Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 10
138 SKINFAXI. bindindis í félögunum og utan þeirra, sér- staklega meðal æskulýðsins, og skorar jafn- framt- á félög sambandsins að banna al- gerlega reykingar á fundum sínum“. IX. Ferðakostnaður þingmanna. Svo- Iiljóðandi tillaga samþykt i einu hljóði: „Fjórðungsþingið skorar á fjórðungs- f-tjórnina að leita álits félaga fjórðungsins á því, að breyta 14. gr. fjórðungslaganna í þá ótt, að sá helmingur þingkostnaðar, sem félögin greiði sé greiddur sameiginlega, eftir meðlimafjölda þeirra.u X. Fjármál. Svohljóðandi frumvarp til fjárlaga fyrir fjórðungssamband U. M. F. Vestfjarða frá 1. apríl 1915 til jafnlengdar 1916. Tekjur: t sjóði frá fyrra ári . . . kr. 125,54 Skattur af 250 félögum . . ■— 87,50 Frá sambandssjóði .... — 25,00 ■Óvissar tekjur — 20,00 Ogreiddur skattur frá U. M. „Vorblóm" fyrir árið 1915 — 3,00 Samtals kr. 264,04 Gjöld : Kostnaður við fjórðungsþing kr. 30,00 Kostnaður við stjórn fjórð- ungsins — 15,00 Til íþróttakenslu .... — 100,00 Til fyrirlestrastarfsemi . . — 40,00 Oviss útgjöld — 20,00 I sjóði við árslok .... — 59,04 Samtals kr. 264,04 XI. Stjórnarkosning: ^orseti: Björn Guðmundsson. Ritari: Jón A. Guðmundsson. Féhirðir: Torfi Hermannsson. Varastjórn: • Kr. Jónsson ritstjóri, forseti, Bjarni Ivarsson ritari, Kr. Davíðsson féhirðir. XII. Nœsta fjórðungsþing. Samþykt i einu hljóði að halda næsta fjórðungsþing á Dýrafirði. Bj. ívarsson, Jón A. Guðmundsson. Framtíðarhorfur Ungmennafélaganna. Eftir Guðm. Jónsson frá Mosdal. I. Eitt af því, sem ungmennafélögunum er vert að athuga, og sem ég að þessu sinni ætla að minnast á, eru framtiðarhorfur þeirra. Hvernig hugsum við að 'ungmennafé- lögin haldi áfram til þess að geta náð til- gangi sínum, að verða þjóðinni nytsörn? Og hvað gerum við til þess að búa í haginn fyrir þau í framtíðinni? Upphafsmenn ungmennafélaganna hafa margir verið þeim kostamenn. Menn sem hafa verið hrifnir af þessari göfugu stefnu i þarfir lands og þjóðar, og hafa viljað leggja alla krafta sína fram, til þess að hrinda þessum hugsjónum sínum og á- formum i framkvæmd, og Iáta fjölda manna verða njótandi þeirra heilla sem þær fram- kvæmdir hafa í för með sér. Þessir menn hafa síðan orðið stoð og stytt^ félaganna eins og eðlilegt var. Þeir hafa svo hrifið aðra til áhuga og atorku ásamt sér. En sjálfir hafa þeir orðið að bera mestan hita og þunga dagsins, og allur meginhluti félagsfólksins hefir safnast í kringum þá, og kastað allri sinni áhyggju á herðar þeim. Enn njóta félögin margra þessara manna við, og mörg þeirra geta ekki án þeirra verið, hvort sem þeim er það Ijóst eða ekki. Gæti þetta fyrirkomulag haldist, mætti álíta að félögunum væri borgið; þau mundu að minsta kosti geta lifað og starfað á líkan hátt og þau hafa gert. En alt er breytingum undirorpið og þessir kostamenn félaganna eru sömu lög- um háðir og allir aðrir menn. Þeir geta ekki staðið í stað; þeir geta ekki enst alla tíð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.