Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 8
40 SKINFAXI gagníeknir af hugsjónum og framsóknar- j)rá — en hafa druknað í draumunum og hjaðnuð niður, sem fögur en hégómleg sápubóla ? Slíkir menn eru ótaldir, en mér segir hugur um, að ef sú saga væri sögð öll, þá væri þar meiri harmsaga en tár- um tæki. B. B. M 6 ð u r m á M ð. Ástkæra, ylhýra mólið og allri rödd fegra. Jónas Hallgr. Við dáumst að lipurðinni og snildinni í erindi Jónasar. „Krjúpum undrandi að lindum“ íslenskrar tungu, eins og annað skáld kemst að orði. Við finnum þá svo Ijóslega, hversu un- aðsfagurt vort þróttmikla nióðurmál er. Ræktarleysi hinnar íslensku þjóðar við móðurmál sitt hefir verið meira en skyldi, einkuni á síðustu árum. Það var því heppilegt, að ungmennafélögin tóku vernd- un móðurmálsins á stefnuskrá sína. Það virtist sjálfkjörið hlutverk þeirra, er teljast vilja til „vormanna Islands“. Að þessa hafi verið full þörf, getur eng- um manni dulist, þá er menn hugleiða það, að útlendar bókmentir munu nú eiga hærra upp á pallborðið hjá fjölda manna, en vorar eigin bókmentir. A. m. k. þori eg að fullyrða þetta hvað Reykjavík snertir. Og þetta er eðlilegt margra hluta vegna. Yngri kynslóðin, sem nú fer hrönnum saman í hina ýmsu skóla landsins, leggur stund á tungumál, meira en aðrar greinir. Tungumálakunnáttunni halda menn og best við, að námstímanum loknum með lestri útlendra bóka. Yfirleitt mun mega fullyrða, að tungumálanámið er sú náms- grein, sem menn hafa hvað mestan áhuga fyrir. Er það lofsvert og gleðilegt tímanna tákn. En sá böggull fylgir skammrifi, sem að framan segir, að menn kaupa nú meira af erfendum. bókum en innlendum. Einkum kaupa menn enskar, danskar — og nú upp á síðkastið miklu meira af sænskum bókum en áður. Er það gleði- legt og holt, ef sænsk rit gætu útrýmt eða minkað hin dönsku áhrif, sem gera um of vart við sig hér á landi, einkum í dag- legu máli manna. Tel eg og sænskt mál og sænskar bókmentir mun skemtilegri en danskar. Þó hygg eg, að vort eigið mál eigi ávalt að sitja í fyrirrúmi fyrir erlend- um málum. Og okkar bókmentir ættum við að styrkja meira og betur en annara þjóða. En miklu mun það valda, að erlendar bækur eru enn mun ódýrari en innlendar. Oft meira en heimings verðmunur á sömu bók á frummálinu og þýðingunni. Jerú- salem I b. eftir S. Lagerlöf kostar t. d. einungis kr. 1,25 á frummálinu í góðri út- gáfu, en í þýðingunni kr. 3,00, að mig minnir. En engin von er til þess, að íslenskir bókaútgefendur geti kept við erlendar bóka- verslanir í þessu efni. Þetta atriði finst mér þess vert, að sé athugað í sambandi við verndun móðurmálsins. Eg tel það gott og blessað, að menn læri erlend tungumál og kynni sér rit ann- ara þjóða á frummálinu. En það má ekki vera á kostnað okkar eigin bókmenta, sem hafa aflað okkur heiðurs og álits meðal annara þjóða. Þetta atriði málsins væri ekki úr vegi að ræða hér í blaðinu. Móðurmál vort er hreint og fagurt í eðli sínu. Takinark æskulýðsins á að vera, að kunna að tala og rita á íslenska tungu rétt, hreint, látlaust og smekklega. Enn erum við langt frá þessu marki. Til þess að ná því, þurfum við að þekkja eðli og sögu tungunnar. Við þurfum að velja okkur fyrirmyndir. Við eigum að raða okkur utan um þá menn, sem best tala og rita á íslenska tungu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.