Skinfaxi - 01.12.1915, Page 12
140
SKINFAXI
ungmennfaélögin séu afflutt af óvinum
sínum fyrir ]3a<5, sem þau ekki eru sek í,
og þaS er heldur ekki bót að því, aS draga
dul á þaS, sem aflaga fer og okkur sjálf-
um er kunnugt um.
ÞaS eru þessir tveir aðalókostir, sem
eg held langhættulegasta fyrir framtíS ung-
mennafélaganna: Þau fá ekki nógu
marga félagsmenn, og þau fá ekki nogu
góða félagsmenn.
Sú orsök, sem hér veldur mestu, er
þessi: A5 ungmennafélögin hafa alt til
þessa náS svo litlum tökum á unglingun-
um, ekki náS þeim í æsku og hafa alt til
þessa nálega ekkert gert til aS afla sér
fylgis.
YíSa á þeim svæSum, þar sem ung-
mennafélögin þó eru, er margt af ungling-
um, sem félögin hafa ekki náS neinum tök-
um á. Þó á þetta sérstaklega viS í kaup-
stöSunum. Þegar unglingarnir eru orSnir
svo gamlir, sem aldurstakmarkiS í félög-
unum setur aS inntökuskilyrSi, þá er
þeim bent þar á margar götur en fæstar
þeirra leiSa í ungmennafélögin. Ætti aS
taka dæmi af U. M. F. R., yrSi þaS sár-
litill hluti, ekki meir en 3—4 afhundraSi,
þeirra fáu, sem í félögin ganga, sem koma
undir eins þegar aldurstakmarkiS leyfir,
ÞaS eru alt nokkurnveginn fullorSnir menn
og flestir aSkomandi aSeins um tíma. En
úr bænum sjálfum koma næstum engir í
félagiS og sjá allir, hvert þetta stefnir.
Jeg veit aS í sveitafélögunum er þessu
aS vísu nokkuS betur fariS ; og þegar minst
var á þetta mál á fjórSungsþinginu hér í
Rvík í vor, þá voru nokkrir, sem ekki höfSu
orSiS varir viS þennan gafla og töldu hann
ekki tilfinnanlegan fyrir félögin. Færi bet-
ur aS svo væri og skyldi eg gleSjast
«f ótti minn væri ástæSulaus. En því er
ver, aS í sveitafélögunum er víSa pottur
brotinn líka í þessu efni.
Frh.
Enn um tungumálanám.
I næstsiSasta blaSi var haldiS fram
þeirri skoSun, aS ótrúlega mikiS af þeim
tíma og fé, sem Islendingar eySa nú til
tungumálanáms, sé á glæ kastaS, því aS
tiltölulega fáir af þeim, sem viS málanám
fást, hafi nokkurt gagn af náminu, af því
þeir verSa ekki bóklæsir á tungu þá, er
þeir vildu nema.
Þetta er mesta vandræSamál og má
ekki svo búiS standa. ÞaS væri bæSi ó-
mögulegt, og þar aS auki óhyggilegt aS
deyfa málanámslöngun unga fólksins. En
þaS þarf aS finna ráS til aS námiS beri
ávöxt.
ÞaS sem á vantar nú, einkum meS
enskuna, er þaS aS nemendur hafi hent-
ugar bækur viS hendina, þegar Geirsbók
sleppir. Flestir ljúka viS hana, og sumir
komast dálítiS lengra. En þá hættir kensl-
an, og byrjandinn leggur árar i bát, at'
því aS hann hefir ekki auSveldar bækur
aS lesa. Þegar kenslubókinni sleppir, þarf
nemandinn aS hafa einar 10—15 léttar
skáldsögur til aS snúa sér aS. Ágætt er
aS byrja meS íslenskum sögum, sem snú-
i5 hefir veriS á önnur mál. Þá þjóSsög-
ur og æfintýri, einföld leikrit og umfram
alt, skáldsögur. Þegar menn lesa þannig
kennaralaust, til aS skilja sem fyrst bók-
máliS, er um aS gera aS komast yfir sem
mest og nota lítiS orSabók framan af. Þá
kemur þar aS menn vakna einn góSao
veSurdag og finna aS þeir skilja máliS, og
vita varla, hvernig sú kunnátta hefir kom-
ið. Þá er tími til að lesa erfiðar bækur;
fræðibækur og þungan skáldskap, nota
orðabók gaumgæfilega og lesa málfræði.
að því leyti sem nauðsynlegt kann að
þykja. En sá sem hefir komist að mein-
ingunni i 15 skemtibókum á útlendu
máli, er kominn upp á örðugasta hjall-
ann.