Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1915, Blaðsíða 7
SKINFAXI 135 tveimur vísuorðum; í þeim er andi ljóðs- ins, sá neisti, sem gefur vísunni gildi. En rúmsins vegna verður skáldið að bæta við orðum, einskonar eyðufyllingu, sem ekki fellur við byrjunina, svo vísan er meö ó- þægilegri brotalöm. Jafnvel í öðru eins afbragðs snildarverki eins og„Fjallið Skjald- breiður“ gætir á einstöku stað þessara smíðalýta t. d. þar sem jódynurinn, alveg óviðkomandi atriði, blandast inn í nátt- úrulýsinguna. „Beint í norður fjallið fríða, (fákur eykur hófaskell), sér á leiti Lambahlíða og litlu sunnar Hlöðufell“. Hér eru þau þrjú visuorð, sem ekki eru auðkend .auðsýnilega gerð fyrst, og siðan innskotinu bætt við. En í vísunni um Sprengisand er engu orði ofaukið, enn síður beilli linu. Yisan er bygð eins og traustur múrveggur, þar sem einn steinn- inn fellur við annan, uns byggingin er fullger; þannig er sú augnabliksmynd, sem skáldið bregður fyrir augu manns ekki fullger, fyr en með lokaorðunum. Mað- ur sér i anda staðinn þar sem skáldið er, verður var við hvað tima dagsins líður, hversu ferðinni er háttað, hvaðan komið er og hvert stefnt. í stuttu máli leysir skáldið úr öllum þeim spurningum, sem forvitinn ferðalangur mundi hafa beint til hans. Og öll þessi mynd er dregin með aðdáanlegu yfirlætisleysi, málið svo einfalt og eðlilegt, eins og þegar maður talar við mann, hvergi gerð minsta tilraun til að hreykja sér með íburðarmikilli skrúðmælgi. Þá er blærinn á vísunni engu síður að- dáanlegur. Það er haustblærinn, sem alt af einkendi hin vorlausu ljóð og líf skálds- ins, sem varla virðist hafa þekt heilbrigða gleði, hans sem var foreldralaus einstæðing- ur, gáfaður, viðkvæmur, þunglyndur.beygður á sál og líkama af lifskjörum sínum og skap- lyndi. Þessi maður er einn á ferð yfir allra ömurlegustu eyðimörkina, sem til er á land- inu, þar sem hver lifandi vera er eins og skjálf- andi varnarlaust barní jötunfaðmi stein- dauðrar náttúru, þar sem vindurinn æðir ár og síð yfir endalaus sandflæmi, jökulfláka ogófær fossandi fljót. Á þessum stað er Kristján einn á ferð, um nótt, að heiman „frá köldum griðum“ en þó þeim einasta griðastað sem hann á og hefir átt, á leið eitt- hvað, út í vonlaust myrkur framtíðarinnar. Einmitt þetta, að skáldið lætur skugga for- tiðarinnar leggja fram á veginn og byrgja alla útsýn er lokasteinninn í byggingunni. Með því er lýsingin bæði sönn og eðlileg. Að öllum líkindum hefir Kristján mælt vísiina af munn' fram, gert hana fyrirhafnar- og hugsunarlaust, látið tilfinningu augna- bliksins ráða efninu, forminu og blæn- um. En því merkilegri er nákvæmnin í lýsingunni, samræmið í andvarpinu sem stígur upp frá hjarta skáldsins. Með hverjn orði í vísunni bætir skáldið við nýjunv þætli einangrunar og dapurleika, með sí- hækkandi áherslu. Hann fer yfir kaldan, eyÖL-sand, er einn á ferð um nótt; hann sveimar, ef til vill viltur, að minsta kosti stefnan óviss. Átthagarnir eru horfnir og nú á hann hvergi heima. Einmitt þessurn endalokum má lesarinn alt af búast við hjá Kristjáni, vænta þess að sjá haldið undan brekkunni, úr eldinum í bálið, beint út í níðamyrkur algerðrar vonleysu. Menn geta deilt um lífsskoðunina, og margt má gegn henni færa. En jafnvel þeir sem ekki trúa þvi, að Iífið sé óbætanlegur sárs- auki, munu þó taka undir með franska skáldinu, sem sagði um afrek listamanna: „Engin hljóð eru fegri en örvæntingar- stunur“. Til kaupcnda blaðsins. Þeir, sem enn ekki hafa fengið leiðréttar kvartanir sínar, eða sendar kvittanir, eru vin samlega beðnir að afsaka það; reynt verð- ur að afgreiða það alt með næsta pósti. Egill Guttormsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.