Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1915, Page 8

Skinfaxi - 01.12.1915, Page 8
136 SKINFAXI Úti-íþróttip, Eflir Bennú. II. Til foma voru hér á landi iðkaðir knatt- leikar ásamt mörgum fleirum íþróttum, og stóðu knattleikamótin oft yfir í marga daga, sóttu þá leika allir, „sem vetlingi gátu valdið", svo mikilli lýðhylli áttu þeir að fagna með þjóðinni. En þó að knattleikar hafi verið mikíð iðkaðir hér á landi, þekkjast leikreglur þeirra ekki. Hefur því miður engum hugs- ast að færa þær i letur á ritöldinni. I fornsögunum er oft látin í Ijósi að- dáum á einhverri hetjunni í knattleiknum, {sjá t. d. Grettis-sögu bls. 36., um knatt- leikana i Miðfirði), en sjaldnar eða aldrei á leiknum sjálfum, og bendir þetta einna mest til þess, að hver og einn þátttakandi hafi átt að „skara eld að sinni köku“, og því ekkert eða mjög lítið verið hugsað um heildina. Þessir knattleikar þeirra fornmanna, fóru vanalegast fram á ís, hörðum bala eða sléttum grasvelli. Er ég því að geta mér til, að knattleikar |>eirra hafi verið likir nútiðar leikj- unum, „Ishockey“ (Bandy) eða „Kricket“, þvi í þessum leikjum eru notuð knatt-tré, sem og voru notuð við knattleika til forna. En þó eru þessir nútíðar knattleikar heildar- og flokkaleikar, þar sem sigurinn í leiknum er undir allri heildinni kominn. En i knattleikjunum fornu réði afl og áræði •einstaklingsins oltast úrslitunum. III. Á íslandi er knattspyrnu-leikurinn (Asso- ciation football) að eins 20 ára gamall, en hefur þó rutt sér hér mjög til rúms og það að maklegleikum. Er svo að sjá sem þessi iþrótt sé að skipa hér öndvegi, og er þá komið svo, að knattspyrnan, ætlar að taka við af islensku glímunni, (þ. e. a. s. ef áhuginn vaknar ekki), sem hefur þó verið okkar eina þjóðaríþrótt til þessa. Og fer þá eins og áður er ísl.- glíman tók við af knattleikjunum, sem vanalegast enduðu á fangabrögðum (ísl. glímu) (sjá „Iþróttir Fornmanna“ bls. 199). Einmitt af því að knattspyrnan er sam- leikur milli tveggja flokka (sveita), sem verða að starfa líkamlega og andlega sam- an, er þessi leikur okkur íslendingum svo ákjósanlega gagnlegur, því hér er ennþá tilfinnanlegur skortur á samvinnu og félagsskap. Best verður okkur því að leggja af alefli stund á allar flokkaiþróttir, eins og t. d. knattspyrnn, bæði vegna samvinnunnar, sem verður að vera i leikn- um, og eins vegna þess, hve margir menn geta í einu orðið aðnjótandi þeirrar ánægju og sönnu gleði, sem er íþróttaiðkunum samfara. En til þess að slíkir flokkaleikir og kappraunir fari myndarlega úr hendi, þarf takmarkarlausi hhjðni og samvinnu þátt- takenda en á þessu strandar því miður oftast hjá okkur Islendingum; einstaklings- eðli okkar er ennþá svo magnað, og á meðan að svo er, verðum við aldrei neinir snillingar í flokka-íþróttum (eins og t. d. knattspyrnn) þar sem einn starfar fyrir alla, og allir fyrir einn. Verður því vel að hafa það hugfast í knaltspyrnuleiknum, að ekki eiga allir keppendurnir að spyrna (sparka) knettinum í markið. Látið þá um það sem til þess eru sérstaklega kjörnir. Hugsið heldur um að hlutverkunum sé rétt skift niður, hver sé á sinum rétta stað, þar sem hann var í Ieiksbyrjun, og gleymið svo ekki að hlýða skipunum flokks- foringans (The Captain). Ef ekkert af þessu er vanrækt, þarf enginn að kvíða leiks- lokum. Þá er komið svo gott skipulag á knattspyrnuleikinn að vandalaust ætti öllum að vera að skilja hann og að vinna saman heiðarlega (fair play) og án átroðn- ings . . . . að „markinu“. Frh.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.