Skinfaxi - 01.12.1915, Page 9
\
SKINFAXI
Þriðja fjórðungsþing
U. M. F. Vestfjarða.
29.—30. mars var þriðja fjórðungsþing
U. M. F. Vestfjarða háð að Flateyri við
Önundarfjörð.
Helstu gerðir og samþyktir þingsins voru
þessar:
I. Fyrirlestraslarfsemi. Svohljóðandi
tillaga samþykt í einu hljóði:
„Þingið felur fjórðungsstjórn að sjá um
að fyrirlestrar fari fram í fjórðungnum á
næstkomandi ári, að tilhlutun ungmenna-
félaganna".
II. Iþróttir. Nefndin, sem kosin var
til að athuga málefnið lagði fram svohljóð-
andi álit;
„Nefndin leggur það til að íþróttakensla
fari fram um mánaðartíma á ísafirði
næstkomandi vetur og sendi ungmennafé-
lög þau, sem í fjórðungssambandinu eru.
menn til náms þangað. Æskilegast telur
nefndin, að námsskeiði þessu verði lokið
fyrir jól, en þó því að eins, að það byrji
ekki fyr en eftir miðjan nóvember.
Hvað kostnaðinn við námsskeið þetta
snertir, vísar nefndin til 17. gr. sambands-
laganna og til fjárlaganna, gjaldlið 3, og
leggur til að af því fé, sem þar er veitt,
sé einhverju varið til að styrkja þau félög
— til að senda nemendur á námsskeiðið
— sem erfiðast eiga aðstöðu,“
Nefndarálitið var samþykt með 7 : 1
atkv.
III. Ðýraverndun. Svohljóðandi till.
samþykt í einu hljóði:
„Þingið felur fulltrúunum að stuðla að
því eflir megni að félög þeirra taki dýra-
verndun á stefnuskrá sína.
Fjórðungsstjórninni felur þingið að benda
félögum þeim, er í fjórðungssambandið
kunna að ganga. að æskilegt væri að þau
ynnu að máli þessu. Jafnframt skorar
það á öll félög um Iand alt að taka þetta
mál til meðferðar.“
137
IV. Heimilisiðnaður. Svohljóðandi til-
laga samþykt í einu hljóði.
„Þingið skorar á öll félög í fjórðungn-
um að beita sjer fyrir heimilisiðnaði í sveit
sinni ettir megni með því: a. að verð-
launa vel gerða heimaunna gripi, bæði inn-
an félags og utan. b. að notfæra sér sem
best Heimilisiðnaðarfélag Isiands og náms-
skeið þess.“
V. Þjóðgarður. Svohljóðandi tillaga
samþykt í einu hljóði:
„Fjórðungsþingið er eindregið þeirrar
skoðunar, að íslensku þjóðinni beri að
hlynna að þeirri hugmynd, að gera Þing-
völl að þjóðgarði landsins, og skorar á
fulltrúanana, félögin og sambandsstjórn, að
vinna að framgangi þess máls bæði inn á
við og út á við með því, að fá þing og
stjórn til að sinna því.“
VII. Trjárœkt. I málinu var samþ.
svohjóðandi till. i einu hljóði:
„Fjórðungsþingið skorar á fullti úana og
fjórðungsstjórnina að beita sér af alefli
fyrir því að vekja áhuga ungmennafélaga
og annara fyrir trjáræktarstarfseminni, og.
starfa eftir megni að aukinni þekkingu al-
mennings á grundvallarskilyrðum trjárækt-
ariunar, og vill í því sambandi leiða at-
hygli ungmennafélaga að ræktun matjurta
jafnhliða trjáræktinni, og hvetja ungmenna-
félaga til þess að kynna sjer og lesa trjá-
og blómræktarbókina „Bjarkir“.
VII. Blómsýningar,- Svohljóðandi til-
laga samþ. í einu hljóði:
„Fjórðungsþing U. M. F. Vestfjarða
skorar á ungmennafélögin innan vébanda
fjórðungsins að hafa blómsýningar að sumr-
inu, og samþykkir að fjórðungssjóður
greiði alt að helming af fé til verðlauna
á sýningum þessum en áskilur sér jafn-
framt 2/3 hluta af ágóða, sem af þeim
kynni að verða“.
VIII. Tóbaksbindindi. Svohlj. tillaga
samþ. í einu hljóði:
„Fjórðungsþing U. M. F. Vestfjarða skor-
ar á fulktrúana að styðja útbreiðslu tóbaks-