Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1915, Page 11

Skinfaxi - 01.12.1915, Page 11
SKINFAXI. 139 Umsvif lifsins og hinar margvíslegu bylt- ingar þess, gera það að verkum, að þeir menn, sem hafa valið sér þetta góða hlut- skipti, að bera umhyggju fyrir velferð fé- laganna, verða líka að hverfa. Ef sú skoðun sýnist nú á rftkum bygð, að fjelftgin alt til þessa hafi notið og að miklu leyti byggist á þessum upphatsmönn- um sínum, þá virðist einnig sú ályktun réttmæt, að um leið og þeirra missir við, þurfa aðrir að koma. Og þá er það enn fremur rétt, að það er félftgunum nauðsyn- legt, að þeir menn, sem koma í stað hinna sem fara, séu jafn nýtir menn, stefnu og starfsemi félaganna svo handgengnir, að þeir geti haldið starfinu áfram á réttum grundvelli. En nú þegar virðist allmargt benda til þess, að þetta nauðsynjaskilyrði félaganna hafi ekki verið nægilega athugað, Þegar aðal framkvæmdamannanna missir við, þá vill fara svo, að samverkamenn þeirra eru einnig orðnir þreyttir á starfinu eða þeir missa áhugann fyrir félaginu, og annaðhvort verða líka að fara, eða þeir hafa ekki afl til að hulda starfinu uppi. Að vísu mætti ætla, að aðrir kæmu í skörðin eða væru þegar komnir. En það stendur ekki alveg á sama hvaða menn í þau veljast. Eg veit að í ungmennafé- lögunum eins ogöllum félögnm geta fundist menn, sem eru félagar að nafninu til, sem lítið gera annað en láta sjá sig á fundurn, þegar best lætur. Allir sjá að á þeim mftnnum er ekkert að byggja og helst ættu engir ónytjungar að vera til í ung- mennafélögunum. Og það held ég rétt að tiu duglegir félagar vinni mikið meira gagn en hundrað ónyljungar. Hinsvegar má ætla að mestur hluti þeirra manna sem í félögin koma séu nýtir og góðir menn, og vilji vinna sem mest fé- lftgunum til nytsemdar. En ef í félögin koma menn sem lítið hafa þekt til slíkrar starfsemi áður, þá skiptir það mestu að þeir sem fyrir eru í félögunuin hafi eitthvað það að bjóða, sem geti samþýðst öðrum mftnn- um, glatt og hrifið huga þeirra. En séu nú þeir eljdri telagar sjálfir orðnir lítiltrú- aðir og kaldir fyrir félagsskapnum, þá eru litlar likur til, að þeir geti haft lífgandi áhrif á aðra. Af þessu er eg hræddur um það, að margir af þeim mönum, sem nú koma í félögin verði aldrei svo samtengdir eðli og stefnu ungmennafélaganna eins og þeir ættu að verða, eða fái þann glóandi á- huga, sem margir okkar fyrstu ung- mennafélagar höfðu og sem allri góðri félags- starfsemi þarf að vera samfara. Við þetta bætist svo hitt, að i sumum félftgum mun vera hart á því að sama tala geti haldist, að eins margir komi i þau og úr þeim fara. Og enn önnur félftg, og þau ekki svo fá, dragast upp og hverfa algerlega, eða sem litlu betra er: lifa rétt að nafninu til. Reyndar má aftur á móti því segja að önnur félög ný komi í þeirra stað. En þau ættu samt að geta komið án þess að hin féllu úr. Eg geng að því vísu að mörgum þyki eg fremur í svart sýnn. Það er ekki rétt, að ENSKUBÁLKUR. A Psalm of Life. Lives of great men all remind us We can make our lives sublime, And, departing leave behind us Footprints on the sands of time. Longfelloiv. Lífshvöt. Allir miklir menn oss kenna, mestri tign er fært að ná; eigum þegar aldir renna eitthvert spor við tímans sjá. Matth. Jocliumsson þýddi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.