Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 12
60 SKINFAXI ^essum tíma, ef vel er á haldið af hálfu kennara og nemenda, þótt skólunum sum- um verði lítið úr ekki lengri tíma. Ef þegnskylduvinnu yrði komið á, bær- ist landinu feiknin öll af vinnukröftum. ■Og á þeim höfum vér mikla þörf, svo víð- ar lendur sem vér eigum óræktaðar. Flutn- ingsmaður gat þess í ræðu sinni um mál- ið á alþingi 1903, að með þessu lagi gætu íijómenn Iært að græða reiti fyrir framan ■hús sín og bústaði, og er það falleg hugs- un. Við þetta má bæta því, að fleiri myndu nema slikt en sjómenn, svo sem verslunarmenn, iðnaðarmenn og embættis- menn, yfirleitt allir, er intu þegnskyldu af hendi! Þá létu Islendingar af því að „telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurlagarð“. Þegnskylduvinnan ætti bæði að fegra og auðga landið. Sumum er illa við nafn- ið. Myndi ekki hentara að kalla hana landræktarskyldu ? Athugum nú, hvernig málið horfir við oinstaklingum, er skylda þessi er lögð á herðar. Hér að framan er bent á, að lík- ■ur séu til, að þegnskylduvinna komi inn hjá þeim, er hana leysa af hendi, meiri röskleik við störf þeirra og sjálfsaga, en nú er títt vor á meðal. Ef þetta tækist, þótt ekki væri nema að Iitlu leyti, þá yrði námskeið þetta þeim til ómetanlegs gagns. Og eg fæ ekki séð, að neinn myndi sjá eft- ir þeim 3—4 mánaða tíma, er til vinn- unnar færi, þá er frá liði. Svo langur er fiminn ekki. En flestir myndu eiga þaðan fjölda skemtilegra minninga. Líf sjómanna verður fjölbreyttara á þenna hátt, heldur ■en ef þeir næmu aldrei neitt annað en það, or að sjómensku lýtur. Og allir andans menn, bæði skáld, vísindamenn og stjórn- málamenn myndu græða á henni dýrmæta hfsþekking og reynslu, sem verður ekki í bókum numin. Og er slík reynsla örugg- asti stuðningur öllum hugsandi mönnum, er leikur hugur á að skapa sér lífsskoðun. Mörgu merku fyrirbrigði gætu ungir nátt- úrufræðingar þar veitt eftirtekt. Stjórn- málamanna-efni kyntust högum alþýðu, og ekki ólíklegt, að þeim yxi þá samúð með henni og skilningur á þörfum hennar og lífsbaráttu. Eða þá skáldaefnin. Hvar gætu þau lesið bók bókanna, mannlifið, betur en þar? Slíkur lestur er þeim giftu- vænlegri en að skoða lífið gegnum vindl- ingareyk á gildaskálum, eins og sumum útlendum skáldum þykir hætta til um of. Landsmenn myndu yfirleilt kynnast hver öðrum meira en nú á sér stað, og stétta- rígur að líkindum minka, öllum til gagns og þæginda. Það er gagnslaust, að fjölyrða um fyrir- komulag á vinnunni nú. Vinnutíminn ætti ekki að vera mjög langur, en hins- vegar veltur alt á, að vel verði unnið og kappsamiega, er unnið er. Það verður að heimta það vægðarlaust, að hver geri skyldu sína. Þar mætti ekki þola skrópar né nein undanbrögð. Mér virðist tíminn hentugur til að hreyfa málinu nú, bæði inn d við og út á vid, ef eg svo má að orði kveða. tlt d við, að því leyti, að erfitt ætti ekki að veita að sýna þjóðinni fram á, hvilíkum ósköpum aðrar þjóðir fórna nú fyrir ættland sitt, og hversu litla fórn hér er farið fram á, segj- um 3—4 mánuði (Hermann fór fram á 7 vikur) hjá þeim blóðstraumum, fé og lífs- þægindum, er Þjóðverjar, Frakkar, Englend- ingar, Belgir o. fl. þjoðir offra nú fyrir ætt- jörðu sína. Væri nú mikið, þótt hver íslend- ingur fórnaði þjóð sinni 3—4 mánuðum af æfinni? Og íslendingum hlýtur að skiljast það skjótt, að á þvi er mikill gæfumunur, að fórna 3—4 mánuðum til að rækta land sitt heldur en misserum, árum, limum og lífinu til verstu glæpa og mannsmorða, eða undirbúnings undir slikt. Og nú kemur mér í hug, hvort vér Islendingar getum ekki kent öðrum þjóðum, sýnt þeim það í raun og athöfn, að það má ala upp óherskáan heranda, að innræta má þegnunum fórnfýsi fyrir þjóð sína og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.