Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 2
130 SKINFAXI. hún hefir verið mannskæðari en meðalstyrj- öld, bæirnir bygðir ósmekklegir og óþiifaleg- ir úr köldu og haldlausu efni, látin myndast í bæjunum öreigastétt, sem átti andlega og líkamlega við verstu kjör að búa. Þarna komu framfarirnar of snemma, fyrir þjóð- arheildina. Mannshöndin var komin fram úr manns-heilanum og hjartanu og aíleið- ingarnar eins og við mátti búast, tóm víxlspor og ólán, sem kasta skugganum fram á komandi kynslóðir. Til að slíkt hendi þjóðina ekki framvegis, þarf að undirbúa hverja verklega atótbreytingu með andlegum meðulum, og gera sér ljósa grein fyrir aíleiðingunum, svo að hægt sé að fyrirbyggja óhöppin. Til því- líks undirbúnings eru þeir menn alls óhæf- ir, sem láta persónulegan hagnað sinn eða sinnar stéttar, sitja i fyrirrúmi fyrir þjóð- arhagsmununum. Ef það er rétt athugað sem að framan er sagt, þá Ieiðir þar af, að framsýnir og hugheilir Islendingar eiga að leggja mesta áherslu á andlegu um- bæturnar, því að siðgóðum og velmentuð- um mönnum mun aldrei verða skotaskuld úr að vinna svo að hæði sé þeim og þjóðinni allri til gagns og sóma. Setjum svo að vel sé unnið N°krieði.Ul" þessu starfi, þá kemur röðin að verklegu fram- kvæmdunum. Landið er stórt og lítt rækt- að. Þar vill fólkið vera en kemst ekki fyrir eins og framleiðslunni nú er háttað. Afurðirnar hafa ekki verið í nógu háu verði til þess, að sveitabændur gætu rnink- að jarðirnar og lifað á minna landi en var. En þetta er nú að breytast stórvægilega, og hlýtur brátt þar að koma, að systkin, sem erfa óðal saman, kljúfa jörðina og rækta landið. Þar er Ieiðin í landnáms- málinu. Sjórinn við strendurnar er full- ur auðæfa, en þó hafa fiskimenn Islands sífelt verið fátækir. Þar þarf að breyta fjölmörgu, ef lán á að verða að þeim at- vinnuvegi, bæta skipin, minka mannhætt- una, efla líf og slysatryggingar, bæta húsa- kynni sjómannanna og margt fleira. Að því er afl snertir er framtíð landsins i hvítu kolunum, sem með ári hverju verða auðunnari að sama skapi sem kolin sjálf þverra og verða dýrari. Það skiftir miklu um heilsu og velferð Islendinga, að raf- magnið haldi sem fyrst sigurför sína um Iandið, því að fyr verður ekki húskuldinn gerður útlægur. Verslunin er af söguleg- um ástæðum í óeðlilegum böndum við Danmörku, en um leið og Island eignast flutningaskip hljóta aðalviðskifti okkar að verða við hin stóru iðnaðar og akuryrkju- lönd, Þýskaland, England og Bandaríkin. En í spor þeirrar breytingar mun fylgja efling samvinnufélagsskapar í verslun hér á landi. Samband kaupfélaganna stofnar til heildsölu og höfuðstöðva í Rvik, þegar höfnin er fullger, og annast sú heildsala öll viðskifti smáfélaganna út á við. í samgöngunum verður lögð aðaláhersla sjóleiðina, bæði til vöru- mann- og póst- flutninga; komið á mjög tíðum strandferð- um, með viðkomustöðum á 12 aðalhöfnun- um á Vestur- Norður- og Austurlandi, og; póstur fluttur frá þeim stöðum eigi sjaldn- ar en vikulega, og helst tvisvar í viku um undirlendin og dalina, sem sókn eiga að- hverri slíkri höfn. Dýrari umbætur fyrir einstök héruð eins og hafnargerðir og járnbrautarlagningar verða að bíða. Fyrst að bæta úr þeim annmörkum þar sern koma má við öruggri framtíðarbót fyrir 4/5 af landinu með litlum kostnaði, fremur en að ráðast fyrst í að bæta samgöngur einnar bygðar, með ærnu fé, meðan allir aðrir hlutar landsins hafa samgöngur, sem- tæplega eru boðlegar siðaðri þjóð. Þó- undarlegt sé. þá virðist varla annað ráð vænna fyrir járnbrautarvinina, en að styrkja sem mest tryggingarmálið. Ef allir Is- lendingar tryggðu sér ellistyrk, eftir sex- tugt, með 10—15 kr. árgjaldi, þá mundi á einum mannsaldri myndast risavaxinn- sjóður sem skifti tugum miljóna. Þann sjóð ætti og mætti ávaxta í tryggilegum>

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.