Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 6
184 SKINFAXI Þessir nutu kenslu á námskeiðinu: Jón Kjartansson fyrir Sunnl.fjórðung. Guðjón Davíðsson, Vestfirðingafjórðung. Bogi Thorarensen, U.M.F. Hekla. Páll Þorláksson, U.M.F. Skarphéðinn. Björn Vigfússon, U.M.F. Dagrenning. Gestur Jóhannesson, U.M.F, Dagrenning. Ásmundur Jónsson, U.M.F. Skaftártungna. Stefán Ólafsson, U.M.F. Skaftártungna. Guðm. Kr. Guðjónss., U.M.F. Bj.Hítdœlak. Ármann Dalmannsson, U.M.F. Bj.Hítdælak. Bergur Guðjónsson, U.M.F. E. Skallagr.son. Friðjón Jónsson, U.M.F. E. Skallagr.son. Daníel Þjóðbjörnsson, U.M.F. Haukur. Jón Eggertsson U.M.F. Haukur. Jóhann Guðnason U.M.F. Haukur. Jón Guðnason, U.M.F. Haukur. Guðni Sigurðsson, U.M.F. Akranes. Bergþór Jónsson, U.M.F. Brúin. Jón Erlendssoo, U.M.F. Reykdæla. Þorsteinn Fjeldsted, U.M.F. Islendingur. Guðm. Einarsson, U.M.F. Afturelding. Við allar æfingarnar var lögð aðaláhersl- an á það, að nemendur lærðu aðferðirnar rétt og yrðu færir um að kenna þær öðr- um. Skýrði Björn Jakobsson íþróttir þær munnlega, er hann kendi. Voru flestir lærisveinanna þeim lítt vanir áður. Tel ég líklegt, að þeir sem iðkuðu íþróttir þessar með áhuga muni geta kent þær. Hinir mega sjálfum sér um kenna. Allir nem- endur kunnu sund og glímur, er þeir komu og stunduðu iþróttir þessar með áhuga. Mun því óhætt að fullyrða, að þeir hafi tekið framförum í þeim. Að öðru leyti get eg ekki dæmt um árangur námsskeiðs- ins. Reynslan verður að sýna, hvort það nær tilgangi sínum, sem er auðvitað sá, að nemendur breiði iþróttaiðkanir út, hver i sinni sveit. Heyrt hefi eg raddir um það að undanfarin ár hafi ekki allir nemendur reynst færir um að kenna. Hugsanlegt er, að eins verði í þetta skiftið. Tíminn er að sjálfsögðu of stutlur til að nema iþróttir til hlítar ef undirbúningur er lítill eða enginn áður. En þá er nauðsynlegt að sörnu mennirnir komi oftar en einu sinni, Steinþór Guðmimdsson. Fagrar listir. ii. Líklega er ekki til einn einasti fullorð- inn íslendingur, sem ekki kann þessa visu Kristjáns Jónssonar: „Yfir kaldan eyðisand einn um nótt eg sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á eg hvergi heima“. Sú var tíðin að menn hér á landi kunnu' meira úr Kristjánsbók en þetta erindi. Eiv tímarnir breytast og mennirnir með og nú mun varla afmælt, þó sagt sé, að mjög margir af hinni upprennandi kynslóð kann- ast varla nema að nafni til við hið mikla skáld tára og andvarpa. Er þetta auðsætt dæmi til sönnunar þeirri kenningu að mannkynið gerir ekki að „eilífri eign„ nema það allra besta af verkum listamannanna. Mestur hlutinn liggur hálf-falinn í móðu af- skiftaleysisins. En þessi ferskeytla virðist vera hafin yfir dægurflugu líftísku og stund- artilfinningu og skáldið, sem var öreigi og ólánsmaður, hefir á einu hinu dapur- legasta augnabliki æfinnar gefið öllum þeiin, er íslenskt mál skilja, þann gimstein, sem eigi verður í gleymsku grafinn. Eyðisandsvísan hefir alla kosti góðs kveð- skagar. Hún er einföld, létt, formið fág- að og brotlaust. samræmið ágætt, hugsun- in heil og föst og hlær málsins í fylsta samræmi við efni vísunnar, og hugarfar og lifsstefnu skáldsins. Tökum t. d, það hversu fast formið er. I langflestum lausavísum og öllum þorra kvæða er kjarni hverrar vísu fólginn í einu eða

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.