Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 5
SKINFAXI 133 Heima og erlendis. ;Ferðasögur. Nú fara utanfarir ungra manna rnjög vaxandi og er }>að góðs viti, ef vel er á haldið. Helsti gallinn hingað til hefir verið sá, að meginstraumurinn hefir legið til Dan- ■merkur, þar sem í einu hefir verið minst að nema og eina landið undir sólunni, þar sem Islendingar eru oftast látnir gjalda þjóðernis. Þessum straum þarf að breyta, ef Islendingar vilja hætta að hafa asklok fyrir himinn. Við verðum að . fá þær bestu fyrirmyndir sem til erufráhvaða, þjóð sem er. En til þess þarf utanferðir; en þar dugar ekki að hver brjóti sjálfur all- an ísinn. Það þarf samhengi í utanferð- irnar og þá festu má fá með því að gefa út á prenti árlega nokkra stuttorða ferða- söguþætti. Með því móti hefir hver ó- reyndur unglingur, síðar meir, við hend- ina margháttaðan fróðleik og bendingar um næstu löndin, og á hægra með að velja sér leið sjálfur. Þá mundi og hin- um, sem heima sitja, oft nauðugir, af því að þá vantar vængi, fált þykja unaðslegra •en ferðasögur um önnur Iönd. Það hefir komið til orða að sambandsstjórnin gang- ist fyrir að gera slíka tilraun nú að ári. Verða þá gefnir út ferðasögukaflar frá ein- um 4—6 ungmannafélögum, og bókin lát- in vera fylgirit þessa blaðs. Ef vel yrði tekið við kverinu, mundi þessum sið hald- ið áfram. Listasal'u íslands. Nú er fullráðið að byggja i sumar hús i Rvík yfir listaverk þau, sem Einar Jóns- son hefir gefið þjóðinni. Síðasta alþingi veitti til byggingarinnar 10,000 kr. Gert ■er ráð fyrir að húsið verði bygt á Skóla- vörðuhæðinni, enda er þaðan einna feg- urst útsýn á landi hér og þó víðar sé leitað. Segja það þeir, sem kunnugir eru Einari Iistamanni, að honum þyki hvergi jafn fagurt og á þessum stað, nema ef vera skyldi í Rómaborg; hefir hann þó víða farið. Þetta hús á að verða byrjun að listasafni íslands, og bygt þannig, að við það megi bæta síðar svo að vel fari. Einar fær ibúð og vinnustofu í safninu og er það vel farið, því að þá fyrst getur hann notið sín. Serbía. Hún mun nú mesta hörmungaland í veröldinni. Hafa harðleiknir óvinir flætt yfir landið nú seinustu vikurnar, og beitt hinni mestu grimd. En þó er liitt verra, að þar geisa sjúkdómar sem eru skæðari en morðtól óvinanna og leggja landið í eyði. Jafnvel meðan Serbar stóðu sigri hrósandi yfir óvinum sinum, voru þeir þvf nær máttlausir gagnvart drepsótt þeirri, sem herjaði landið, en sem hvergi gerir verulegt tjón annarstaðar, þar sem ment- un er meiri. Serbum stafar miklu meiri hætta af óþrifnaði og hjátrú, sem hvor- tveggja er sprottið af þvi að þeir hafa van- rækt mentun þjóðarinnar, heldur en af sameinuðum herum þriggja keisara. Sann- ast þar einu sjnni enn að meira er kom- ið undir andanum en efninu. fþrótianámskeið Sunnlendingafjórðungs. stóð yfir frá 11. til 30. okt. Varþarkent: sund, glímur, fimleikar, hlaup, stökk lang- stökk, hástökk, þrístökk, köst, kúluvarp, kringlukast og spjótkast. Sund kendi Erlingur Pálsson sundkenn- ari. Var varið 2 stundum á dag til æf- inga í sundlaug Reykjavíkur. Glímur kendi Sigurður Gislason iþróttakennari í fimleika- húsi mentaskólans eina stund á dag. Björn Jakobsson fimleikakennari kendi fimleika og hástökk, eina stund á dag og úti-íþróttir á íþróttavellinum 2 stundir á dag.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.