Skinfaxi - 01.12.1915, Side 13
SKÍNFAXI
141
Bókafregn.
Jóninna Sigur ðar d]ó11i r: Mat-
reiðslubók. Akureyri 1915. Verð 2 kr_
Höfundur pessarar bókar er forstöðu-
kona sjúkrahússins á Akureyri, og að álitj
þeirra, sem til þekkja, kvenna færust til að
gera slika bók. Fyrst i bókinni er fróð-
legur heilsufræðislegur inngangur eftir
Steingrím lækni, þá almennar bending-
ar um suðu, og að siðustu aðalkaflinn,
hversu hinir ýmsu réttir eru gerðir og
úr hverju. Það er mikill kostur á bók-
inni, að um livern rétt er sagt frá, hve
mikið hvert efni kostar og hve mikið gildi
það heíir (í hitaeiningum). Sú húsmóðir,
sem vildi rækilega nota sjer þær bending-
ar, gæti áreiðanlega sparað sér margar
krónur árlega.
Jón Jónsson: Islanclssaga. Rvík
1915. Verð 3,50.
Þetta er allstór bók, tæpar 400 bls., i
sama broti og Gullöld íslendinga. Hún
er ætluð til að vera kenslubók í hinum
stærri skólum landsins, og til heimalest-
urs fyrir fróðleiksfúsa menn. Það er
nokkuð erfilt að láta eina bók fullnægja
báðum þessum skilyrðum en það hefir þó
höf. tekist, svo vel sem kostur var á. Nið-
urskipun efnisins er nokkuð með nýju
móti, og virðist alstaðar breytt um til bóta.
Þessir eru aðalkaflarnir: Landnámsöldin
(870—930), Söguöldin (930—1030), ís-
lenska kirkjan í elstu tíð (1030—1152),
Sturlungaöldin (1152—1262), ísland undir
stjórn Noregskonungs og uppgangur kenni-
manna (1262—1400), Kirkjuvaldið (1400—
1550), Konungsvaldið (1551 —1683), Ein-
veldi og einokun (1683—1800), Viðreisnar-
barátta (1801-1874), Framsókn (1875-
1915). Því betur sem menn athuga þessa
skiftingu, munu menn kannast við, að hún
er einkar glögg, og tímabilin einkend eftir
höfuðstefnum og viðburðum. í handbók
og kenslubók banda unglingum og fullorðn-
um er nákvæmt heildaryfirlit jafn sjálfsagt
eins og það er óviðeigandi í barnabókum.
Eins og við mátti búast hefir höf. eigi orðið
skotaskuld úr að klæða þessa „beinagrind“
með holdi og blóði. Bókin er efnismikil,
glögg, lipur og Iétt, skemtileg og að
öllu vel frá henni gengið.
Kenslubók í (slandssögu
eftir Jónas Jónsson. Auðveldasta barna-
bók í þeirri grein; mjög handhæg lesbók
bæði í skólum og við heimakenslu. Verð
1,25. Til sölu hjá þessum mönnun :
I Reykjavík: Ársæll Árnason. Bóka-
búðin. Guðm. Gamalíelsson. Akranesi:
Oddur Sveinsson. Borc/arnesi: Þorlákur
Arnórsson. Hvanneyri: Páll Zophonias-
son. Knararnesi: Bjarni Asgeirsson.
Stykkishólmi: Egill Scheving. Flatey:
Sigfús Bergmann. Saurbœ (Rauðasandi):
Ólafur Þórarinsson. Bíldudál: Svava
Þorleifsdóttir. Dýrafirði: Björn Guð-
mundsson. Flateyri: Snorri Sigfússon.
Súgandafirði: Friðrik Hjartarson. Bol-
ungavík: Jens Nielsson. ísafirði: Bald.
ur Sveinsson. Hvammstanga: Gestur
Gestsson. Blönduósi: Kaupfélag Iiún-
vetninga. Stóravatnsskarði: Jón Árna-
son. Sauðárkrók: Jón Björnsson. Reyni-
stað: Jón Sigurðsson. Akureyri: Ingi-
mar Eydal, Kr. Guðmundsson. Húsavík:
Ásgeir Eggertsson. Skógarseli: Sigur-
geir Friðriksson. Hafurstöðum: Guðm.
Gunnlaugsson. Vopnafirði: Þorleifur
Helgason. Borgarfirði: Þorsteinn M.
Jónsson. Seyðisfirði: Karl Finnbogason.
Egilsstöðum: Jón Bergsson. Þverliamri:
Anna Aradóttir. Vík: Sigurjón Kjart-
ansson. Holti: Guðbrandur Magnússon.
Brúnum: Sig. Vigfússon. Garðsauka:
Guðrún Jónsdóttir. Stokkseyri: Sigurður
Þorkelsson. Eyrarbakka: Helgi Hall-
grímsson. Grindavík: Ingibjörg Jóns-
dóttir. Kefiavík: Aðalheiður Alberts-
dóttir.