Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1915, Page 13

Skinfaxi - 01.06.1915, Page 13
SKtNFAX 77 efni svo létt. Bókin ætti að vera sjálfsögS kenslubók í hinum stærri almennu skólum, þó að hlaupið væri yfir mörg atriði, sem heima eiga í handbókum fremur en skóla- bók. Og meðan ekki er 1 annað hús að venda með bækur í þessu efni, þá er mik- ill kostur að hafa bók, sem getur átt al- staðar heima, verið skólabók, handbók og sjálffræðari. Hámark ósvífninnar. Þegar eg las í Skinfaxa um brallarann,. sem seldi 300 kr. virði af glysvöru fyrir 4000 kr., datt mér í hug að minnast á útlenda brallara, sem eru farnir að teygja fjárdráttarklærnar til Islands og njóta til þess stuðnings sumra helstu blaðanna. Svo er mál með vexti, að á síðustu ár- um hafa komið margar skrumauglýsingar í blöðunum frá útlendum, kaupahéðnum sem bjóða margskonar svikadót við lágu verði. Auglýsingar þessar eru raunar svo úr garði gerðar, að auðsætt er hverjum heilvita manni, hvar fiskur liggur undir steini. En mér leikur þó grunur á, að allmargir hafi glæpst á þeim og eg hefi það fyrir satt, að mikið fé sé þegar farið út úr landinu fyrir dót, sem er alls einkis virði, svo sem gersamlega ónýtt glingur, — hringa, nælur, úrfestar, úr, sem hafa ekki gengið rétt stundu Iengur o. s. frv. — Eg hefi hér við hendina auglýsingu, sein mun vera einhver sú ósvífnasta. Þar er auglýst „furðuverk nútimans, 100 skraut- gripir fyrir 9 kr. 25 aura“ — með 10 ára ábyrgð. Einn gripurinn er úr með 4 ára (II) ábyrgð; hitt eru úrfesti, hringur, næl- ur o. s. frv. og síðast 80 smámunir, þarfir á hverju heimili; — það eru — pennar!! Annað blað flutti nýlega margsinnis aug- lýsingar, frá a. m. k. fjórum skóverslun- um i Kraká í Austurríki, um birgðir af skóm, 4 pör á nál. 9 kr. Verðið er lágt, því verður ekki neitað; en það er of hátt fyrir þá vöru, sem er alls einkis virði í raun og veru. ENSKUBÁLKUR. The Destruction of Senuacherih. By Lord Byron. The Assyrian came down like the wolf on the fold And his cohorts were gleaming in purple and gold; And the sheen of their spears was like stars on the sea, When the blue wave rolls nightly on deep Galilee Like the Ieaves of the forest when summer is green, That host with their banners at sunset were seen: Like the leaves of the forest when Autumn hath blown, That host on the morrow lay withered and strown. Fall Senákeribs. Matth. Joch. þýddi. Sonur Assurs kom austan sem brennandi bál og þar blikuðu gullhjálmar, purpuri og stál, og á glymbrodda stirndi sem straumöldu- flet þegar stjörnurnar leiftra við Genesaret. Eins og laufin á vorin á gróandi grund var hinn gunnsterki herinn um sólarlagS' stund; eins og laufin á hausti um hélaðan völl láu heiðingjar dauðir, er sól skein á völl. Framhald. To be continued.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.