar svo að þeir fengju að heyra það talað. Hvers þurfum við Iielst? Dólitlar umræður i vikublöðunum hafa spunnist út af bréfkafla úr Húnavatnssýslu, sem Skinfaxi flutti í vetur. Þær linur lýstu vantrausti á þeirri stefnu og þeim mönn- um, sem vilja spara hvern eyri til menta- mála í landinu, manna, sem virðast óttast að alþýðan hafi sjálfstæðar lífsskoðanir, en vilja hins vegar ausa fé út í verklegar framkvæmdir, leggja fó svo miljónum skift- ir í fyrirtæki, sem óséð er að þjóðin geti nú risið undir. Hér er um tvær stefnur að velja: aðra sem vill lækna mein þjóðar- innar með ytri meðulum : botnvörpungum, fyrirtækjum eins og miljónafélaginu sáluga, járnbrautum, iðnaði við fossana, gistihús- um á ferðamannaleiðum o. s. frv. Hin er sú sem flestir hugsandi ungir alþýðu- menn fylgja. Þeir vilja fara hægt i að steypa þjóðinni i þær verklegar fram- kvæmdir, sem hún kann ekki með að fara. Þeir vilja láta andlegar framfarir ganga á undan verklegum framförum. I ágætum fyrirlestri, sem Bjarni Ásgeirsson hélt nýlega i U. M. F. R. sannaði hann betur en áður hefir verið gert hér á landi, hve ófær er leið þeirra, sem eins og við- reisnarmenn 18. aldar,- vilja hefja þjóðina með ytri aðgerðum, en vanrækja andlegu hliðina. Starf Fjölnismanna vakti íslend- inga, hleypti eldi i hugina, og þá fyrst fór þjóðinni að fara fram, verklega og efna- lega. Það er velkomið að kalla þetta aft- urhald, eða hvað sem menn vilja. En það mun þurfa meira en stóryrðin ein til að drepa þessa stefnu. Henni vex afl með hverju ári við það, að hugsandi menn í landinu sjá svo margt rotið og andstyggi- legt í „lækningum“ sumra hinna framboðnu- leiðtoga, að þeir geta ekki treyst þeim,. sist til vandasamra verka. Þessvegna segja þeir: Annaðhvort verður að hreinsa tií i landinu, fá þar annan anda í hið opin- bera líf, eða við spyrnum höndum á móti braski „vitmannanna“. Að síðustu tvu dæmi: Fyrir fáum árum var voldugur flokkur meðal trúnaðarmanna þjóðarinnar, kominn langt áleiðis með að fá margar miljónir af erlendu fé handa íslandi og ætl- aði að setja það fé undir umsjón manns„ sem var búinn að setja sig í óbotnandi skuldir, svo tugum þúsunda skifti, og draga inn í þá hringiðu flesta vini sína og nauð- leitarmenn, sem síðan studdu hann til þessara framkvœmda. Var syndsamlegt þegar afturhaldið eyðilagði þessa fram- kvæmd? Eða kannast menn við járn- brautartilboðið danska frá 1913? Þar átti að vera 2—5 manna islenskt járnbraut- arfélag, auðsýnilega sniðið eftir „íslenska steinolíufélaginu“, 75 ára einkaleyfi og rnörg fáheyrð forréttindi. Á þinginu mæltu ýms- ir „vitmenn“ með þessu. En tilboðið rak sig á heilbrigðar lífsskoðanir þjóðarinnar og dó af því. Og nú þora ekki hluthafar „hins íslenska járnbrautarfélags“ að minn- ast á tilboðið, sem eitt sinn var þeim' svo hjartfólgið. Hvers vegna er það?' Víst eru margir menn, sem vel vita að hér þarf fyr eða síðar útlent fjármagn inn í landið. En þeir ætla ekki að láta búa svo í garðinn, að þar þurfi að fela neitt, eða

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.