Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 14
46 SKINFAXI. nar og skýringar þeirra væru aðallega til umræðu. Ef svo væri, þá spái eg því að knattspyrnan mundi taka miklum fram- förum. Verður þá klaufinn síður eftir- bátur félaga sinna, ef hann viidi hugsa meir um lög og leikreglur knattspyrnu, því það er svo með allar íþróttir, að leik- reglur og tamning þeirra verður fullkom- lega að lærast, ef að nokkru verulegu gagni á að verða, og er fróðlegt að vita, að oftast er það í knattleiknum sem sigr- inum veldur, einmitt það að kunna vel all- ar leikreglur og brögð og vera fljótur að hugsa, álykta og framkvœma. Reynd- ar getur flokksforinginn mikið hjálpað óæfð- um mönnum með tilsögn sinni, þegar hann er nœrstaddur, en það er hann sjaldnast, þegar mest á reynir. Best er að allur flokkurinn (sveitin) sé jafnvígur til leika. Þó skaðar það ekki, að einn eða tveir menn í flokknum, séu afbragð sinna manna, ef hinir í flokknum eru vel samtaka og þeim hjálplegir, en sé svo ekki, stoðar það lítt, ef þeir hafa ekki aðstoð félaga sinna. Þó ótrúlegt sé, þá er það svo i knatt- spyrnuleiknum, að afbragðsmaðurinu fær litlu áorkað, þó duglegur sé, ef hann hef- ir ekki að baki sér óskiftan flokkinn i samhuga verki. Sigurinn i knattspyrnu er kominn undir þvi, að hver keppandi sé á sínum stað og flokkurinn um leið sam- stiltur (skilji vel hlutverk sín) eins og eg hefi áður í þessari grein bent á. Deilunni er nú loksins lokið, um gagnsemi, hollustu -og nauðsyn íþrótta fyrir hvert þjóðfélag, því um það eru allir sammála, en deilan stendur ennþá yfir, hvernig æfa á íþróttir og temja sér þær, bæði til gagns, gleði og afreks. Þó vita menn það, að mjög er hættulegt óhörðnuðum og óreyndum ung- lingum, að ætla sér að taka þátt í erfiðri kappraun, óundirhúmv. Hefir mörgum orðið hált á því, en þetta er það sem svo oft hefir átt sér stað, þó ekkiennþá svo til- finnanlega hér á Iandi og eyðilagt góða framtíð iþróttamannsins. Hann hefir of- reynt sig, hjartað bilað (ofþensla í lung- um, o. s. frv., sem sagt er að sumir af okkar fáliðuðu íþróttasveit hafi). Að minu áliti ætti enginn að fá að taka þátt í úti■ íþróttum, nema hann hafi áður ítarlega kynt sér íþróttareglurnar, og hvernig ber að æfa þá íþrótt, sem hann velur sér til þess að hafa sem allra mest gagn af. Andleg eflingarmeðul. Eftir Guðm. Hjáltason. Trúarbrögðin, vísindin og listin. Trúarbrögðin, sem gera manninn kær- leiksríkari, réttlátari, sannorðari og orð- heldnari. Visindi sem gera sama, og þá t. d. menn- ingarsagan. Að minsta kosti má Iæra ýmis- leg hyggindi af henni, og „Hetjusagan hreysti blæs i hjartað inn.“ Einkum saga drengilegra afreksverka og göfuglegra bardaga fyrir gott málefni. En allar kvalasögur varnarlausra eru andlega sýkjandi. Ekki þó sögur hetjulegra pislarvotta, því þeir eiga sér veglega vörn í trú sinni og kærleika. List sem sýnir fallega það, sem er gott og göfugt, gerir dygðina heillandi og hríf- andi. En skáldsögur, sem fegra og réttlæta glæpi, sýkja sálina, og valda því afturför. Besta eflingin er og verður samt trú sú, sem styrkir og bætir manninn. Falli trú þessi, þá fellur siðgæðið með fyr eða síðar. Og þegar siðgæðið er á förum, þá verð- ur likamseflingunni hætt. .Hún útheimtir talsverða sjálfsafneitun. En sjálfsafneitun og siðgæði geta hvor- ugt án annars verið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.