Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 1
3tX\ 12. BLAÐ REYKJAVÍK DESEMBEB, 1915. VI. ÁR. Yfirlit. Ýmsir af lesendum Skinfaxa, og einkum þeir sem ekki hafa verið blaðinu velvilj- .aðir, hafa borið því á brýn, að það væri nokkuð stefnulaust. Þar væri drepið ,á svo margt, að lesendurnir gætu ekki átt- að sig á, hvert stefnt væri. Þessum mönn- um hefir að líkindum fundist keyra um þvert bak með þessa sundurlausu „þanka" •nú í ár, því að í inngangsgreinum blaðs- ins hefir verið minst nokkuð á allmörg helstu innanlandsmál Islendinga. En þeir sem vilja hafa fyrir að líta til baka, yfir árganginn, munu finna, að það sem fljótt á að líta virðast vera tómir molar, var í raun og veru ein heild, Helstu fram- einskonar frumdræltir að heildarskipulagi frá vissu ^jónarmiði. Þessi aðferð átti að hafa og hefir haft þau áhrif, að ýta við mönnum, •ekki til þegjandi samþykkis, enda var þess ekki óskað, heldur til að hugsa um mdl- in og mynda sér ákveðnar skoðanir um mörg af þeim atriðum, sem deilt verður um á komandi tímum. I engu landi nema íslandi hefði verið unt að hreyfa svo marg- hreyttum félagsmálum i „ópólitísku" blaði, ¦einmitt af því að erlendis skiftast menn í stjórnmálaflokka eftir því, hvernig þeir líta á innanlandsmálin. Hér á Islandi skiftast menn, eða hafa skifst, í flokka eftir því, jhvaða óskir þeir hafa borið í brjósti um samband íslands og Danmerkur. Það mál ^formsbaráttan" er vígður reitur stjórn- málamannanna. En um innanlands fram- faramálin skiftast menn ekki eftir flokkum og á meðan svo er, getur blað, sem á góða styrktarmenn í öllum flokkum og meðal allra stétta landsins, óhikað tekið þátt í almennu umræðunum um slik mál. En undir eins og eitthvert mál er orðið flokks- mál, verður það viðurkend séreign stjórn- málamannanna. I undangengnum greinum hafa ^t50-'!™81 verið fyrst nefndar þær leiðir, þrjár. ¦> r . sem hugsanlegar voru landinu til viðreisnar. Fyrst var úrræði stjórnmála- mannanna, að breyta sambandinu við Banmörk. Annað var að hleypa bylgju auðmagnsins óbrotinni yfir landið i von um hverskonar framfarir og hamingju. 1 þriðja lagi að leggja aðaláherslu á menn- ingu og persónulega velgengni einstakl- inganna i landinu, láta andlega menn- ingu, ef nokkuð var, sitja í fyrirrúmi verk- legrar menningar, en eingöngu í þvi skyni, að meiri hamingja fylgdi hverri verklegri umbót. Með þessu var stefnt að alhliða, heilbrigðum framförum, og aldrei tekiðtil- lit til augnabliksins, heldur ókominna tima, fremur ráðið til að fresta einhverri endur- bót um nokkur ár, en að láta hana koma ó- undirbúna með heilan hóp af mannfélags- meinum í eftirdragi. Þann- VÍtverkindan ig hefir L d- bœði bilskiPa- og togaraútvegurinn verið bygður upp fyrirhyggjulaust hér á landi, ræktun landsins vanrækt, fjármagni þjóð- arinnar veitt í útveginn og kaupstaðarhús, atvinnan á sjónum stunduð þannig, að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.