Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Síða 9

Skinfaxi - 01.06.1915, Síða 9
SKINFAXI 73 koma hjá félagsmönnum i ræðu eða riti, og leiðrétta pau. c. Handrituð blöð eru gefin út í 22 fé- lögum. Alls komu út 187 tölublöð á ár- inu. d. Umræður á íundum miða og að nokkru leyti í sömu átt. Hvert félag hefir haldið frá 6 til 30 fundi og haft margvís- leg málefni til meðferðar. Undir þennan lið má og telja fyrirlestr- astarfsemina. Fjórðungsstjórnin gat ekki sent félögunum fyrirlestramann, sökum ófyrirsjáanlegra peningavandræða. En i þess stað voru nokkrir menn fengnir til að halda fyrirlestra fyrir nágrannafélög sín. alls voru fyrirlestrar haldnir í 16félögum, 69 að tölu. Fyrirlestraefnin voru afar- margvísleg, fræðandi, hvetjandi eða ment- andi. 2. íþróttir. Öll hafa félögin fengist við íþróttir í einhverri mynd. Langtíðust er íslensk glíma og sund, því næst hlaup og stökk allskonar. Leikfimi var stunduð í 6 félögum, „mín aðferð“ ætð i 3. Auk þess hafa ýms félög lagt stund á knatt- spyrnu, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, gríska glímu o. fl. íþróttamót voru hald- in allvíða til sveita og íþróttanámskeið á stöku stað. Samband U. M. F. í. gekst fyrir íþróttamóti fyrir land alt, er haldið var i Reykjavík, og fjórðungssjóður Sunn- lendingafjórðungs kostaði námsskeið fyrir íþróttakennara, er haldið var i Reykjavík. Þvi miður verður ekki séð af skýrslunum Hér sjá lesendurnir mynd af Rikarði Jónssyni mynd- höggvara. Svo sem ráða má af henni, er Ríkarður maður einbeittur og vilja- sterkur, enda hefir honum ekki veitt af; hann hefir engan haít til þess að kosta sig til listanáms, og þvi þurft að vinnafyrir sér sjálfur; á því sjálfum sér að þakka, hvað hann er orðinn. Rikarður er ljóshærður og bláeygður, lágur vexti, en sterkur og fylginn sér. Hann er hagur á orð, eigi síður en á efnivið og annað, sem myndir eru mótaðar i. Söng- maður er hann ágætur, og hinn mesti gleði- og mann- fagnaðar-maður, og kann eigi síður að skemta öðrum, en sjálfum sér. Kona Ríkarðs er María Olafsdóttir; bæði eru þau af Austfjörðum. Ó. F.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.