Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 3
SKINFAXI 131 'þjóðarfyrirtækjum. Hann gæti gert tvö- falt gagn, fyrst náð tilgangi sínum að gera öll gamalmenni fjárhagslega óháð, og í öðru lagi skapað hér nauðsynlegt fjármagn, svo að landið þyrfli ekki að knékrjúpa ■erlendum okurkörlurn með lántökur. En jiessar framfarir fást aldrei, meðan skatt- hrœðslan hvílir eins og martröð á þjóð- inni, svo að varla má ná neinum gjöldum til almennra þarfa nema með tollum, sem koma þannig niður, að þeir bera niest gjöldin, sem ekkert eiga. Ef réttarfarinu væri breytt í nýtískuhorf, og afbrotamenn læknaðir i stað þess að hegna þeim, þá ynnist tvent. Fyrst að farið yrði mann- úðlegar með vandræðagripi jijóðfélagsins, ■ og þannig að tlestir þeirra yrðu menn að íbetri, en eigi verri svo sem oft á sér nú stað. Exi hitt skifti þó rneiru, að um leið og farið yrði að lækna vísindalega eitt félagsmein, þá mundi það gerbreyta hugs- unarhættinum, uns það yrði alviðurkent, að öll mannfélagssár œtti að lækna, hvert eftir sinu eðli. Þá mundu mörg þau viðreisnarráð, sem formsdýrkendur og auðvaldsinnar nú mæla mest með, þykja álíka vænleg til þjóðþrifa, eins og galdra- brennur fyrri alda eru að dómi nútíðar- manna. En fram úr öllu þessu á æskan að ráða með einhverjum hætti. Árin líða íljótt, og fyr en varir finnur unga kyn- slóðin, eins og risinn forðum, að allur jhimininn hvílir á herðum hennar. Samgöngur í framtíð. Eins og vænta má af málgagni hinnar tingu og uppvaxandi kynslóðar, ræðir Skin- faxi samgöngumál og samvinnufélagsmál. Flest það er eg hefi séð þar um þessi mál, felli eg mig vel við. Sumt i ritgerðinni „Samgöngur“ í ágústblaðinu kann eg þó ekki við; og þó langt sé um liðið, vil eg mega athuga þá grein. Um inngangskaflann er það að athuga, að vegurinn yfir Svínaskarð er ekki talinn þjóðvegur, og það lítið við þann slóða er gert, er á kostnað sýslusjóðs; gat því „Kjósarbóndinn" ekki verið þakklátur land- sjóði fyrir það. Ekki er það heldur byrj- un á verki, sem líklegt er að komandi aldir haldi áfram. Vegna Iandslagsins verður þar aldrei nema klyfjaflutningsgata, og legst viður, er skynsamlegri flutninga- aðferð verður almennari. í næsta kafla kann eg verst við það, sem um járnbrautirnar er sagt. Kom mér í hug orðtakið: „Lítið lagar og lítið af- lagar“. Eg kann ekki við að Skinfaxi telji unga fólkinu trú um, „að ekki virð- ist nein tiltök að núlifandi kynslóð Islend- inga geti bygt járnbrautir svo að um muni“. Verði ekki flug eða önnur enn óþekt sam- gangna-aðferð fyrri til að gera járnbrautir óþarfar, finnst mér ekkert sennilegra, en að islenskir menn, sem nú eru ungir, byggi járnbraut hér svo um muni. Því byrjun, þó lítil sé, getur munað miklu. Og hvernig stendur á því, að þarna er gert ráð fyrir, „að járnbraut frá Rvík um sléttlendið sunnanlands" mundi kosta 10 miljónir, eða 8/5 meira en fróðir menn um þau efni hafa áætlað, að þyrfti til byrjunar „svo að um muni“ ? Og þó er vitanlegt, að að- ferðir og tæki til slikra verka fara sífelt batnandi, og gera byggingar járnbrauta og i-ekstur ódýrari. Áætlunin um járnbraut til Akureyrar og um lánstraustið virðist mér eins í lausu Iofti, og kenna úrtelni og myrksýni. Kaflann um „sjóleiðirnar“ hefi eg lítið við að athuga í aðalatriðunum. Þó finst mér kenna þröngsýni, þar sem einkum er hugsað fyrir póstflutningi. Höf. virðist ekki sjá, að í framtíðinnni verði þörf fyrir greiða vöruflutninga alt árið á efnismestu svæðum landsins, eða gera ráð fyrir að framleiðsla verslunarvöru í landinu geti stór- um aukist. Og sést hefir honum yfir að skýra það, hvernig „strandferðirnar“ geta

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.