Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 2
34 SKINFAXI Menn geta sagt að sú mótun sé ekki svo fullkomin sem skyldi, en þar geta þeir áreið- anlega minst um talað, sem ekkert hafa á sig lagt til að efla þjóðstofninn, hvorki með þessu móti eða öðru. Kveðja írá gestanefndinni. Á samkomu 8. april 1916. að fagna starfi og fagna sumri og fara eldi um vorsins lönd. — I. B. Eins og áður hefir verið getið um hér í blað- inu, höfðu ungmennafélögin í Reykjavík fasta „gestanet'nd“ i vetur, til að taka á móti félags- mönnura, er dvöldu hér um stundarsakir og efla kynningu með þeim og félagsmönnum heima fyrir. Á. siðustu samkomunni, sem gestanefndin efndi til, flutti Ingibjörg Benediktsdóttir kenslu- kona kvœði þetta. Yið þökkum ykkur, góðu gestir, hve glöð og fús þið réttuð hönd! Oss finst það hafa sýnt og sannað, hve séu trygg vor félagsbönd. Við fundum það við fyrsta mótið, og finnum ekki síður enn: í okkar hóp er enginn gestur en allir jafnir heimamenn. Þó mörg við sæumst aldrei áður, býr eining hér og vinarþel, því hugsjón okkar er hin sama, og eiðspjall vort: að reynast vel. Og öílug samtök, aukin kynning, að eignast vini í hverri sveit, það varðar okkar störf og stefnu, og styrkir meir en nokkur veit. Hér frjáls i vetrar húmi og hretum við hlýja lifðum skemtistund; — en senn þarf engan sal að leigja, þó setja vildum gleðifund. — Sjá! vorið tjaldar sólarsalinn með sumarhveiið fagurblátt, þar rúmast allar æskuvonir þó eigi vængi og stefni hátt. Við kveðjum ykkur, góðu gestir, og glöð við þökkum veturinn! Við munum þessi hlýju handtök og hugnæm orð i hvert eitt sinn. Já, reynum hvar sem leiðin liggur nú Ijósi og æsku að ganga á hönd, Verkaskifting í félögum. Almennasta Almennasta umkvörtunin inn^ umkvört- an ungmennafélaganna er yfir áhugaleysi. Ekki svo að skilja, að flest félög eigi ekki því láni að fagna að eiga fleiri eða færri áhuga- sama og starfsama menn, en það sem á brestur er vakandi áhugi og starfslöngun meðal fjöldans. Eg hefi spurnir af ung- mennafélögum i öllum landsfjórðungum, og alstaðar kveður við sama tón í þessæ efni. Það mun aukheldur allvíða vera svo, þó um nokkuð fjölmenn félög sé að ræða, að það eru ekki nema örfáir menn, sem „halda félaginu uppi“, ráða mestu um störf þess og stefnu o. s. frv. En ef það' er t. d. ekki nema —Vio hluti félags- manna, sem lætur málefni félagsins til sín taka, svo teljandi sé, þá tel eg það illa farið, hinna vegna. Það er auðvitað ávalt svo, að menn eru misjafnir og svo- verður það niðurstaðan þegar í félagsskap er komið, að þeir sem fram- gjarnastir eru, eða þá framhleypnastir, verða mestu ráðandi. Þeir eru kosnir i stjórn félagsins og til annara starfa, sem fyrir falla, og er það gott og blessað, ef þeir þá, með áðurtöldum eiginleikum, eru hæfustu mennirnir til þess, sem og gjarn- an má vera. Með þessu móti getur öll aðalábyrgð á félagslífinu komið til með að- Mennlrnir misjiiruir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.