Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 4
132 SKINFAXI. gert landpósta óþarfa í Árnes- og Rangár- vallasýslum, þar sem hvergi er lendandi (fremur en I Skaftaf.s.) nema þegar best og blíðast er á sumrin. Og ekki finst mér heldur horft langt fram í timann, eða út- sýn björt framundan, þar sem gert er ráð fyrir að framvegis þurfi viða að „flytja póst- inn á hestuni" að vetrarlagi þó um bygð sé að fara — þrátt fyrir að í næsta kafla („Akvegir") er gert ráð fyrir, að akvegir verði innan skams komnir í flestum stærri bygðum landsins. Mundi þá ekki oftast mega sæta akfæri? Þá er síðasti kafli ritgerðarinnar: „Ak- vegir og bifreiðaflutningur“. Höf. hefir mikla trú á bílunum. „Þeim fer altaf fram“ segir hann, og efast enginn um það, og svo er um járnbrautirnar o. fl. En hvernig er um þolið, ef vegirnir eru misjafnir? Eða þarf ekki dýrari vegi fyrir bila en kerrur? Og er líklegt að þeim fari brátt svo fram, að þeir ferðist í aur og snjó ? Enn eru þeir ekki ferðafærir hér neina þrjá, i mesta lagi fjóra, mánuði ársins ef vel árar; en hina 8—9 mánuðina ætti einnig að vera þörf samgangna, ef landið á nokkra framtíð fyrir höndum, seni allir uhgir menn ættu að vona og vinna að. Eg hefi þá trú, að hin yngri „núlifandi“ kynslóð muni ekki sætta sig við annað en það, að samgöngurnar verði svo sem unt er, jafngreiðar alla tíma ársins, og að það muni takast, þar sem skilyrðin eru best. Þá vil eg leyfa mér að gera dálitla rit- breyting á niðurlagi ritgerðarinnar í Skinf., þannig: „Sennilega munu allir, sem ekki eru rammir kyrstöðumenn, viðurkenna að við þurfum miklar samgöngubætur, og að full þörf er að átta sig á, hversu þeim má hátta. Og það er mjög Iíklegt að sú um- hugsun leiði flesta skynsama menn til að búast við, að við getum, áður en mörg ár líða, bætt þær á líkan hátt og lýst er í síðari málsgrein sjóleiðakaflans, á þeim svæðum landsins, sem að nýtilegum höfn- um liggja, en með járnbraut og akvegum út frá henni, á Suðurlandsuudirlendinu, þó sú járnbraut einkum yrði til hjálpar 3 —4 sýslum og tveim kaupstöðum, þá er þess að gæta, að það eru fjölmennustu svæði landsins, og líklegust til skjótra og verulegra framfara í sambandi við slíka samgangnabót. En rangt væri þar fyrir að vanrækja aðru hluta landsins, þar sem koma mætti samgöngunum í viðunanlegt horf með minni kostnaði“. Að lokuin vil eg — i von um að það verði ekki of bjart í augum Skinfaxa og unga fólksins — lýsa þeirri hugsjón minni að járnbraut muni á þessari öld ekki ein- ungis verða lögð austur að Þjórsá, heldur alla leið austur i Landeyjar. Landeyjar með Þykkvabæ, eða eylandið neðan Þjórs- ár, er eitt hið frjósamasta á landi hér, en er í hættu af Markarfljóti. Eg gæti trúað að „ungmenni“ framtíðarinnar vildu kaupa þessar „akureyjar“ fyrir brautarspotta frá Þjórsá austur með Fljótshlíð, og með garði þar yfir Þverá (vesturfall Markarfljóts), er verði fljótinu að falla vestur, og yrði undir- lag brautarinnar ofan í Landeyjarnar. Gegn um smugur á þeim garði mætti fá hófstilt vatn úr fljótinu til áveitu á Land- eyjarnar. Og þá yrði einnig Þverá við- ráðanleg til þeirra nota. Ef umbæta þarf fyrirhleðsluna austan Markarfljóts, mætti þá á skyndibrú (stólpabrú) hleypa eimreið austur fyrir til að vinna það verk, og þannig halda fljótinu í flóðtröðum og verja löndin beggja megin. Og trúað gæti eg, að framtídarmönnum þættu þessi lönd þess virði. Grafarholti 9. nóv. 1915. B. B. Aths. Skinfaxi er hinum heiðraða böf. þakklátur fyrir þessa grein, en ekki alstað- ar sammála. Mun drepið á málið úr ný^ árinu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.