Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.06.1915, Blaðsíða 12
76 SKINFAXI -ekki neitt, og verðum að byrja á undir- stöðunni — i þessu eins og svo mörgu öðru. Irsrit Ræktunarfélags Norðurlauds. Akureyri 1915. Félag þetta hefir gert stórgagn, þau fáu ár, sem það hefir starfað. Tilraunastöðin á Akureyri er einhver allra fallegasti blett- urinn á Iandinu — blásin melhlíð er nú vafin fögrum, margbreyttum gróðri. Fé- Iagið hefir m. a. fasta starfsmenn er ferð- ast um Norðurland á sumrin. Þeir leið- beina bændum, og hvetja þá fram, og sér nú þegar mikinn árangur af þeirri starf- semi. I riti þessu er grein eftir Valtý Stefánsson. Ráðleggur hann að safna innlendri húnaðarreynslu, fá bændur til að segja frá reynslu þeirra, og láta þannig vaxa upp visi til þjóðlegra búvísinda. Jákob Líndal ritar merkilega grein um ræktun. Bendir á hve Iandbúnaðurinn eigi erfitt að þola samkeppni útgerðarmanna. Ef sveitin eigi að halda sinu, verði að vinna sem mest með vélum og hestum. En til þess þurfa slægjulöndin að vera slétt. Telur seinfærl og nær óvinnandi að slétta túnin með gamla laginu — mannshönd og undirristuspaða. I stað þess vill hann láta rífa þýfið sundur með plóg og herfi. Sannar að það er fljótlegra og miklu ó- dýrara. Hlö íslcuskii náttúrufræölsfélagr. Tuttucju og fimm úra minningarrit. Eitt af því, sem allir ferðamenn. er til Rvíkur koma, vilja sjá, meðan þeir dvelja í bænum, er Náttúrugripasafnið. Það á nú heima í bókasafnshúsinu og fer allvel um það. Forgöngumenn félagsins voru íslenskir námsmenn í Höfn og þó einkum þeir Björn Bjarnarson sýslum. Dalamanna og Stefán Stefánsson skólameistari á Akureyri. Má segja að hann væri lífið og sálin í fé- laginn framan af, meðan það var að kom- ast á laggirnar. Þá unnu þeir mjög að safninu hin fyrri ár Benedikt Gröndal og Þorv. Thoroddsen; en á síðari árum þeir Bjarni Sæmundsson og dr. Helgi Jónsson. Hafa þeir allir unnið að safninu með mik- illi alúð og ósérplægni fyrir litla eða enga borgun. Án þeirrar vinnu mundum við nú ekkert safn eiga, er gæfi verulega hug- mynd um náttúru og eðli landsins. Yerður þessum óeigingjörnu forgöngumönnum best þakkað þeirra starf með að styðja það af aleíli. Félaginu er altaf bagi að því, hvað tekjurnar eru litlar. Það vantar nýja fé- laga. Og án efa eru fjölda margir menn s'em hafa séð safnið, og þótt vænt um þennan efnilega vísi, fúsir til að ganga í félagið. Ársgjaldið er ein króna. Æfitil- lag tíu krónur. Gjaldkeri er dr. Helgi Jóns- son í Rvík. Magnús Gcíslason: Ábyrgðin. Kvæðaflokkur. Rvík 1914. Ábyrgðin er sorgarsaga í ljóðum, saga um mann, sem glæframaður ginti i ábyrgð. Eins og orðið hefir í margri sannri sögu var gengið að ábyrgðarmanninum, alt tekið af honum og skylduliði hans tvistrað. Kona og börn létust á hrakningum. Kvæð- ið er magnað að efni, og í mjög laglegum búningi. Einar Arnórsson: Þjóðfélag'sfræði Rvík 1915. I þessu blaði er þarflaust að segja ná- kvæmlega frá þeirri bók, er svo margir af lesenfium blaðsins munu fá í hendur. Þó má geta þess, að þar er glögg og góð lýs- ing á stjórnarformi því, sem íslenska þjóð- in á við að búa, allir aðalþræðir raktir skýrt og ljósl eins og við mátti búast af þessum höfundi. Bókin er fyrst ogfremst ómissandi handbók fyrir hvern kjósanda, bók sem hann getur gripið til, hvenær sem deilt er um meginatriði í stjórnarformi landsins. Hitt skyldi enginn ætla að hann hafi gagn af að lesa Þjóðfélagsfræðina eins og skáldsögu, því að það er engum unt, jafnvel ekki E. A„ sem þó er manna skýr- astur og Ijósastur í ræðu og riti að gera þetta

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.